Blik - 01.05.1961, Side 220
218
B L I K
og var þá Þorsteinn Jónsson
læknir hér. Þennan dag átti
sér stað jarðarför í bænum.
„Hvern er verið að jarða
í dag?“ spyr læknir. Tómthús-
maðurinn gat frætt lækninn um
það og sagði það eitthvert gam-
almenni.
„Nú, og aldrei sóttur til þess
læknir“, sagði læknirinn.
Tómthúsmaðurinn: „Nú, það
hefur þá víst orðið alveg sjálf-
dautt“.
Á öðrum staðnum enginn, á
hinum staðnum allir.
Kunnur borgari í Eyjum var
á síldarbát fyrir Norðurlandi,
sóði með afbrigðum. Eitt sinn
í slæmu veðri lagðist Eyjabát-
ur þessi við bryggju í Siglu-
firði. Skipverjar hugðu á land-
göngu og dansleik um kvöldið.
Þá sögðu þeir við hinn kunna
Eyjaborgara: „Þvoðu þér nú
rækilega og hafðu fataskipti,
svo að þú verðir ekki okkur
og Eyjunum til skammar í
kvöld fyrir Iskítinn og gösl-
háttinn".
„O, fjandakornið“, sagði
göslarinn, ,.hér þekkir mig eng-
inn“.
Um haustið þegar heim kom
af síldveiðunum, sögðu skip-
verjar hið sama við göslarann.
„O, fjandakornið“, sagði hann,
„það tekur því ekki, því að hér
þekkja mig allir".
Við hlógum dátt að þessum
skrítlum Guffa gossa, ekki
minnst sökum þess, að hann
var sjálfur hinn mesti göslari,
rifinn og tættur (sjá mynd).
Og enn hélt Gossi áf ram:
Ég set negluna í
Eyjastrákur dvaldist að
sumrinu hjá bóndahjónum, sem
bjuggu utarlega með firði
nokkrum. Strákur þurfti iðu-
lega að ferja sveitarmenn yfir
fjörðinn til þess að stytta þeim
leið heim. Þeir réru þá jafnan
með drengnum.
Oft þurfti hann að ferja
einn af embættismönnum ríkis-
ins og sat hann þá jafnan í
skut og lét drenginn róa einan.
Eitt sinn, er drengur ferjaði
embættismann þennan, kom
svo mikill leki að bátnum, að
embættismaðurinn varð að
standa í austri alla leiðina til
þess að vama því, að kænan
sykki undir þeim. Kófsveittur
steig embættismaðurinn á land
úr kænunni eftir austurinn.
„Hvernig ferðu nú að með lek-
ann, þegar þú ert orðinn einn?“
spurði hann Eyjadrenginn. „Ég
set negluna í“, sagði dreng-
urinn um leið og hann ýtti frá
landi.
Hverjum sængaði hún hjá?
Vestmannaeyingar stofnuðu
nautgripaábyrgðarfélag árið
1893. Þetta þótti merkilegt
framtak og virðing mikil með-