Blik - 01.05.1961, Side 225
B L I K
kennaranna. Stúlka þessi var
sérlega fögur.
G. : Fögur er hún foldargná,
fátt er bar, sem skyggir á.
H. : Helzt ei vatni halda má,
horfi Siggi á pilsará.
Undir lokin kom fram mynd
af Litlu-Gunnu, sem hafði auð-
vitað elskað hann Litla-Jón. All-
ir þekktu hana, glaða og netta,
yndislega og ástargjarna, en
g'iftist þó aldrei og var aldrei
við karlmann kennd.
H.: Engin getur af sér börn,
þótt Amors sé við brunna,
G.: yndisleg og ástargjörn
er hún Litla-Gunna.
Nú var skorað á H. að gera
aðeins eina atómvísu svona til
þess að gleyma ekki nýja tím-
anum. Þá bað hann um frest,
því að háleitur skyldi sá skáld-
skapur, sagði hann.
Hér kemur svo atomvísan
hans H.:
Sálin er í uppnámi
eins og hárin á rófu
kisa gamla í rottuvon.
Þess á milli leikur hún sér
eins og litli kisi við
hnoðað hennar ömmu gömlu.
nJá, Þetta var dýrlegur
skáldskapur, og það þarf skáld-
gáfur á háu stigi til þess að
geta ort svona yndisleg ljóð!“,
sagði ég, af því að ég meinti
það.
223
Nú skoruðu þeir á mig að
hnoða saman einni bögu.
Ég byrjaði og vildi vera há-
fleygur eins og atomskáld.
Heili minn er sem sauðarsmér
og sálin sem þrýst í hólk.
Nú gat ég ekki meira. Þá
bauðst H. til þess að láta Þór-
berg Þórðarson botna.
En „ástin spriklar innan í mér
eins og spenvolg mjólk."
Að lokum var svo skorað á
H. (Gísli, Eiríkur, Helgi), að
segja eina Eyjaskrítlu, áður en
við skildum. Og hér kemur hún:
Þú gætir látið þér detta
í hug,.............
Það bar við um aldamótin
síðustu, að kunnur tómthús-
maður hér í bæ dó drottni sín-
um. Uppboð var auglýst á eign-
um dánarbúsins. Vinnupiltur á
einum Ofanleitisbænum fékk
hug til að kaupa á uppboðinu
heimalninginn, sem tómthús-
maðurinn hafði átt, og fór því
á uppboðið. Samferða piltinum
í bæinn varð vinnustúlka á
næsta bæ.
Piltinum var sleginn heim-
alningurinn. Hann tók hann
undir hendi sér til þess að bera
hann heim. Séra Oddgeir bað
piltinn að halda á dálítilli kimu
fyrir sig í hinni hendinni heim