Blik - 01.05.1961, Page 219
B L I K
217
heitir lögregluþjónninn, sem
sótti hundinn?“ „Hann Jón
sótti hundinn“, anzaði sýslu-
maður, „hér er ekki um annan
að ræða“. „Þá skulum við kalla
hundinn Jón“, svaraði bóndi.
Enginn vandi að skrökva, ef
menn vilja hafa sig til þess.
Kaupmaður í Eyjum hafði
fundið að því við búðarþjón
sinn, að hann segði stutt og
klippt, að vara væri ekki til, ef
hún var ekki fáanleg í verzlun-
inni. „Þú átt að segja, að því
miður sé varan ekki til eins og
stendur, en verzlunin geti út-
vegað hana með stuttum fyrir-
vara, eða þá að hún sé á leið-
inni til okkar og verði til sölu
innan skamms", sagði kaup-
maður.
Eftir nokkra daga datt kaup-
manni í hug að reyna búðar-
þjón sinn og hringdi í verzlun-
ina til þess að spyrja eftir vöru,
sem hann vissi, að var ekki til
og hafði aldrei verið til. „Haf-
ið þér til viðarull?“ spurði hinn
nafnlausi við hinn enda sím-
ans. „Nei, því miður“, svaraði
búðarþjónninn, „við sendum
það síðasta af henni til Ame-
ríku, en við fáum hana mjög
bráðlega aftur. „Voru þá „Kan-
arnir“ orðir uppi-skroppa af
viðarull?" var spurt. „Það lít-
ur út fyrir það,“ sagði búðar-
þjónninn. „Hvað kyldu þeir
gera við alla sína viðarull?"
spurði ókunna röddin“. „Þeir
ala tréhestana sína á henni“,
svaraði búðarþjónninn.
Þegar hér var komið sögu,
vildi Guffi gossi komast að með
skrítlurnar sínar. Þær koma
hér:
Varð víst sjálfdautt.
Fyrir nokkrum árum bjó í
tómthúsi hér í Eyjum sérstak-
lega meinyrtur náungi, sem á
marga afkomendur hér í bæ.
Eitt inn leitaði 'hann læknis,
L