Blik - 01.05.1961, Síða 194
192
B L I K
tímakaup verkamanns 14 aurar.
Ef við miðum þessar 20 krónur
við nútíma kaupgjald, svarar
umsókn Ijósmóðurinnar til rúm-
lega 3000 kr. nú á tímum.
Vorið 1886 samþykkti svo
loks sýslunefndin að veita Önnu
ljósmóður þessa 20 króna
launaviðbót fyrir það ár ,,að
gefnu tilefni", þ. e.: amtsráðið
skipaði nefndinni að gera það.
En þetta vor hafði amtsráðið
veitt Önnu ljósmóður lausn frá
ljósmóðurstörfum samkv. ósk
hennar sjálfrar sökum lasleika
hennar og magnleysis, enda var
nú önnur lærð ljósmóðir starf-
andi í Eyjum við hlið Önnu,
þar sem var Þóranna Ingi-
mundardóttir í Nýborg. Á fundi
sínum 11. apríl 1886 ályktaði
sýslunefndin að veita Önnu
Benediktsdóttur, ljósmóður, ár-
lega 30 kr. eftirlaun úr sýslu-
sjóði frá fardögum það ár eftir
23 ára starf. Og nú, þegar
Anna hafði fengið lausn í náð,
viðurkennir sýslunefndin, að
efnahagur hennar sé mjög erf-
iður.
Anna ljósmóðir var nú hálf-
sextug að aldri. Frásögn mín
hér á undan gefur eilitla hug-
mynd um, hversu sorgir henn-
ar og andstreymi í lífinu hafði
verið mikið og söknuður sár og
lamandi. Hún var nú farin að
heilsu, kraftar þrotnir. En
traust kvenna í Eyjum á ljós-
móðurinni og vinarhugur þeirra
til hennar bæði vegna starfs-
hæfni hennar og mannkosta,
svo og samúðin með henni sök-
um alls, sem lífið hafði á hiana
lagt, áttu sér lítil takmörk.
Konur gátu ekki hugsað sér að
missa hana frá starfi. Hvort
sem þessi hlýhugur allur og
vinavild hefur megnað að orka
til bóta á heilsu ljósmóðurinnar
eða eitthvað annað, þá er það
víst, að heilsa hennar fór batn-
andi eftir þetta og starfskraft-
ar vaxandi. Enn sinnti hún því
kalli að rúmi sængurkvenna í
Eyjum í mörg ár, og var svo
eftirsótt og ástsæl ljósmóðir,
að hin unga og lærða Þóranna
í Nýborg hafði mjög lítið að
gera um margra ára skeið.
(Samanber greinina Nýborgar-
heimilið í Bliki 1960).
Hér slitnar þráður sögu minn-
ar um Önnu ljósmóður, því að
svo virðist, sem allar kirkju-
legar heimildir um fólk í Eyjum
séu tapaðar frá árunum 1895
—1906. Að minnsta kosti 'hefur
mér ekki tekizt að finna þær
og ekki eru þær handbærar í
Þjóðskjalasafninu.
Um aldamótin breyttu hjónin
Anna Ijósmóðir og Pétur Pét-
ursson nafninu á tómthúsi sínu
Vanangri og kölluðu það Pét-
urshús. Almenningur í Eyjum
hélt þó enn við gamla nafninu
í daglegu tali. Svo var það,
meðan tómthúsið Vanangur var
við lýði.