Gisp! - 01.12.1992, Blaðsíða 107
fyrir bíræfni prentsmiðjueiganda sem vildi nýta litmöguleika prentvéla sinna
betur. í fyrstu var einungis um eftirprentanir á dagblaða- og vikuritaseríum að
ræða, en fljótlega fóru að birtast blöð og bækur sem ekki áttu uppruna sinn í
fjölmiðlunum. Mestmegnis var þó um að ræða sögur ætlaðar unglingum. Á
McCarthy-tímanum í Bandaríkjunum voru myndasögur bannfærðar um
stundarsakir fyrir að afvegaleiða ungdóminn. Upp úr því reis bylgja
fullorðinsmvndasagna vestanhafs og náði hún hingað t.d. með MAD-blöðunum.
I Frakklandi og Belgíu hafði fullorðinsmyndasagan hins vegar löngu öðlast sinn
sess sem sjálfstæð listgrein og þar kom engum til hugar að setja bann á útgáfu
myndasagna líkt og gert var vestanhafs. Þýðingar franskra og belgískra
myndasagna tóku þó ekki að birtast hér fyrr en um 1970 — Tinni, Ástríkur o.fl.
Haraldur Guðbergsson hafði, að því er best er vitað, einn íslendinga gefið
út myndasögubók á þéssum rtma. I’ær voru reyndar tvær, Báldúrsdraumur og
Þrymskviða, og voru gefnar út af Máli og menningu. Hvort sem það var út af því
að myndasögur höfðu ekkí áður vcrið settar hér á bók eða vegna þess að litur
þótti ómissandi, þá voru þessar fyrstu íslensku myndasögur gefnar út sem
litabækur. Fyrsta hreinræktaða vikuritamyndasagan, efcir því sem næst verður
komist, er einnig verk Haralds;Guðbergssonar, en það cr sagan utn Sæmund
fróða sem birtist í Fálkanum sumarið 1965. Vtð fengum góðfúslegt leyfi Haralds
til að birta brot úr þeirri myndasögu. Haraldur vinnur nú að endurgerð
goðasagna sinna, að þessu sinni í lit og rneð aðstoð tölvu.
ÓlafurJ. Engilbertsson
TRE YNDIGE SMAAPIGER
efHr Guðmund Thorsteinsson (Mugg)
103