Blik - 01.05.1961, Qupperneq 191
B L I K
18D
Eyjum, eins og áður er getið.
Þá varð henni ljóst, hve erfitt
það væri bæði henni og Eyja-
búum í heild, að hún væri bú-
sett fyrir ofan hraun.
Árið 1868 fluttust hjónin því
frá Draumbæ norður í þorpið
við höfnina og settut að í tomt-
húsinu Pétursborg, þar sem
Davidsen læknir hafði búið
nokkrum árum áður og ýmsir
síðan. Það tómthús stóð stutt
vestan við Jómsborg og norður
af Kastala (nú Vegamót), sem
sé á hluta af svæði því, Sem
nú er kallað Heimatorg.
En þama bjuggu þau aðeins
nokkra mánuði, því að stuttu
síðar keyptu þau tómthúsið
Vanangur, þar sem búið hafði
um skeið Ingimundur Sigurðs-
son og Katrín Þorleifsdóttir.
Það tómthús stóð austan Jóms-
borgar á svæðinu milli Sæbergs
og Urðavegar.
Ingimundur Sigurðsson var
framtakssamur maður og bú-
hygginn. Sumarið 1864 fékk
hann byggingu fyrir hálflendu
einnar Vilborgarstaðajarðarinn-
ar og 4 árum síðar byggingu
fyrir hálfum Háagarði, sem
yar ein af 8 Vilborgarstaða-
jorðunum.
Sumarið 1869 fékk Stefán
Áustmann, maður Önnu ljós-
nióður, byggingu fyrir tómthús-
inu Vanangri, sem hann hafði þá
keypt af Ingimundi Sigurðs-
syni, og fluttist í um vorið. Með
samþykki umboðsmannsins,
Bjarna E. Magnússonar sýslu-
manns, höfðu þeir Ingimundur
Sigurðsson og Stefán Austmann
komið sér saman um að hafa
jarðaskipti þannig, að Ingi-
mundur fékk byggingu fyrir
Draumbæ og Stefán jafnframt
byggingu fyrir báðum hálf-
lendunum, sem Ingimundur
'hafði haft til nytja úr Vilborg-
arstaðatorfunni, þ. e. hálfan
Háagarð og hálfa Vilborgar-
staðajörð aðra á móti Magnúsi
Magnússyni, sem þar bjó.
Við úttekt á Draumbæjar-
jörðinni vorið 1869 kemur í
ljós, hversu mikið húsnæði hjón-
in Stefán og Anna hafa haft
þar til íbúðar. Boðstofan var
7,5 álnir (4,7 m) á lengd og 3
álnir (1.9 m) á breidd. Hún var
,,vel stæðileg". Eldhúsið var 5
álnir (3,15 m) á lengd og 2,5
álnir (1,75 m) á breidd. Ingi-
mundur Sigurðsson þótti
greindur maður og var um
skeið sýslunefndarmaður í Vest-
mannaeyjum, þó að hann væri
þá óskrifandi, þegar hann var
kosinn. Á sýslunefndarárum
sínum lærði ihann að skrifa
nafnið sitt. Ingimundur var afi
Kristmundar, er nú býr í
Draumbæ.
Árið 1870 fæddist hjónunum
í Vanangri, Stefáni Austmann
og Önnu ljósmóður, sonur, sem
var látinn heita eftir syni
þeirra, sem hrapaði í Ofanleit-