Blik - 01.05.1961, Page 208
B L I K
206
LÚÐRASVEIT í VESTMANNAEYJUM 1925.
Ajtari röð frá vinstri: 1. Gisli Finnsson, fimleikakennari; 2. Arni Arnason, simritari;
3. Ingi Kristmanns, bankamaður; 4. Haraldur Eiríksson, rafvirkjameistari. —
Fremri röð frá vinstri: 1. Hjálmar Eiriksson, verúunarmaður; 2. Filippus Arnason,
Ásgarði; 3. Kristinn Jónsson, Mosfelli; 4. Ragnar Benediktsson frá Mjóafirði; 3.
Harald Björnsson, sonur Baldvins Björnssonar.
TÍUNDARSKÝRSLA VESTM.HREPPS
Niðurstöðutölur þessarar skýrslu eru
ærið fróðlegar þeim, sem ánægju hafa
af að skyggnast inn í líf og störf, tök
og tækni liðinna kynslóða hér í Eyjum
fyrir 100 árum eða þar um bil.
Þetta eru niðurstöðutölur skýrslunn-
ar, sem gjörð er fyrir 100 árum eða
haustið 1860:
49 jarðir voru þá í ábúð í Eyjum,
þar af ein túnlaus: Yzti-Klettur.
33 tóinthús
98 heimili
475 manns, þar af 15 ,Jiúsfólk“
106 verkfæri, flest pálar og rekur
35 kýr
9 mylkar kvígur
217 ær með lömbum
337 lömb
109 tvævetlur og eldri ær lamblausar
163 ær eins árs gamlar
11 hestar
28 hryssur
1 10-æringur
7 8-æringar
6 4-æringar
18 tveggjamannaför
1 naut, sem Sigurður Torfason hrepp-
stjóri á Búastöðum á.
100 kálgarðar eða rúmlega einn á hverja
fjölskyldu
2736 faðmar hlaðnir túngarðar, sem
enn mótar fyrir víða á Heimaey, þó
mjög sé nú gróið orðið yfir þá,
svo að þeir eru víða sem grasigrón-
ir hryggir í túnum býlanna, þar
sem ræktað hefur verið tún utan
við þá á liðnum 100 árum. Leyfar
þessara gömlu túngarða hverfa nú
ört, sérstaklega á túnum þeim, sem
næst liggja bænum, og hverfa sem
óðast undir byggingar. Þ. Þ. V.