Gisp! - 01.12.1992, Síða 26

Gisp! - 01.12.1992, Síða 26
handriti. Þegar bæði myndir og texti eru langt fyrir ofan meðallag verður útkoman meistaraverk. Og öfugt: þegar myndir og texti eru slæm er útkoman staðfesting á flestum aðfinnslum gagnrýnenda. (Því miður, eins og í öllum listum, er hið slæma mun algengara en hið góða.) í tungumáli myndasögunnar er ramminn grundvallaratriði. Einföld teikning, oftast umlukin ferhyrndum ramma sem stendur stakur, bæði einangraður frá og í nánum tengslum við aðra ramma eins og orð í setningu. Þetta er einfaldasta form myndasögunnar og skv. kenningum „skynheildarinnar,“ hlutarnir sem að lokum eru skynjaðir sem ein heild. Það er því til lítils að dæma hana á grundvelli eins einangraðs ramma (eða þá nokkurra ramma, sem hver um sig er skoðaður án tillits til heildarinnar). Að skilja innihald myndanna frá innihaldi textans er að brjóta gegn heildarhugmynd myndasögunnar. Römmunum er síðan raðað niður, líkt og orðum í setningar, í „teikniræmur“ (myndsyrpur), oftast í nokkrar láréttar raðir á hverri síðu. Eða í blaðsíður þar sem útlína síðunnar afmarkar frásögnina og sett er fram lóðrétt jafnt sem lárétt samhengi rammanna (gagnstætt ræmunum). Þessar blaðsíður og ræmur tengjast svo skipulega innbyrðis í þætti og kafla. Myndasögur fá tungumálið að láni, bæði úr venjulegu máli og máli (frásagnar) listarinnar. Gegnum tíðina hafa þær þróað með sér eigin einkenni, þar sem talblaðran er sú þekktasta, og einnig myndarlegt safn af nýjum merkjum og táknum, aðallega í formi „orðmynda" og „sjón-orðaleikja.“ Þar sem Ijósaperan táknar skyndilega hugdettu/góða hugmynd og svart ský yfir höfði einhvers táknar gremju eða vonleysi. Dæmin eru óteljandi. Tungumál myndasögunnar með nýjungum þess, táknum og hinum litríku „hljóðskreytingum" (KABOOM, PÚFF, BANG) er jafn kunnuglegt og viðtekið og tungumál kvikmyndarinnar. MYNDASÖGUR SEM BOÐMIÐILL Jafnvel fyrir tíð Marshall Macluhans voru myndasögur álitnar fyrst og fremst boðmiðill. Þeir sem það gera hafa nokkuð til síns máls og þessir fordómar hafa verið styrktir til muna af þeim sem selja myndasöguna sem framleiðsluvöru. (Það sama var uppi á teningnum hjá stóru kvikmyndaverunum í Hollywood á sínum tíma og átti sjálfsagt dálítinn part í hnignun og hruni Hollywoodmyndarinnar.) Sögulega hafa tvær meginstoðir myndasögunnar annars vegar verið bókin og hins vegar dagblaðið og afleiðingin af því eru tveir lesendahópar sem að einhverju leyti skarast. í Bandaríkjunum varð það myndasögubókin, sem aðallega beindist að yngri lesendum, meðan dagblaðaræmurnar voru frekar miðaðar við eldri og þroskaðri lesendur. I Evrópu er þessi aðgreining óljósari og myndasögubækur gefnar út jafnt fýrir börn sem fullorðna. Það leikur enginn vafi á að þeir sem lesa myndasögur gera það aðallega sér til skemmtunar en þó verður að gera greinarmun á tvenns konar lesendum: þeim óvirku, sem lesa myndasögur um leið og þeir flettir blaðinu, og hinum virku, sem lesa myndasögur sér til ánægju (kann að vera listræn ánægja, fortíðarþrá eða einhver önnur ástæða). Þeir koma úr öllum þjóðfélagsstigum og úr báðum endum menntunarstigans. Það virðist svo sem hinir lítt skólagengnu njóti myndasögunnar vegna hversu aðgengileg hún er og að hinir forfrömuðu menntamenn hafi tekið myndasöguna upp á sína arma vegna hinna and- menningarlegu eiginleika. (Þetta gerðist fýrst á meginlandi Evrópu, svo í Bandaríkjunum). Sé miðillinn það sama og boðskapurinn getur boðskapur myndasögunnar, sem dregur dár að hefðbundnum listreglum og siðmenntuðu tungumáli, aðeins verið niðurrif. (Þetta atriði hefur, að einu eða mörgu leyti, verið leiðandi röksemd andstæðinga myndasagna). Nokkur orð um myndasögur sem sérstakan boðmiðil. Þær hafa verið notaðar í auglýsingaskyni allt frá dögum Gula drengsins og einnig hafa þær verið mikið notaðar sem áróðurstæki, allt frá óhefluðum, föðurlandsdýrkandi myndasögum Frakka og Englendinga í heimsstyrjöldinni fýrri til vaskra drengja eins og Steve Canyon og Buz Sawyer sem börðust við illu öflin í Vietnam. Þessir tveir boðberar heimsvaldastefnunnar voru svo teknir í karphúsið í kínverskum myndasögum sem var ætlað að breiða út kommúnismann. Sem dæmi um hófsamari notkun myndasögunnar má nefna að hún er einnig mikilvægt kennslugagn. Borið saman við aðra fjölmiðla er myndasagan ekkert sérlega áhrifaríkt tæki hvorki til að sannfæra né til að upplýsa. Hún er ekki eins yfirþyrmandi og kvikmyndin, ekki viðlíka valdsmannsleg og hið ritaða orð né jafn sannfærandi og sjónvarpið. Að myndasagan skuli gagnast best sem listform getur verið dálítill framleiðslugalli en staðfestir um leið heilindi hennar. HINN FRÆÐILEGI GLUNDROÐI MYNDASÖGUNNAR Það hefur farið fyrir myndasögunni eins og kvikmyndinni að hinar almennu vinsældir hafa skyggt á tilverurétt hennar sem listforms. Gagnrýnendur hafa ekki séð einstök tré fýrir skóginum og haldið á lofti þeirri hugmynd að myndasagan sé félagsfræðilegt fýrirbæri og til þess eins að greina á ópersónulegan hátt. T.d. í formi línu- og súlurita sem sýna heildarkostnað við dreifingu, taflna yfir aldur, menntun og störf lesandahópsins o.s.frv., þar með er því afneitað að myndasagan hafi nokkurt fagurfræðilegt gildi. Þetta hefur svo hjálpað til við að skýla fáfræði gagnrýnandans á kraftbirtingu sköpunarinnar í myndasögunni. I raun og veru eru myndasögur mun persónulegri tjáningarmáti en t.d. kvikmyndir, sjónvarp og töluvert margar greinar nútíma mynd- og tónlistar. Hvort sem um er að ræða einn eða fleiri höfunda er hvert atriði gert að hætti listamannsins, ekki aðeins hjá handritshöfundi og teiknara heldur líka hjá þeim sem skrifar textann og þeim er teiknar talblöðrurnar og þeim er dregur útlínur rammans! Þótt til séu efni sem eru á einhvern hátt meðhöndluð fýrirfram eru grundvallartæki myndasögulistamannsins blýantur, blek, penni, pensill og blað. 22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Gisp!

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.