Blik - 01.05.1961, Side 239
B L I K
237
=^1 MYNDIN TIL VINSRTI:
FRÁ MINJASAFNI VEST-
MANNAEYJA
Niður til vinstri:
Á efstu mynd til vinstri sjást
handfæraönglar, smíðaðir hér í
Eyjum, sökkur, hákarlahneifar, í-
færur, sjóskór og neðst til hægri
eru eirskrár frá króm. Þær eru
Eyjasmíði.
Á næstu mynd er líkan af skip-
inu ísak, sem var byggt á Ljótar-
stöðum í Landeyjum 1836 og gekk
frá Eyjum um tugi ára. Einn af
hásetunum á því nokkrar vertíðir
var Ágúst Árnason, kennari, Bald-
urshaga í Eyjum. Hann var, sem
kunnugt er, smiður góður. Hann
smíðaði líkan þetta og ánafnaði síð-
an minjasafni bæjarins eftir sinn
dag. Þannig er það komið á minja-
safnið-
Neðst er mynd af grautarsleifum,
pottakrókum, gömlum fiskspaða úr
málmi og pottasköfum.
Efst til hægri er mynd af skips-
klukkunni á fyrsta bjargunarskipi
Islendinga og varðskipi, g s. Þór,
sem Eyjabúar keyptu til lands'ns
1920. Það strandaði á Húnflóa
1929. Friðrik Ólafsson, sem var
stýrimaður á skipinu, núverandi
skólastjóri Stýrimannaskóla íslands,
gaf minjasafninu skipsklukkuna og
nafn skipsins, sem sést á myndinni,
°g svo hluta af vélsíma skipsins.
Miðmyndin er af 10 skúfhólkum
aI mismunandi gerðum.
Neðsta myndin er af skinnhönzk-
urn þeim, sem Ólöf Lárusdóttir hús-
Ireyja á Kirkjubóli (Kirkjubæ) átti
asamt fínlegum stokk, sem hún
geymdi þá jafnan í. Ólöf var mikil
nayndarkona og húsmóðir, kona
Guðjóns Björnssonar bónda á einni
aí Kirkjubæjajörðinni og ein af
Búastaðasystkinunum, börnum Lár-
usar hreppstjóra og k. h- Kristínar
Gisladóttur. Þ. Þ. V.
Efri myndin er af tveim nemendum i
lýÖháskólanum á Voss f Noregi veturinn
1959—1960. Stúlkan, sem á móti okkur
snýr, er Edda Aðalsteinsdóttir Gunn-
laugssonar, en hún var nemandi á skóla
þessum þennan vetur. Hin stúlkan er
norsk. Edda fékli þarna mjög ódýra skóla-
vist fyrir atbeina Norrœna félagsins i Rvik.
Neðri rnyndin er af næst duglegustu
sölumönnum Bliks 1960. Frá vinstri:
Arnar Einarsson, Sigurður Jónsson og
Kristmann Karlsson, nemendur þá i 2.
bekk C.