Blik - 01.05.1961, Side 201
B L I K
199
í Eyjum. Á jóladag sama ár voru
þau gefin saman í hjónaband eftir
að lýst hafði verið með þeim þrí-
vegis í Landakirkiu
Eftir að Gísli Eng'lbertsson flutt-
ist hingað, gerðist hann verzlunar-
þjónn við Tangaverzlun eða Verzl-
unina Júlíushaab, eins og hún hét
þá. Hann reyndist dyggur og trúr
í starfi og hygginn í verkum og
viðskiptum- Hann var starfsmaður
fyrstu árin hjá J. P. T. Bryde, sem
eignaðist verzlunina 1852, þá tví-
tugur að aldri. Þegar faðir hans,
N N. Bryde, dó, 9. ágúst 1879, erfði
P- J. T. Bryde Garðsverzlun í Eyj-
um. En með því að enginn mátti
eiga tvær verzlanir í Eyjum, eða
reka tvær verzlanir á sama stað,
leigði J, P. T. Bryde Gísla Engil-
bertssyni Júlíushaabverzlun Það
gerðist 1880. Næstu 9 árin rak síðan
Gísli Tangaverzlunina á sínu nafn’.
En það ár gaf J. P. T- Bryde syni
sínum Herlug Bryde Tangaverzlun-
ina. Eftir það var Gísli talinn verzl-
unarstjóri þeirrar verzlunar, þar til
H. Bryde hætti verzlunarrekstri
1893.
Síðustu æviárin dvöldust þau
hjón, Gísli og Ragnhildur, hjá syni
sínum Þórarni gjaldkera að Lundi
1 Eyjum og konu hans Matthildi
Þórarinsdóttur.
Gísli Engilbertsson var góður
hagyrðingur. Við birtum hér eilít-
ið sýnishorn af kveðskap hans.
brúðkaupskvæði
ort, er Þorsteinn Jónsson í Lauf-
ási og Elínborg Gísladóttir, dótt-
u Gísla verzlunarstjóra, giftu
sig, 22. nóvember 1903.
Saklaus gleðin helg og hrein,
hún skal með oss vera,
avöxt mun á grcenni grein
guðs í nafni hera.
Látum hrosin lauga kinn
Ijóss í geislum björtum,
syngjum gleði í sálir inn,
sorg og hryggð úr hjörtum.
Gott er ei, var Adam tjáð,
einsamall að htia.
Þótt sé gamalt þetta ráð,
því samt flestir trúa.
Meðan varir vatn og grnnd,
vermir sól og eldur,
sér mun festa halur hrund.
Helg því ástin veldur.
Undra máttar gegnum geim
gengur náðarljóminn.
Hann í sálarsólar heim
sýnir kcerleiks blómin.
Sýnir tryggð sem grein við grein,
guðs með krafti styður,
út svo breiðast blöðin hrein.
Blómstri hjónafriður.
Tryggðum bundin hjá oss hjón
hér sem blóm nú standa
ung og fjörug, frið í sjón,
frjáls og hrein í anda.
Eiga þau sér grcena grein,
guð sem blessað hefur.
Móðurástin helga, hrein
hana örmum vefur.
Hjálpar lifðu engir án,
öllum dug þótt beittu.
Barnavinur barnalán
börnum þinum veittu.