Blik - 01.05.1961, Side 210
208
BLÍK
inni, en farangurinn var hand-
langaður upp annars staðar.
Á tilsettum tíma var pípt
burtfararmerkið, létt akkeri og
lagt af stað.
Við félagarnir fórum með
farangur okkar niður í lest. þar
var fjöldi fólks að búa um sig,
karlar, konur og jafnvel börn.
Hver fjölskylda eða félagshóp-
ur afmarkaði sér rúm með köss-
um, pokum og skrínum, eftir
því sem hægt var. Einkum voru
það konur, sem lögðust þegar
fyrir og breiddu ofan á sig
teppi eða sængur. Aðrir sátu
eða voru á ferli.
Veður var stillt. Skipið öslaði
sjóinn og stefndi á Keflavík.
Þar var fyrsti viðkomustaður
þess og mjög stutt viðdvöl.
Nokkrir farþegar bættust við
og áfram var haldið.
Brátt fóru hreyfingar skips-
ins vaxandi. Þá breyttist lífið
í lestinni. Börn tóku að gráta,
konur að veina, því sjóveiki
þjáði marga. Áfengispúkinn
skaut upp höfði hér og þar og
náði allmörgum á vald sitt.
Sumir sungu eða kváðu. Aðrir
öskruðu ókvæðisorð og pústrar
gengu, ef svo bar undir. Margir
voru líka hjálpfúsir og reyndu
að leggja lið þeim, sem erfitt
áttu. Sumir reyndu að stilla
ofstopamennina og þá ölóðu. —
Þannig bárust margsháttar
hljóð að eyrum og margvísleg-
ur „ilmur“ að vitum manna.
Sannarlega var þetta fólk, sem
þjappað var saman í lestina
eins og dýrum, ekki öfunds-
vert. Og mestur hluti þess átti
sólarhringa ferð fyrir höndum,
því að leiðarendi þess var ein-
hversstaðar á Austfjörðum. —
Mat hafði það með sér og kaffi-
könnur. Heitt kaffivatn fékk
það í skipseldhúsinu og mun
hafa kostað 5—10 aura á könn-
una. Stór tunna var fjötruð úti
við borðstokkinn á lágþiljum.
Þar gátu lestarbúar fengið vatn
með því að sökkva blikkmáli,
sem þar hékk í bandi, niður um
sponsgatið, sem annars var
lokað með stórum tappa. Ekki
fannst mianni vatnið sóírlega
lystugt, þar sem margir drukku
af barmi málsins.
Á afturhluta skipsins var
hærra þilfar. Þar máttu lest-
verjar helzt ekki vera, því að
það var ætlað þeim, sem voru
á 1. og 2. farrými. Samt stálust
lestarbúar þangað upp öðru
hvoru til að skoða sig um.
Ekki bar neitt markvert til
tíðinda, nema þá það, að ofur-
ölvi einn kvaddi tóma flösku
með því að slá henni við járn-
súlu, svo að glerbrotin hrukku
víðsvegar um lestina og veittu
nokkrum undir, sem úr dreyrði.
Áfram mjakaðist kuggurinn.
Vindur fór vaxandi. Vestmanna-
eyjar komu í ljósmál, rismiklar
og tignarlegar. Um það bil kom
einkennisbúinn maður ofan í