Gisp!

Ataaseq assigiiaat ilaat

Gisp! - 01.12.1992, Qupperneq 49

Gisp! - 01.12.1992, Qupperneq 49
fasismans að baksviði, hittir hann rithöfunda, vændiskonur og ein- ræðisherra. Alla þessa reynslu dregur hann saman í eitt: „Það er óseðjandi mýkt kvenna sem mun endurleysa mannkynið." Bandaríski rithöfundurinn Jerome Charyn gerir sér með vissu millibili ákaflega dælt við mynda- söguna. Hann skrifaði fyrir Loustal handritið að bókinni Les Fréres Adamov („Adamov-bræðrunum"). Þar má sjá amerískan glæpamann sem er krypplingur og hefnir sin á mönnunum með því að fjárkúga heilt hverfi í Manhattan, ryðja úr vegi bófaflokkum sem berjast um völdin og táldraga hina fögru Idu Chance. Framvinda sögunnar er mjög einföld og lær- dómurinn sá að hægt sé að glata sál sinni án þess að finna hamingjuna. Loustal er mjög eftirsóttur sem teiknari, enda mjög fær vatnslita- málari, skáld fjarskans og ferða- laganna, og unnandi byggingarlistar. Bækur eins og Zenata Plage („Zenata ströndin"), Pension Maubeuge („Maubeuge-heimavistin") eða Lumiéres du jour („Ljós dagsins") vitna um þetta. Myndir hans eru oft hlaðnar tilvísunum sem sóttar eru í kvikmyndir, Ijósmyndir (þar á meðal hans eigin) og í bókmenntir. Þær blanda ekki aðeins saman list andlitsmyndarinnar og landslagsmálverksins, heldur einnig þeirri sem fæst við minnstu hversdagslega hluti og nær því að skapar sérstaka tilfinningu. K æddur i Brussel árið 1956. Hann ___ er úr arkitektafjölskyldu og nam myndasögugerð við Saint-Luc stofn- unina þar sem hann varð fljótlega aðstoðarmaður hjá prófessor Claude Renard. Síðan 1980 hefur hann gefið út um tylft bóka sem nálgast stað- leysur og hófleysi, fyrst í samstarfi við Claude Renard, síðan við bróður sinn Luc Schuiten, loks við gamlan bekkjar- bróður sinn, Benoít Peeters. Menn SCHUITEN Schuitens eru stoltir, hvort sem þeir eru verkfræðingar eða bygginga- meistarar. Þeir vilja undiroka náttúr- una eða afneita henni og byggja sér heim sem samsvarar alveldisdraumum þeirra. Þannig hefst verk sem tekst beint á við goðsögnina og fæst einkum við byggingarlist og vald og hið karllega og kvenlega. Hreinn klassísismi formsins er undirstaða seiðmagnsins í þessum heimi sem á sér ekki hliðstæðu í myndasögum. Franpois Schuiten og Claude Renard skrifuðu og teiknuðu saman Aux Médianes de Cymbiola, dæmisögu sem sækir innblástur sinn til sögunnar um Ikarus. Cymbiola, fyrsta ímyndaða borgin sem Schuiten bjó til, er byggð á stöpli sem teygir sig til himins. En frá því að pýramídi nokkur glataði upprunalegum segulkrafti sínum eru mennirnir í landi þessu hættir að geta keppt við fuglana. Höfundurinn sýnir strax á sér hlið sjáandans, heillar lesandann með frumlegum formum í myndasögubók sem er teiknuð með litum, án blekteikningar. Franpois Schuiten og bróðir hans Luc lögðust fyrst á eitt við að búa til nokkrar stuttar sögur í formi dæmisagna, meira og minna dularfullra. Smám saman koma í Ijós undirstöður heims, sem er sjálfum sér samkvæmur, og saman hafa þessar sögur skipað sér undir merki Terres creuses („Holar jarðir"). Völundar- húsið, tómið milli fveggja hvela, þar sem annað er innan í hinu, grundvallarlögmál algjörrar samhverfu, eru nokkur svið og fyrirmyndir sem eru notuð til að byggja upp þessar sögur sem hljóta mjög ríkulega umfjöllun í myndmálinu. Með aðstoð rithöfundarins BenoTt Peeters fer sagnahringurinn Cités obscures („Myrkar borgir") með okkur til Samaris, Urbicande, Xhystos, Calvani eða Brúsel, sem allt eru skáldaðar borgir sem hafa teygt út í æsar ákveðna tegund borgar- og félagsskipulags. Eins og í sögum eftir Borges og Kafka rugla stundum einhver furðufyrirbæri þessari fallegu tilbúnu skipan. Þannig verður til annarlegur heimur á útjaðri hinnar þekktu Sögu og Landafræði. Schuiten hefur sagt að teiknimyndasagan geri honum kleift að skapa heima sem yrði of erfitt og jafnvel tæknilega ómögulegt að búa til í kvikmynd. En hann Ijær kvikmyndum líka liðsinni sitt, til dæmis Gwendoline eftir Just Jackin. Fyrir hana gerði hann búninga og vélar ásamt Claude Renard. Eftir það skapaði hann sjónrænan heim kvikmyndar Raoul Servais, Taxandria, sem blandar saman venjulegum myndum og teiknimyndum. Tvö hundruð teikningar voru gerðar við þetta tækifæri, sem náðu anda belgísku súrrealistanna, Magritte og Delvaux. Schuiten sækir innblástur í málverk, kvikmyndir, grafík 19. aldar, en einnig í nútímahönnun og fjölbreyttar myndir jurtaríkisins. Hann virðist búa yfir óþrjótandi myndaforða sem er alltaf mjög draumkenndur. K æddur árið 1938. Janus myndasögunnar, teiknarinn með andlitin tvö, sem ^ vinnur samhliða tvö verk í gjörólíkum stíl. Báðir stílarnir hafa reyndar haft sín áhrif, enda Giraud-Moebius áhrifamesti höfundur myndasagna á áttunda áratugnum. Hann teiknaði dæmigerðan vestra, Les aventures du liutenant Blueberry („Ævintýri Blástakks liðþjálfa"), en undir nafninu Moebius, kannaði hann svo heim hrollvekja og vísindaskáldsagna. Hann er einn af stofnendum „Métal Hurlant" árið 1975 en starfar jafnframt mikið í kvikmyndaiðnaðinum (Alien, Tron, les Maitres du Temps, Little Nemo ...). Hann er bæði listamaður og sjáandi og einn besti fulltrúi franskra myndasagna á bandarískri grund. Blástakkur liðþjálfi, sem Giraud reyndi fyrst árangurslaust að láta líkjast leikaranum Jean-Paul Belmondo, sprangar um síður „Pilote" frá 1963. Þessi sögupersóna er ýkinn og óagaður spilafíkill, en ógnvænleg skytta sem gjörþekkir heim indiánanna og vex sífellt í styrkleika og dýpt. Hann er rekinn úr hernum fyrir rangar sakir og tekur á sig hlutverk útlagans sem er eltur af örlögunum. Jean-Michel Charlier, sem er höfundur fjölmargra ævintýrahandrita, er þarna upp á sitt besta, og Giraud magnar það með teikningum sem eru afar sterkar og hafa mikið seiðmagn. Serían er nú 23 bindi, ýmsar aukasögur voru helgaðar æsku söguhetjunnar. Þegar nokkrar hárbeittar sögur birtust i „Hara Kiri" á árunum 1963-1964 notaði Jean Giraud dulnefnið Moebius. Hann tók það upp aftur áratug síðar, þegar hann teiknaði myndir við atvik sem snertu kynþáttahatur (Cauchemar blanc) („Hvít martröð") og rabelíska fantasíu, Le Bandard fou. Á nokkrum árum teiknaði Moebius hundruð mynda og skapaði stíl sem einkenndist af uppgerðarkæruleysi þar sem hann notaði engan svartan lit en skástrik og punktalínur í staðinn. Þessi mikla grafíska stökkbreyting fór saman við leit að frásagnarformi. Moebius leitast við að sprengja af sér mót hefðbundinnar frásagnar. Honum tekst það fyrst með Arzach, sem er alveg án texta og er stórkostleg lexía í klippingu og lit. Þessi bók er „opiö" verk og dularfullt. Hún er samfelldur fjársjóður mynda sem búa yfir einföldum styrk draumsins. Major fatal („Orlagamajórinn") er titill sem var gefinn eftir á langri, MOEBIUS ruglingslegri sögu sem kom út í þrjú ár sem framhaldssaga leikin af fingrum fram án nokkurs handrits. Gruber Majór er aðeins einn af mörg- um sögupersónum sem koma fyrir i þessari samþjöppuðu frásögn, þar sem listamaðurinn lék sér að því að breyta um stíl frá einum þætti til annars. Major fatal má lesa sem dagbók á dulmáli, þar sem Moebius kannaði frjálslega vitundarstig sín. Alexander Jodorowsky, rit- höfundur og kvikmyndahöfundur af chilensku bergi brotinn, hafði unnið með Moebiusi við og við frá 1975. Á níunda áratugnum mátti sjá þróast helsta verk þeirra með sögunum um ævintýri John Difool (Les aventures de John Difool) (sex bindi). Hér er á feröinni vísindaskáldskapur með miklu sjónarspili sem blandar saman margföldum heimum og margskonar myndgerfingu. Sögurnar segja frá ummyndun spæjararæfils nokkurs sem verður að hetju stjörnuþokunnar. Þessi hugmyndaríka sería býr einnig yfir sinni sérstöku kímni þar sem Moebius gefur heimssmíðum sínum lausan taum. Fran?ois Vié & Thierry Groensteen 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Gisp!

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.