Blik - 01.05.1961, Page 209
Ferðaminningar
Reykjavík -- Vestmannaeyjar -- Vík í Mýrdal
Þessi stutta ferðasaga gerð-
ist eitt sumarið á 1. tugi 20.
aldarinnar. Vetrarvinnu og vor-
vertíð suður með sjó var lokið.
Ég var kominn til Reykjavíkur
°g var á heimleið, og ég átti
heima austur í Skaftafellssýslu.
Um tvennt var að velja:
Ganga austur alla leið eða fara
sjóveg. Vermenn voru vanastir
göngunni, en hún var þreytandi
eftir stritið á vetrarvertíð og
við vorannir. Hitt var léttara
°g fljótara að fara sjóleiðina
austur í Vík í Mýrdal, ef veður
leyfði og sjór.
Á þessum árum hafði „Hið
sameinaða gufuskipafélag“ tvö
ship í strandferðum hér við
land: ,,Skálholt“, vestur og
norður, og ,,Hóla“, austur og
norður. Bæði þessi skip sneru
jafnan við á Akureyri og fóru
þá sömu leið til baka.
Eg hitti nokkra Skaftfell-
mga, sem komnir voru í bæinn.
Þeir höfðu ýmist verið til fiskj-
ar á skútum eða unnið um vor-
hjá bændum í nágrenni bæj-
arins. Þeir kváðust ætla austur
með „Hólum“. Mér flaug í hug
að fara eins að, enda þótt land-
gönguskilyrði í Vík væru jafn-
an tvísýn og ótrygg. Einhver
sagði, að fara mætti af skip-
inu í Vestmannaeyjum, ef illa
liti út með lendingu í Vík. Frá
Eyjum væru svo oft ferðir upp
í Landeyjar eða undir Fjöllin
og sjaldan lengi ófær sjór um
hásumarið.
Einn daginn stóð þessi aug-
lýsing skráð stórum stöfum í
glugga hjá Ziemsen: „Hólar
fara austur 9. júlí kl. 9 árdeg-
is.“ Teningnum var kastað. Sjó-
ferðarævintýrið valið.
Ég fékk lánaðan handvagn
og flutti farangur minn á af-
greiðsluna. Þá voru þar hvorki
hafskipabryggja né hafnargarð-
ar. Skipin lágu við akkeri úti
á höfn, þar á meðal ,,Hólar“.
Við félagarnir tókum okkur far
með litlum árabáti frá Stein-
bryggjunni og höfðum með
okkur farangur okkar. Hann
var merktur okkur og svo stóð
á merkisspjaldinu orðið „passi-
séragóss“. Farangurinn mátti
vera allt að 100 pundum (50
kg.) en var rauríar talsvert
meira hjá sumum.
Báturinn lagðist við stigann,
sem hékk niður með skipshlið-