Blik - 01.05.1961, Síða 222
220
B L I K
götu. „Jæja, Jónas, hvernig
líður þér? Ég vona, að þú hlýð-
ir því að taka pillurnar inn að
deginum eftir settum reglum
og hoppmannsdropana að
kvöldinu, þegar þú ferð að
sofa.“ ,,Já, það geri ég vissu-
lega. Ég lauk næstum strax við
dropana en ég á hér um bil all-
ar pillurnar eftir enn“ sagði
sjúklingurinn.
•
,,Þá óska ég ekki,“ sagði
Geirmundur gamli, „að segja
þér fleira frá gistingunni í Ell-
iðaey, en get þó bætt ýmsu við,
sem þú gætir haft gaman af.“
Ég þakkaði honum kærlega
og sagðist vilja fá sem mest að
heyra. Ég hugsaði, en sagði
ekki, að bezt mundi vera að
„draga á land“ sem mest, því
að ég sá, að Geirmundur var
hrumur orðinn.
Svo hélt þá Geirmundur í
Bobba áfram frásögn inni.
„Það dróst fram á morguninn,
að Þóroddur sprengur og félag-
ar hans kæmu að sækja okkur.
Þarna í eyjunni var einn af
bændum Eyjanna við heyskap.
Ég óska ekki að nefna hann,
því hann á fjölmennt ættlið í
Eyjum. Bóndi lá þar við í tjald-
garmi. Við heimsóttum 'hann
um morguninn. Svo var ástatt
um hann, að hann hafði sagt
sig úr þjóðkirkjunni og gengið
í sérstakan heittrúarflokk, sem
kallaði sig „Anti-farisea“. Þeim
fannst mikið á skorta, sögðu
þeir, að orð og gjörðir þjóð-
kirkjumanna færu saman. Þeir
sögðu með yfirlætissvip, að þar
„rækist eitt á annars hom,
eins og graðpening hendir
vorn,“ svo sem presturinn á
Bægisá kvað.
Þegar ég kom í tjald bónda,
var hann að snæða árbít. Eftir
snæðing gerði hann bæn sína:
„Kæri faðir, ég þakka þér
innilega fyrir árbítinn og allt
daglegt brauð. Ég þakka þér