Blik - 01.05.1961, Qupperneq 217
B L I K
215
dálaglega undi lífi.
Ofþekkt niptin öllum seggjum
úteyjanna lyfti barmi.
Við kváðum nú og spurðum.
„Mitt er að yrkja, ykkar að
skilja,“ sagði Óskar.
Þá var Erlendur auga kall-
aður til, því að hann var kunn-
ur kveðskaparmaður og rím-
fróður í bezta lagi. Hér sagði
hann Tóta vera titlaðan dyggð-
umprýddan konungsson, sem
faðmaði að sér dýrlega mey,
er yndi vel lífinu í faðmi hans,
og fimlega færust honum faðm-
lögin. Um áhrif hennar á hjörtu
hinna bjargveiðimannanna vildi
hann ekkert segja.
Við, sem aðrir góðir íslend-
ingar, dáðum hinn ómengaða
Bölverksmjöð í dýrum hornum
fram reiddan.
Nú var skorað á Torfa að
halda fram með skrítlurnar.
Hér kemur ein, sem sannar
hugkvæmni Sveins á Skálum.
Árið 1950 hitti Sveinn á
Skálum landa sinn, sem lengi
hafði verið búsettur í Ameríku.
„Grobbnir allir þeir karlar, eft-
lr því sem sagt er,“ hugsaði
Sveinn ,,og skal hann ekki
koma að tómum kofanum hjá
^ór, ef hann byrjar". Land-
arnir ræddu um heima og
Seima af djúpri speki og mik-
hii sannleiksást. Loks ræddu
Þeir um amerísk læknavísindi.
»Já, okkar læknar eru komn-
ir langt í tækni og vísindum,
það má nú segja“, sagði ame-
ríski íslendingurinn. ,,Nú taka
þeir úr þeim hjörtun, gera við
þau og láta þau svo á sinn stað
aftur“.
,,Já, víst er það sniðugt“,
sagði Sveinn á Skálum, „en
svo langt er hann Einar okkar
kominn líka. Hann tók nú bara
höfuðið af einum hérna um
árið, skóf það innan og 'hreins-
aði vel og setta það svo á aft-
ur. Þessi náungi hefur síðan
verið mörg ár í bæjarstjórn
og staðið sig þar áberandi vel“.
Við hlógum hjartanlega að
þessari snjöllu skrítlu, ekki
sízt sökum þess, hve snilldar-
lega Torfi sagði frá.
Þegar hlátrinum lauk, kvað
Lási lúrifax við raust gamlan
húsgang.
„Brögnum flestum blöskradi,
hve blundaöi þundur stála,
því átján sinnum öskraÖi
í hann Svein á Skála”.
Og enn var skorað á Torfa
að segja svo sem tvær skrítlur
til.
Kauptu ekkii neinn óþarfa
Vestmannaeyingar höfðu
samþykkt að loka skyldi áfeng-
isverzlun ríkisins. Svo var gjört.
Lítið var því um sterka drykki
í bænum um skeið. Þá gerðu
nokkrir þorstlátir Eyjaskeggj-
ar út einn af félögum sínum og