Gisp! - 01.12.1992, Blaðsíða 29

Gisp! - 01.12.1992, Blaðsíða 29
það einnig við um vinsælustu persónurnar: Mutt og Jeff, Binni og Pinni, Krazy Kat meðal annarra. Upp úr 1920 fóru teiknimyndirnar að skila karakterum til myndasögunnar, einn sá fyrsti var kötturinn Felix. En jafnvel á fjórða áratugnum, þegar Mikki Mús, Andrés Ond og önnur sköpunarverk Disneys réðust inn á myndasögumarkaðinn voru myndasögurnar ennþá að leggja til efni í teiknimyndirnar (þá sérstaklega Stjána bláa). Eftir tímabil tilrauna og óhlutlægni, þar sem hefðbundinni fagurfræði teiknimyndarinnar var hafnað, hafa nú teiknimyndagerðarmenn snúið sér í ríkara mæli að fastmótaðri lögmálum. Tilhugalífi myndasögunnar og teiknimyndarinnar er hvergi nærri lokið. LEIT AÐ NÝJUM VIÐMIÐUNUM Það ætti að vera orðið nokkuð ljóst nú að ekki er hægt að þrengja myndasögunni í neina fyrirfram ákveðna kennisetningu. Með tilveru sinni einni saman verst hún öllum tilraunum til þekkingarfræðilegra útskýringa og veitir þvermóðskufulla mótspyrnu gegn hefðbundinni fagurfræði. Og varla er annað hægt en vorkenna gagnrýnendum sem gramir og vonsviknir geta ekki notast við litlu og þægilegu formúlurnar, sem þeir hafa lært svo vel utanbókar, til að útskýra myndasöguna á vitsmunalegan hátt. Myndasagan neitar einfaldlega að láta njörva sig niður. Ein af þrautalendingum gagnrýnendanna (reyndar sú algengasta og minnst upplífgandi) er að afgreiða hana sem ó-list, ó-bókmenntir og ó- marktæka. Þetta átti líka við um kvikmyndina þegar hún kom fram á sjónarsviðið, en aðeins hinum fávísa til furðu hafa bæði myndasagan og kvikmyndin staðið af sér útskúfun verndara Listarinnar, Sannleikans, Fegurðarinnar og menningarlegrar stöðnunar. Það er einkennileg birting á vitsmunalegri spillingu að þurfa sífellt að niðurlægja myndasöguna í nafni myndlistar og bókmennta, þrátt fyrir yfirgnæfandi rök sem hníga að því að hún tilheyri hvorugri greininni. í návist nýí og skapandi tjáningarmiðils verða þau gildi, sem lögð eru til grundvallar, að koma að innan frá miðlinum sjálfum. Það er ekki auðvelt verkefni, ekki auðveldara en með kvikmyndina. Gjörþekking á miðlinum er auðvitað frumskilyrði (með sömu kostgæfni og í öðrum listgreinum). Sú staðhæfmg að myndasagan sé „óæðra“ tjáningarform sem eigi skilið óæðri umfjöllun er særandi dæmi um óheiðarlega röksemdarfærslu. Aðeins með alvarlegum rannsóknum er hægt að skilja formgerðina sem liggur að baki myndasögunni og þá loksins er hægt að móta gagnrýna niðurstöðu. TÍMI OG RÝMI Í MYNDASÖGUNNI Framsetning rýmisins hefur valdið myndasögulistamanninum töluverðu hugarangri frá upphafi. Þar sem hann fæst ekki aðeins við stakar myndir heldur lffrænt samhengi mynda er ekki hægt að leysa vandamálið með fjarvídd eingöngu. Einföld fjarvídd myndi gefa öllum römmunum sama dýptargildi og fletja þá þannig út líkt og myndræmur á egypskum pýramídum. Sumir listamenn, eins og t.d. Chester Gould, gátu hagnýtt sér þetta lögmál en í höndum lakari handverksmanna verður þetta yfirleitt röð hreyfingarlausra mynda. Til að skapa dýpt hafa aðrir myndasögulistamenn gripið til áhrifamáttar ljóss og skugga eða hagræðingar hlutfalla sem á hárfínan hátt bjaga hefðbundna skynjun lesandans á rýminu rétt eins og um samsetta ljósmynd væri að ræða. Fremstu listamennirnir, sem vinna með myndasögur í heilsíðuformi, skapa rými úr hinum óteljandi mögulegu línum (láréttum, lóðréttum og skálínum) * PTófio U'. É9 veré’(la fpíu f KvoW oajiur. £3 dt£p MÍg ■ftekar en at eðolca fw£r eánn enrt eánvJ Sf'KíNi uppsetningarinnar þannig að persónum og hlutum er raðað á síðuna eftir vandlega ígrunduðum lögmálum myndbyggingar. Þau virðast bókstaflega vera í þann mund að sprengja af sér rammana. í myndasögunni stendur tíminn í beinu hlutfalli við rýmið (þetta er einn mikilvægasti munur myndasagna og kvikmynda); rammarnir í ræmunni eða á blaðsíðunni eru brot af tímanum. Því er flæði frásagnarinnar, sem er það hvernig höfundurinn gerir sér tímann í hugarlund, sjaldan samsvarandi flæði tímans, sem er skynjun lesandans á sama tíma. Að auki verður að bera þessi flæði saman við raunverulegan lestrartíma sem getur verið mjög langur (t.d. í dagblaðs- seríum) eða tiltölulega stuttur (t.d. í myndasögubókinni). Glundroðinn sem þetta skapar eykur enn á þann óraunveruleika sem er ein afurð myndasögunnar. Jafnvel saga eins og Gasoline Alley, sem gefur sig út fyrir að fylgja hinum raunverulega tíma og hvers sögupersónur eldast og breytast með lesandanum, gat ekki flúið þessi örlög. Tíminn í myndasögunni virðist ekki hafa neitt lífrænt gildi. Það, sem gerist, gerist ekki af nauðsyn heldur af tilviljun eða tíminn er takmarkalaus og opinn í báða enda, honum er einn- ig hægt að snúa við; ósjaldan fara sögupersónur 10, 20 eða fleiri ár aftur í tímann og taka upp þráðinn að nýju. Myndasagan er gagn-söguleg, ekki vegna þess að hún neiti að takast á við samtímann (það gerir hún oft), heldur vegna þess að raunverulegur tími er óviðkomandi takmarki þeirra. Myndasögur eru nánast fullkomlega lausar við markhyggni (þ.e. að öll framvinda hafi í sér fólginn tilgang). Það sem gerðist í þeim í fyrra virðist ekki skipta þær neinu máli í ár, a.m.k. ekki á neinn orsakandi hátt. Með því að leiða okkur raunveruleikann beint fyrir sjónir gera þær okkur virkari þáttakendur í ímyndununum. Myndasögur hafa því einstaka burði til að leiða okkur inn í þversagnakenndan heim þar sem tímans er neytt eða hann numinn úr gildi; heimur hinnar eilífu nútíðar. VIÐFANGSEFNI MYNDASAGNA Fagurfræðilegt vafstur og viðskiptalegir hagsmunir hafa ávallt keppst um að þrengja viðfangsefni myndasagnanna. Sem söluvara er myndasagan fjölmiðill og höfundar hennar verða að láta lesandanum í té eitthvað sem er grípandi og auðþekkjanlegt. En um leið verður hún að fela í sér hið sértæka ef hún á ekki að verða eins og hver önnur anekdóta (atvikssaga). Vandamál fjöldamenningarinnar er að skapa heim sem er í senn al- og sértækur og stefnir á sama tíma líka að þvf að verða sérstakt listform. Sem svar við þessu hafa myndasögurnar oft gripið til 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Gisp!

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.