Blik - 01.05.1961, Side 192
190
BLIK
ishamar. Hann var skírður Jó-
hann Lárus.
Enn liðu þrjú ár. Haustið
1873 dó Þorbjörg Jena, dóttir
þeirra, 10 ára, úr ,,andarteppu“,
sem mun vera barnaveiki eða
kíghósti. Á vertíð árið eftir, eða
nánar tekið til 13. marz fórst
6-manna farið Gaukur sunnan
við Klettsnef. Formaður á bát-
skel þessari var Sighvatur Sig-
urðsson bóndi að Vilborgar-
stöðum, og bjargaðist hann með
öðrum manni, en 6 menn
drukknuðu. Sigurður dó stuttu
síðar af afleiðingum þess volks
og kulda, er hann leið, áður en
hann bjargaðist. Hann var afi
Lofts Jónssonar bónda á Vil-
borgarstöðum og Júlíönu Ing-
veldar, fyrrv. húsfreyju á Búa-
stöðum og þeirra systkina. Þeir,
sem drukknuðu af Gauki, voru
þessir:
Ámi Árnason, bóndi að Vil-
borgarstöðum, afi Árna símrit-
ara Árnasonar frá Grund hér
í Eyjum, Gísli Brynjólfsson
ekkjumaður í Móhúsum, sem
var ein af Kirkjubæjajörðun-
um, Erlendur Pétursson, vinnu-
maður í Litlakoti (nú Veggur),
Jón Jónsson húsmaður í Dölum,
Sigurður Eyjólfsson, vinnumað-
ur á Steinsstöðum, og Stefán
Austmann í Vanangri, maður
Önnu V. Benediktsdóttur ljós-
móður.
Enn liðu tvö ár. Þá réðist til
ljósmóðurinnar í Vanangri
vinnumaður að nafni Sigurður
Magnússon. Hann var úr Dyr-
hólasókn, 26 ára. Haustið eftir
gekk Anna ljósmóðir að giftast
þessum vinnumanni sínum. Þau
giftust 5. okt. 1877. Þá var hún
46 ára og vel það, en hann 27
ára. Sigurður Magnússon var
mikill dugnaðarmaður, og færð-
ist búskapur þeirra Önnu brátt
í aukana. Árið eftir giftinguna
hafa þau tvær vinnukonur og
tvo vinnumenn á sínum snærum
í Vanangri.
I þessu hjónabandi var Anna
ljósmóðir í tæp tvö ár, því að
2. júní 1879 dó Sigurður maður
hennar úr brjóstveiki eða
berklum 29 ára að aldri.
Þeim varð ekki barna auðið.
Sama árið, sem þau giftust,
Anna og Sigurður, kom til
þeirra í Vanangur ungur mað-
ur, sem hét Pétur Pétursson úr
Mýrdal. Hann reyndist dug-
mikill vinnumaður og járnsmið-
ur ágætur. Árið 1883, 18. okt.,
giftust þau Anna ljósmóðir og
Pétur Pétursson, hún 52 ára en
hann 26 ára gamall. Hafði hann
þá verið vinnumaður hjá henni
í 5—6 ár. Svaramenn voru þeir
bræður Engilbertssynir, Gísli
kaupmaður í Júlíushaab og
Engilbert verzlunarþjónn í
Jómsborg, sem giftur var mág-
konu Önnu, Jórunni Jónsdóttur
Austmann. Þess munu fá dæmi,
að kona giftist tvívegis mönn-
um, sem eru um það bil helm-