Blik - 01.05.1961, Page 211
B L I K
209
lestina og spurði um farþega til
Vestmannaeyja. Einhverjir gáfu
sig fram. Þeir greiddu fargjald-
ið og fengu farseðla. Loks var
lagzt við akkeri austur á Vík-
inni, suður af Yztakletti. Stinn-
ingskaldi var á og sjór ókyrr.
Fljótlega komu bátar frá landi
með fólk og farangur, sem var
tekið um borð, og eitthvað af
vörum var tekið í land.
Skipstjórinn á ,,Hólum“, sem
mig minnir að héti O. Jakob-
sen, gætti sjálfur hliðsins, sem
opnað var á öldustokknum. Ein-
hverjir, sem lengra ætluðu,
vildu skreppa í land, en 'hann
aftók það með öllu. Einn kom
þar all mjög drukkinn og vildi
ryðjast ofan í bátinn. Skip-
stjóri vék honum frá. Aftur
kom sá ölvaði og stjakaði við
þeim danska. Þá fékk hann all-
þungt högg í höfuðið. Það dugði
til þess, að hann hætti við á-
form sitt, þó ekki orðalaust.
Ekki var lengi legið í Eyjum,
eftir að afgreiðslu var lokið.
Og nú var Vík í Mýrdal „næsta
höfn“. Aftur kemur ,,sá gyllti“
(stýrimaður) og hrópar: „Far-
seðlar til Víkur“. Menn gáfu
sig fram. Hver greiddi sitt
gjald, 4 krónur, og fékk sinn
seðil.
Vel sást til Mýrdalsfjalla, og
voru þau vingjarnleg að venju.
Loks tókum við Skaftfelling-
ar að bisa við að koma dóti
okkar upp á þilfar og biðum svo
þess, er verða vildi. Mörg
féll báran hvít að söndum, það
sáum við. Hitt vissum við líka,
að Víkurmenn voru volki vanir
og slungnir að sjá við glettum
Ægisdætra. Við Dyrhólaey var
skipsflautan þeytt af krafti,
brátt skriðið austur fyrir Reyn-
isdranga og lagzt á venjuleg-
um stað.
Nokkur stund leið. Opið skip
sást koma frá landi. Það lagð-
ist að síðu „Hóla“ og menn
ræddust við. Formaðurinn, Jón
Þorsteinsson, sagði sjó viðsjál-
an. Sennilega kæmi þó annað
skip út. „Aðeins konur og las-
burðamenn í land‘, hrópaði
skipstjóri. Þessu fólki var hjálp-
að niður í bátinn. Ég sá, að
Sigurður Ólafsson á Steinsmýri
var kominn í bátinn. Ég stóð
mjög nærri Jakobsen gamla og
stakk farseðli mínum í hönd
hans. Hann ýtti mér að hliðinu.
I þeirri andrá lyfti aldan bátn-
um og ég stökk ofan í skutinn.
Um leið slepptu þeir og ýttu
frá. „Þar skall hurð nærri hæl-
um“, sagði einhver bátsverjinn.
„Litlu munaði, að þú lentir í
sjóinn,“ sagði hann við mig.
Ég veifaði til félaga minna,
sem eftir voru, og þeir á móti.
Farangur minn var að visu
eftir á þilfarinu. En ég vissi,
að hann mundi verða tekinn til
hirðingar.
Knálega var róið til lands,
því að bátsverjar þóttust sjá, að