Blik - 01.05.1961, Síða 196
194
B L I K
og gegnhita blóðið í œðum,
svo þína vér munum nú hjúkrandi hönd
og hjartað á mannelsku stöðvum
þar senn finnast vel geymd þau ástríkis bönd,
sem áttir í þolgóðum vöðvum.
En glöggt svo þú skiljir, hvað með þessu er meint,
þér minjar vors þakklcetis fcerum
en óskunum verðu til alföður beint,
sem ann þínum silfruðu hcerum
og blessað œ hefur þitt vandasamt verk,
hin veglegu Ijósmóður störfin.
Vér biðjum að himneska höndin guðs sterk
þér hjálpi ncer mest
Ólafur Diðrik, bróðir Önnu
ljósmóður, giftist 1860 Guðríði
Sigurðardóttur frá Dalhjalli í
Eyjum. Þau bjuggu í Sjólyst.
Ólafur Diðrik dó sama ár. Þau
eignuðust eitt barn, sveinbarn,
sem skírt var Sigurður, nafni
móðurafa síns.
Sigurður Ólafsson kvæntist
Guðrúnu Þórðardóttur Einars-
sonar frá Vilborgarstöðum.
Sonur þeirra var Ólafur Diðrik
Sigurðsson. sem bjó lengi á
Strönd við Miðstræti, kvæntur
Guðrúnu Bjamadóttur frá
Skála undir Eyjafjöllum.
(Sjá mynd á bls. 187).
í Sögum og sögnum úr Vest-
mannaeyjum, sem Jóhann
Gunnar Ólafsson safnaði og
Bókaverzlun Þorsteins Johnson
gaf út, heitir ein sagan ,,Huldu-
krefur þörfin.
(Nokkrar konur).
kona vitjar nafns“. Þar er drep-
ið á ýmislegt úr ævi Önnu Val-
gerðar ljósmóður og Stefáns
fyrsta manns hennar. Þar seg-
ir svo: „Meðan þau Anna
bjuggu í Draumbæ, eignuðust
þau dóttur, efnilegasta barn.
Skömmu áður en skíra átti
barnið, kom kona til Önnu í
draumi og bað hana um að láta
barnið heita Ágústu. En engu
þóttist hún lofa um það. Nóttina
áður en skíra átti, dreymdi
Önnu enn hina sömu konu, og
ánýjaði ’hún, að barnið yrði
skírt Ágústa. Anna þóttist þá
spyrja konuna, hver hún væri,
og kvaðst hún vera huldukona.
Neitaði Anna þá að skíra barn-
ið að bón hennar, því hún var
ákveðin í að láta barnið heita
öðm nafni. Um morguninn, þeg-
ar fólkið vaknaði í Draumbæ,