Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 188
186
B L I K
fýllinn sveif á þöndum vængj-
um utan við bergið, þar sem
hann átti egg í óvandaðri
hreiðurskollu. Þarna var það,
sem þau heitbundust, frænd-
systkinin á Ofanleiti, Anna og
Stefán. Ártalið vitum við ekki.
En árið 1852, 1. nóvember, gaf
séra Jón J. Austmann þau sam-
an í Landakirkju. Þau hófu bú-
skap að Ofanleiti í skjóli prests-
hjónanna, þar sem ekkert jarð-
næði að svo stöddu lá á lausu
handa þeim.
Vorið 1853 fengu þessi ungu
hjón, Stefán og Anna, bygg-
ingu fyrir Draumbæ eftir Helga
Jónsson, sem þar hafði búið.
Það ár eignuðust þau fyrsta
barn sitt, sveinbam, sem skírt
var Jóhann. Árið 1852 kom
Ólafur Diðrik, bróðir Önnu, að
Ofanleiti, 15 ára gamall. Ekki
hefi ég fundið heimildir fyrir
því, hvort Þorbjörg prests-
ekkja dó þá eða brá búi og
fluttist burt úr Mosfellssveit
eða Kjalarnesþingum. Ólafur
Diðrik mun hafa dvalizt á Of-
anleiti til sumarsins 1853 en
siglt þá til Kaupmannahafnar,
þar sem hann réðist nú til
smíðanáms fyrir atbeina prests-
hjónanna á Ofanleiti og með
aðstoð og hjálp N. N. Bryde
kaupmanns í Danska Garði í
Eyjum. Ólafur Diðrik lærði
húsgagnasmíði, varð ,,snikkari“.
Hann kom heim aftur sumarið
1856, þá 19 ára gamall, og hafði
þá lokið námi. Þá gerðist hann
'heimilismaður systur sinnar og
manns hennar í Draumbæ.
Árið 1856, 10 desember, ól
Anna húsfreyja í Draumbæ
annað barn sitt. Það var stúlku-
barn og skírt Þorbjörg Jena
Benedikta, nöfnum ömmu sinnar
og afa frá Mosfelli. Þetta barn
dó á 1. aldursári.
Rúmum 11 mánuðum síðar
fæddi Anna húsfreyja þriðja
barn sitt. Það var nær dauða
en lífi, er það fæddist, svo að
ekki þótti á það hættandi að
draga að skíra það. Faðirinn
skírði það jálfur skemmri skírn
þegar eftir fæðinguna eftir
fyrri stúlkunni, sem þau höfðu
átt. Það andaðist að skírnar-
athöfninni lokinni. Það var 21.
nóvember 1853.
Á þessum árum var Solveig
Pálsdóttir prests og skálds að
Kirkjubæ ljósmóðir í Eyjum.
Hún var yngsta dóttir prests-
hjónanna á Kirkjubæ og gift
Matthíasi Markússyni snikkara
í Landlyst.
Árið 1852 var danskur mað-
ur skipaður héraðslæknir í
Vestmannaeyjum. Sá hét Philip
Theodor Davidsen, ötull maður,
áræðinn og framtakssamur.
Hann mun hafa beitt sér fyrir
því m. a., að búsettar yrðu í
Eyjum tvær lærðar ljósmæður.
Hann fékk brátt augastað á
húsfreyjunni í Draumbæ til
ljósmóðumáms. Prestshjónin