Blik - 01.05.1961, Page 195
B L I K
193
Pétur Pétursson í Vanangri,
þriðji maður Önnu ljósmóður,
var mikill dugnaðarmaður og
framtakssamur. Hann var
einnig búhyggjumaður og góð-
ur sjómaður.
Vorið 1895 fékk Pétur Pét-
ursson byggingu fyrir hálfri
jörðinni Eystri-Hlaðbæ á Vil-
borgarstöðum, er ekkjan Arn-
björg Árnadóttir flutti af jörð-
inni.
Vorið 1897 fékk Pétur í Van-
angri einnig byggingu fyrir
hálfum Háagarði, er Magnús
Guðmundsson, síðar kenndur við
Hlíðarás, flutti af jörðinni.
Þannig hafði Pétur þá orðið
tvær Vilborgarstaðajarðir til á-
húðar. Jafnframt ræktaði Pétur
út tún fyrir sunnan Fagurlyst.
Pað er nú leikvangur barna.
Pétur Pétursson stundaði
einnig járnsmíðar í tómstund-
uui sínum, því að hann var
járnsmiður góður, eins og áður
segir. — Efnahagur þeirra
hjóna fór batnandi ár frá ári.
Vertíðina 1908 réri Pétur
Pétursson á vélbátnum Ástríði,
sem var 7,6 lestir að stærð.
Formaður var Árni Ingimund-
arson, búandi að Brekku við
Faxastíg. Hann var bróðir Sig-
urðar Ingimundarsonar á
Skjaldbreið. 1. apríl þessa ver-
tíð fórst báturinn með allri á-
höfn, 6 mönnum, 1 aftaka aust-
an veðri. Þar drukknaði Pétur
Pétursson í Péturshúsi, og
Anna ljósmóðir var orðin ekkja
í þriðja sinn. Þá var hún 77
ára að aldri. Anna Ijósmóðir dó
tæpu hálfu öðru ári síðar eða
11. sept. 1909, á 79. aldursári.
Á fyrsta sumardag 1907
heimsóttu konur í Eyjum Önnu
ljósmóður og tjáðu henni virð-
ingu sína og vinarhug kvenna
í sveitarfélaginu fyrir langt og
heilladrjúgt starf í þjónustu
þeirra. Þær færðu þá hinni
öldnu ljósmóður kvæði það, sem
hér fer á eftir:
Þú hefir svo þráfallt um cevinnar ár
mátt andstreymi vonbrigða reyna
og hugprúð oft gengið með holundarsár
sem hetja því reyndir að leyna.
En nú er það Elli, sem amar að þér
og angrar þitt viðkvœma hjarta
en himneska vonin því hugsvölun lér
frá hásceti guðdómsins bjarta.
Á sólskýja vcengjunum sumarið blítt
oss sendir nú Ijósguð frá hceðum
og geislar þess lýsa upp gamalt og nýtt