Blik - 01.05.1961, Page 237
B L I K
235
=^gj] MYNDIN TIL VINSTRI:
Niður til vinstri:
Efsti göngustafurinn er úr dánar-
búi Ingimundar bónda Jónssonar.
Vestmannaeyingar heiðruðu hjónin
Ingimund og Margréti konu hans á
gullbrúðkaupi þeirra haustið 1908
með því að halda þeim samsæti og
færa þeim gjafir. Þá gáfu þeir Ingi-
mundi þennan staf en Margréti
húsfreyju gáfu þeir silfurnælu úr
gulli. Margt fleira úr dánarbúi
þeirra hjóna er á minjasafninu.
Þennan staf gaf safninu Jón Stef-
ánsson í Mandal, en Ingimundur
var langafi hans.
Naest efsti stafurinn á myndinni
er úr dánarbúi Árna Filippussonar
skólanefndarformanns í Ásgarði við
Heimagötu. Kennarar barnaskóla
Vestmannaeyja gáfu honum stafinn
á 70 ára afmæli hans 17- marz 1926
fyrir fórnfúst starf og mikilvægt
til gengis barnaskó’a kaupstaðarins.
Árni Filippusson var fyrst kosinn
í skólanefnd hér 1908 og var gjald-
keri barnaskólans og formaður
skólanefndar frá 1916 til dánardæg-
urs 6. janúar 1932. Gefendur: Börn
Arna og konu hans Gíslínar Jóns-
dóttur.
Þriðji stafurinn er úr dánarbúi
Halldórs Brynjólfssonar frá Norð-
urgarði. Stafurinn er vinnuhjúa-
verðlaun frá Búnaðarfélagi íslands
veitt Halldóri 1928 fyrir 25 ára
vinnumennsku hjá Jóni bónda í
Gvendarhúsi.
Fjórði stafurinn er úr dánarbúi
Hjarna Þorsteinssonar í Gvendar-
húsi og er vinnuhjúaverðlaun frá
Búnaðarfélagi íslands fyrir vinnu-
Uiennsku í tugi ára einnig í Gvend-
arhúsi- Gefandi: Valdimar Árnason,
Sigtúni.
af
Fyrir neðan stafina eru myndir
4 blóðtökukoppum, sem Ingi-
björg Jónsdóttir húsfreyja í Suð-
urgarði átti og notaði við lækning-
ar og líknarstörf sín hér í Eyjum
um árabil Kopparnir eru nauts-
hornsstiklar með gati. Gefandi: Jó-
hann sonur þeirra hjóna Ingibjargar
og Jóns Guðmundssonar, bónda í
Suðurgarði.
Neðan við b’óðtökukoppana er
mynd af æðabíld úr sama dánarbúi.
Þá er mynd af gamla brunalúðr-
inum í bænum. Hann var notaður,
áður en rafnmagn var tekið í notk-
un, árið 1915.
Neðst er svo mynd af elzta blást-
urshljóðfæri, sem vitað er að hing-
að kom til Eyja, líklega 1902—1904.
Vitað er, að Brynjúlfur Sigfússon,
organisti, sem stjórnaði hér fyrstur
manna lúðrasveit, lék á þetta hljóð-
færi
Niður til hægri:
1. Mjólkurfata og strokkur-
2. Kola úr dánarbúi Einars bónda
Jónssonar og Árnýjar Einars-
dóttur, hjóna í Norðurgarði
vestri Gef: Guðbjörg húsfreyja
í Norðurgarði Einarsdóttir.
3. Kertastjakar úr látúni. Kerta-
stjakinn til hægri er úr dánar-
búi séra Brynjólfs Jónssonar á
Ofanleiti.
4. Prjónuð peningabudda með lás
úr málmi. Hún á þessa sögu:
Sumarið 1895 réru þeir saman á
litlu juli með færi Gísli Lárus-
son bóndi og gullsmiður í
Stakkagerði og Gísli bóndi Eyj-
ólfsson á Búastöðum- Dag einn
stóðu þeir í örum fiski sunnan
við Súlnaskersklakk. Einn þorsk-
urinn ældi upp þessari buddu, er
honum var bylt inn fyrir borð-
stokkinn.
Um og eftir aldamótin sáust
Englendingar hér oft með budd-
ur af þessari gerð
Gefendur: Systkinin Eyjólfur
og Lovísa, börn Gísla Eyjólfsson-
ar.