Blik - 01.05.1961, Blaðsíða 224
222
B L I K
stúlku, sem þeir E. og H. þekktu
ekki, en G. mundi og þekkti.
/ /
H.: Arni sonur Arna á Grund
afbragðsminni hefur.
OU hann þekkir Eyjasprund
og á þeim Ijsing gefur.
Þá kom mynd af 'hjónum,
sem nafngreind voru. Þau höfðu
ekkert barn átt, þrátt fyrir
langt hjónaband. E. vissi, að
þau bjuggu við góð efni.
G. : Engin hjónin ala börn,
þótt eigi í búi gnóttir,
H. : Astvaldur og gumagjörn
GuSrún Jóhannsdóttir.
H.: Margar hverjar myndirnar
mótaSar á plötunum
E.: sýna okkur syndirnar
og siSleysiS á götunum.
Þá kom mynd af fagurri,
ungri stúlku, sem þeir þekktu
ekki, en ég mundi vel frá mín-
um duggarabandsárum. Ég
sagði þeim sem satt var, að
stúlka þessi hefði verið mesta
kynbomba Eyja á sínum yngri
árum, mörgum hefði hún verið
kær, ýmsum blíð, en þó ekki
lauslát. Þetta þótti þeim skrítin
skilgreining og var nú skorað
á H. að yrkja um kynbombuna
eina ferskeytlu.
H.: Ollum kcer og ýmsum vcer
yngirmcerin, halt' þig fjcer,
því enginn fcer þar lofnarlcer
lostacer, þótt komi ncer.
Með því að mér fannst, að H.
beindi vísunni til mín, súmaði
mér í sinni. Mér fannst sem
hann vildi beina því að mér, að
ég væri lostaær og skyldi því
halda mig fjarri yngismeynni.
G. taldi það mesta misskilning
og róaðist ég.
Mynd kom af gömlum grepp,
sem E. þekkti einn. Þá tók G.
til að yrkja um E.:
Okkur léttir erfiðið
og ávallt heldur vinnuglöðum,
H. : því alla karla kannast við
kundur Gísla á Bessastöðum.
Or einu umslaginu birtist
mynd af Birni Zakaríasi Jóa-
kimssyni, sem hrasað hafði eitt
sinn í Heimakletti, svo að lá
við slysi. Þegar honum hafði
verið bjargað og hann tók að
segja frá svaðilförinni, taldi
hann sig hafa boðið öllum hætt-
um birginn mitt í hrapinu.
Þessa sögu sagði ég félögunum.
H.: Bjössi bauð í hrapinu
birginn öllum hcettum.
G.: Þar var karl í kraþinu,
kominn af bcendacettum.
Mynd kom af fríðri stúlku,
sem gekk með E. í barnaskóla
Vestmannaeyja, sem þá var í
gamla þinghúsinu við Heima-
götu, húseigninni Borg. Siggi
bróðir þeirra var svo feiminn
við stúlkuna, að hann var mið-
ur sín og vakti það athygli