Blik - 01.05.1961, Page 221
B L I K
219
al bænda að vera kenndur við
stjórn þess fyrstu árin.
Bóndi nokkur á austanverðri
Eyjunni hafði lengi æskt nokk-
urra mannaforráða, en honum
hafði ekki til þessa tekizt að
fá sæti í nokkurri stjórn eða
nefnd í hreppsfélaginu. Þegar
svo eitt sinn var kosið í stjórn
nautgripaábyrgðarfélagsins, var
bóndi þessi kosinn varamaður
í stjórnina. Hann var mjög
upp með sér af þessum frama
og óskaði ekki að flíka neinu
um þessa mikilvægu mannvirð-
ingu, þegar 'hann kom heim um
kvöldið að loknum fundi.
Við kaffiborðið morguninn
eftir gat hann samt ekki þag-
uð lengur yfir upphefð sinni.
Þá tók hann til máls. „Veiztu,
kona, hjá hverjum þú hefur
sofið í nótt?“ ,,Hö, hö, ætli ég
hafi sofið hjá nokkrum öðrum
en þér eins og ég er vön“,
hreytti kerling út úr sér.
Bóndi: „Það er bezt, að þú
yitir það, kona, að þú hefur
sofið hjá varamanni í stjórn
Nautgripaábyrgðarfélags Vest-
uiannaeyja“.
Allar giftast þær.
En sá smekkur!
Eitt sinn á dögum Sigurðar
iyfsala frá Arnarholti kom
kunnur ,,lampa“-þambari inn í
iyfjabúðina. Tóbakstaumarnir
úr hvoru munnviki lágu niður
ú höku. Hárlubbinn hafði auð-
sjáanlega ekki verið greiddur
í nokkra daga. Órakaður var
hann og rónalegur. Hann vildi
fá keypt sitt daglega lyf. Með-
an hann bíður afgreiðslu, rek-
ur hann augun í stórt glas á
búðarborðinu. Á miðanum á
glasinu stóð andlitsmynd og
orðið „Gift“ þar undir. Þá seg-
ir viðskiptavinurinn: „Mikið
andskoti er hún ljót og óræsti-
leg þessi, og þó segist hún vera
gift. Já, það er von hún státi.
Allar giftast þær. En sá smekk-
ur okkar karlmannanna!
Þau höfðu afráðið það
fyrir löngu
Það bar við á 18. öld. Tveir
bændur bjuggu á Búastöðum.
Annar var ógiftur en hinn aldr-
aður og átti miðaldra konu.
Hinn aldraði bóndi lá veikur
og dró heldur af honum. Eitt
sinn ávarpaði hann konu sína:
„Eg býst við dauðia mínum
innan skamms. Þegar ég hug-
leiði framtíð þína, vildi ég
einna helzt, að þú giftist ná-
grannanum eftir minn dag“.
„Blessaður góði, hafðu ekki
áhyggjur af því“, sagði konan,
„því að það höfum við afráðið
fyrir löngu, hann og ég“.
Droparnir búnir, pillurnar
eftir
Það gerðist á dögum hopp-
mannsdropanna, að Halldór
læknir hitti sjúkling sinn á