Blik - 01.05.1961, Page 193
B L I K
191
ingi yngri en hún. Eitthvað hef-
ur verið við þá konu, sem á
eldri árum heillaði svo unga
menn, að þeir vildu bindast
henni hjúskaparböndum. Hins
vegar eru líkindi til þess, að
öryggiskenndin hafi ráðið
mestu um það hjá Ijósmóður-
inni, að hún lét tilleiðast á efri
árum að giftast. Svo mun það
hafa verið bæði um hjónaband-
ið 'hið annað og þriðja.
Nokkuð er vikið að ljósmóð-
urstarfi Önnu Benediktsdóttur
í greininni Nýborgarheimilið,
sem birtist í Bliki 1960.
Með bréfi dags. 2. júlí 1883
til sýslunefndar Vestmannaeyja
óskar Anna Ijósmóðir þess, að
úrleg laun hennar verði hækkuð
um 20 kr. með því að hún hafi
þá. starfað ljósmóðir í Eyjum
20 ár og hafi rétt til að sækja
um launaviðbót samkv. lögum,
en það höfðu ’jósmæður eftir 10
úra starf.
5- júlí um sumarið var bréf
þetta tekið fyrir á fundi sýslu-
nefndar. Sýslunefndin sam-
þykkti að fresta þessu máli, þar
til beiðandinn hefði fært fram
frekari rök fyrir þörfum sínum
a iaunauppbót þessari.
Aftur var mál þetta tekið
fyrir á sýslunefndarfundi 19.
nóv. um haustið. Þá lét sýslu-
nefnd bóka eftirfarandi klausu:
>.Þótti sýslunefndinni sér eigi
heimilt eftir skilningi sínum á
grein yfirsetukvennalaganna
frá 17. des 1875 að veita hina
umbeðnu launaviðbót, þó að
hún viðurkenni, að téð yfirsetu-
kona hafi þjónað hér óaðfinn-
anlega í samfleytt 20 ár.“
Ekki lét Anna ljósmóðir þetta
mál niður falla, því að henni
þótti sýslunefndin gera sér
rangt til og vera helzt til íhalds-
söm og nærsýn. Skaut Anna nú
máli sínu til amtráðs Suður-
amtsins.
Með bréfi dags. 17. júlí 1885
tilkynnir skrifstofa Suðuramts-
ins sýslunefnd Vestmannaeyja,
að hún hafi samkv. áliti Amts-
ráðsins fulla heimild til að veita
yfirsetukonunni hér í Eyjum
20 króna launaviðbót, ,,sem
hún hefur sótt um“. Jafnframt
skorar amtsráðið á sýslunefnd
að skýra því frá, hvort nefndin
hcr eftir vilji leggja til, að hin
umsótta launaviðbót verði
veitt, með því að amtsráðið
hugðist leggja málið undir úr-
skurð landshöfðingja. Þá sam-
þykkti sýslunefnd að „setja sig
ekki upp á móti því, að 20
króna launaviðbót yrði veitt
beiðanda“.
Ég skýri frá þessari tog-
streytu hér til þess að gefa
glöggum lesanda hugmynd um
nákvæmnina og fastheldnina í
opinberum fjármálum annars
vegar og þá miklu fyrirhöfn og
tíma, sem það gat tekið að fá
leiðrétting mála sinna á þessum
tímum. Á þessum árum var