Blik - 01.05.1961, Qupperneq 198
196
B L I K
Benedikta. Nokkru síðar and-
aðist barnið, og segja sumir, að
það hafi aðeins orðið sex daga
gamalt. Þegar séra Jóni var
sagt frá draumi Önnu og letr-
uninni á hurðinni, varð honum
að orði, að hann mundi hafa
skírt barnið Ágústu, hvað sem
Anna hefði sagt, ef hann hefði
vitað þetta.
Árið eftir eignaðist Anna
bam að nýju, og hafði engin
mannsmynd verið á því að sögn
þeirra, er sáu það. Dó það strax
eftir fæðingu.“ .... „Talið var
að barnaólán þeirra hjóna hefði
stafað af því, að Anna varð
ekki við tilmælum draumkonu
sinnar, huldukonunnar.“
(Sögn Guðríðar Bjarnadótt-
ur Ólafssonar í Svaðkoti og
Sæmundar bónda Ingimunndar-
sonar í Draumbæ Sigurðssonar).
Vorið 1910, 4. maí, var Háa-
garðsjörðin „tekin út“, þ. e.
bæjarhús og jörð metin og bor-
in saman við úttekt jarðarinn-
ar, þegar Stefán Austmann
fékk byggingu fyrir helmingi
hennar árið 1869 og Pétur fyrir
hinni hálflendunni 1897.
Þetta vor, 1910, fékk Gunnar
Ólafsson, kaupmaður, byggingu
fyrir Háagarðinum. Við úttekt-
ina gætti Gísli J. Johnsen hags-
muna dánarbús Önnu ljósmóð-
ur f. h. hins eina erfingja henn-
ar, sonarins Jóhanns Lárusar
Austmann, sem dó 28. jan.
1919, 49 ára að aldri.
MYNDIN TIL HÆGRI:
FJÖLSKYLDA JÓNS BÓNDA
PÉTURSSONAR í ÞÓRLAUGAR-
GERÐI EYSTRA í EYJUM.
Fremri röð frá vinstri
1. Rósa Eyjólfsdóttir, kona Jóns
Péturssonar, f. 3. júní 1876. Hún
var systir Guðjóns bónda á
Kirkjubæ Eyjólfssonar bónda
Eiríkssonar.
2. Jón Pétursson, bóndi.
3. Svava Sigurðardóttir, fósturdóttir
Rósu og Jóns og systurdóttir hans,
f 29. jan. 1918.
4. Ingibjörg Sigurðardóttir, stjúpa
Jóns bónda, seinni kona Péturs
bónda Benediktssonar, föður Jóns
bónda.
5. Jón Guðjónsson bónda að Odds-
stöðum, fóstursonur Rósu og Jóns.
Aftari röð frá vinstri:
1. Ármann, einkasonur Rósu og Jóns
bónda, f. 15. des. 1900, d. 1. des.
1933.
2. Fanney Ármannsdóttir Jónssonar.
3. Sólrún Eiríksdóttir frá Kraga á
Rangárvöllum, kona Ármanns og
móðir Fanneyjar.
4 Guðfinna Sigurbjörnsdóttir
Björnssonar, fósturdóttir Rósu og
Jóns.
5. Laufey, dóttir Rósu og Jóns bónda.
Jón bóndi Pétursson var f. 21.
júlí 1867 að Búðarhóli í Landeyjum.
Jón bóndi fékk byggingu fyrir
Þórlaugargerði 11. febrúar 1905 eftir
föður sinn Pétur Benediktsson
Jón Pétursson bóndi var fjölhæfur
verkmaður. Hann var ágætur smiður
og smíðaði m. a. marga árabáta (sér-
staklega skjögtbóta heima við bæinn
í Þórlaugargerði. Einnig var Jón
bóndi slyngur bjargveiðimaður.
Hann var í fáum orðum sagt iðju-
maður með afbrigðum og hygginn
bóndi.
Þ. Þ. V.