Blik - 01.05.1961, Síða 190
188
B L I K
Markússonar, snikkara í Land-
lyst, var fædd 1864 og ein af
allra fyrstu börnum, sem Anna
stóð ljósmóðir að, en Jensína
var móðir herra Ásgeirs Ás-
geirssonar, forseta íslands, og
þeirra systkina.
Föst Ijósmóðurlaun munu
hafa verið um þessar mundir
30 ríkisdalir yfir árið. Fyrstu
árin fékk Anna ljósmóðir 5
ríkisdali í árslaun, sem teknir
voru af launum Solveigar, en
hún mun hafa haft 'hærri laun
en allar aðrar ljósmæður í land-
inu eða alls um 70 ríkisdali, sök-
um þess að hún var sett læknir
í Eyjum, þegar læknar voru
þar engir. Það átti sér stað
endur og eins.
Árið 1867 fluttust þau hjón
Solveig og Matthías til Reykja-
víkur, þar sem Solveig var ljós-
móðir um margra ára skeið eft-
ir það, og varð þá Anna Val-
gerður, húsfreyja í Draumbæ,
eina ljósmóðirin í Vestmanna-
eyjum.
Árið 1863 fæddist þeim hjón-
um í Draumbæ 4. barnið. Það
var stúlkubarn. I þriðja sinn
skyldi reynt að láta 'heita eftir
prestshjónunum að Mosfelli.
Barnið var skírt Þorbjörg Jena
Benedikta.
Það bar við 1866, 23. júni.
Fagurt var veðrið þennan dag.
Fýllinn átti hreiður á syllunum
í Ofanleitishamri. Drengirnir á
bæjunum „fyrir ofan hraun“
fylgdust vel með fuglalífi í
Hamrinum. Þeir fóru þar um
brúnir og nafir hvern góðviðr-
isdag. Nú fylgdust þeir þrír að
vestur á Hamarinn, Jóhann
Stefánsson í Draumbæ, Guð-
laugur sonur hjónanna í Brekk-
húsi, Árna Guðmundssonar og
Þóru Stígsdóttur, og tökudreng-
ur af einum bænum þarna, 7
ára. Þeir námu staðar í grasi-
grónum hraunbolla vestur af
Norðurgarði. Þar fundu þeir
smáfuglshreiður. Ekki stóð
nein von til þess, að Jóhann
litli vissi það, að í þessum sama
hraunbolla höfðu þau bundizt
hjúskaparheitum, foreldrar
hans, fyrir 16 árum, eða þar
um bil. Síðan héldu þeir áfram
ferð sinni vestur á hamarsbrún-
ina. Þetta skipti aðeins fáum
augnablikum. Og Jóhann litli
lá liðið lík niður í Hamrinum,
hrapaður til dauðs. Skuggi
harma og sorgar hvíldi yfir öll-
um Ofanleitisbæjunum, því að
hjónin í Draumbæ voru ástsæl
af nágrönnum sínum. Ekki átti
Anna húsfreyja minnstan þátt
í þeirri vinsæld, svo rík sem
hún var af mannkærleika og
hjálpsemi. Samúð Ofanbyggj-
aranna var rík og einlæg með
þeim hjónum í sorgum þeirra
og þjáningum.
Þegar ljósmóðirin í Landlyst,
Solveig Pálsdóttir, fluttist til
Reykjavíkur, varð Anna Bene-
diktsdóttir eina ljósmóðirin í
M