Blik - 01.05.1961, Síða 202
200
B L I K
Drottinn hjónum leggi lið
lífs i sceld og brautum,
að þau víki aldrei við
út af skyldubrautum.
Guðdómsnáðar geislasól
gleðji hjón og blessi,
trú og von og vinaskjól
vegum á þau hressi.
Guð vors auðs síns gnægttm af
gjafir veiti hjónum.
Sólin, loftið, láð og haf
títi þau hýrum sjónum.
Drottinn okkar blessi byggð,
blessi hjónafriðinn,
upp mót sólu, dáð og dyggð
dagur unz er liðinn.
Vertu iðinn
Sé iðjusem-in okkur kær,
oft í sálu friður grær,
þá margut háu marki nær
og margur hjálpað öðrum fær.
Iðjuleysi eyðir þrótt,
iðjuleysi svæfir drótt.
Oft því fylgir eyðslusótt,
óhóf, svall og slark um- nótt.
Iðjusemi um ævistund
oft hún færir gull í mund,
iðulega styttir stund,
styrkir heilsu, gleður lund.
S T Ö K U R .
Vínið og vitið
Brennivíns nú bunar lind
bragnar róminn hækka.
Ymsra fýkur vit í vind,
við það krónur fækka.
Jómfrúhitinn
Jómfrúhitinn ekki er
orðinn á marga fiska.
Einhver skollinn burt hann ber,
bágt er á að gizka.
Eftár 1. des. 1918
Danir Island vingast við,
vilja hvorir annars frið.
Arin líða, tími og tíð,
tekur enda sérhvert stríð.
e-------------------------------
RITNEFND BLIKS
að þessu sinni skipa:
Þorsteinn Þ. Víglundsson, formaður.
Sigríður Jakobsdóttir, 3. bóknáms.
María Gunnarsdóttir, 3. bekk verkn.
Áki Haraldsson, 1. bekk C.
Kristján Eggertsson, 1. bekk B.
Stefán Jónsson, 1. bekk A.
Kristján Oskarsson, 2. bekk A.
Rut Óskarsdóttir, 2- bekk B.
Steinar Árnason, 2. bekk C.
PrentsmiSja Þjóðviljam h.f.