Blik - 01.05.1961, Síða 218
216
B L I K
sendu hann til Reykjavíkur til
áfengiskaupa. Árni Valda tor-
tryggði peyja þennan og fylgdi
honum til skips. Um leið og
skipið leysti festar, kallaði Árni
til félagans: „Þú mátt ekki
kaupa neinn bölvaðan óþarfa
fyrir peningana okkar. Þú verð-
ur að kaupa áfengi fyrir þá
alla, eins og þeir leggja sig.“
Lakkrís fyrir 15 aura
Það gerðist á dögum Sigurð-
ar Sigurðssonar, lyfsala og
skálds frá Arnarholti. Þrír
strákar komu inn í Lyfjabúð
Vestmanrtaeyja, og bað einn
þeirra um lakkrís fyrir 10 aura.
Lyfsalinn klöngrast upp búðar-
tröppuna og teygir sig eftir
lakkrískrukku í efstu hillu.
Þegar hann svo hefur afhent
lakkrísinn og gengið frá krukk-
unni á ný, biður annar drengur
um lakkrís fyrir 10 aura. Aftur
varð lyfsalinn að paufast upp
tröppuna og teygja sig eftir
krukkunni. Þá segir hann við
þriðja strákinn: „Ætlar þú þá
ekki líka að fá lakkrís fyrir
10 aura, Konni?“ „Nei“, anz-
aði strákur. Þá gekk hinn þungi
lyfsali frá lakkrískrukkunni í
efstu hillu. Þegar ’hann kom
niður aftur, spurði hann:
„Hvað þóknast þér helzt, Konni
minn?“ „Ég ætla að fá lakkrís
fyrir 15 aura“, svaraði strákur.
Þá kvað Kiddi hástöfum og
lyfti bauk gegn Torfa:
Viltu í nefið, vinur, fá,
veit ég kvefið minnkar þá.
Mœrðarstefið mitt skal tjá,
að mér var gefið baukinn á.
Nú bauðst Lási lúrifax til
að segja eina eða tvær skrítlur.
Það boð var þegið með þökk-
um.
Jón skal hundurinn heita.
Áður fyrr áttu Eyjabændur
æði marga hunda. Af þeim
greiddu þeir skatt í landssjóð,
eins og lög gerðu ráð fyrir.
Eitt sinn lét sýslumaður lög-
regluþjón sinn taka fastan
hund bónda eins og setja í
geymslu. Bóndi hafði þrjózkazt
við að greiða hundaskattinn.
Síðan gerði sýslumaður bónda
orð að finna sig að máli. „Ósk-
ið þér að eiga hundinn fram-
vegis?“ spurði sýslumaður. „Já,
vissulega“, svaraði bóndi. „Þá
verð ég að skrá hann í bækur
embættisins“, sagði valdsmað-
urinn, „hvað heitir hundurinn?"
„Hann heitir ekki neitt“, sagði
bóndi. „Við höfum bara kallað
hann hund og ekkert nema
hund“. „Eitthvert nafn verður
hundurinn að bera“, sagði
sýslumaður. „Getur sýslumað-
urinn þá ekki gefið honum eitt-
hvert nafn?“ spurði bóndi. „Nei,
það er ekki mitt að gera það“,
svaraði sýslumaður með valds-
mannsróm. — Eftir nokkra
þögn spurði bóndinn: „Hvað