Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Qupperneq 2
2
FJARÐARFRÉTTIR
Jólablað Fjarðarfrétta kemur
nú fyrir sjónir bœjarbúa í
fimmta sinn síðan útgáfa blaðs-
ins var endurvakin 1979. Nú
sem fyrr kappkosta þeir sem að
útgáfunni standa að vanda sem
allra mest til blaðsins, bæði
hvað varðar útlit og innihald.
Áhersla hefur verið lögð á fjöl-
breytt efni og vonandi finna
allir eitthvað viðsitt hæfi Iblað-
inu.
Þótt útgefendur hafi haft I
nógu að snúast við að vinna
blaðið, hefur nú enn sannast hið
fornkveðna, að enginn stendur
einn I stríði. Fjölmargir aðilar
hafa lagt hönd á plóginn við
gerð þessa jólablaðs, og verður
ekki hjá því komist að geta hér
nokkurra þeirra.
Gunnar Hjaltason, listmál-
ari, lánaði Fjarðarfréttum lista-
verkið setn prýðir forsíðu blaðs-
ins og myndir við Ijóð. Stefán
Júlíusson, rithöfundur gaf leyfi
til birtingar á kafla úr skáldsögu
sem hann er með I smíðum, auk
annars efnis sem hann lét I té.
Sigurður H. Guðmundsson
leyfði birtingu á Ijóðum úr nýrri
Ijóðabók sinni. Páll Daníelsson
og Albert Már Steingrímsson
brugðu sér í hlutverk blaða-
manna og tóku viðtölfyrir blað-
ið. Heimilisfrœðikennarar I
skólum bæjarins settu saman
gómsætar mataruppskriftir.
Bjarki Jóhannesson skrifaði um
skipulagsmál. Haraldur Magnús-
son smásögu. Magnús Jónsson
lagði blaðinu til efni frá fyrri
tíð. Hanna Björk Guðjóns-
dóttir tók saman efni úr Flens-
borg. Stefán Snær Grétarsson
og Grétar Guðmundsson
(TARNÚS) teiknuðu fyrir blað-
ið, og Trausti Óttar vann ómœlt
starf við framköllun og stækk-
un Ijósmynda. Þá má heldur
ekki gleyma ónefndum konum,
sem lögðu á sig mikla vinnu við
auglýsingasöfnun og prófarka-
lestur. Þessu fólki og öllum
öðrum sem lögðu blaðinu lið,
þakka útgefendur Fjarðarfrétta
af alhug.
Að venju standa auglýsingar
straum af kostnaði við blaðið
og gera kleift að dreifa því
ókeypis til bæjarbúa. Nú sem
endranœr brugðust auglýsend-
ur vel við, og vonandi eiga þeir
eftir að njóta þess í auknum
viðskiptum, að auglýsa I Fjarð-
arfréttum. Hafi þeir þökk fyrir
sinn hlut.
Að lokum óska útgefendur
Fjarðarfrétta bœjarbúum gleði-
legra jóla og þakka fyrir sam-
starfið á árinu sem er að líða, og
vona að jólablað Fjarðarfrétta
verði sem fyrr, vinsælt og víð-
lesið.
Fjarðarfréttir
RITSTJÓRI OG ÁBYRGOARMAOUR:
Guómundur Sveinsson, Slml 51261
ÚTGÁFURÁÐ:
Ellert Borgar Þorvaldsson
Guðmundur Svelnsson
Rúnar Bryrtjólfsson
Auglýslngasímar: 51261, 53454 og 51298
Helmillsfang: Pósthólf 57, Hafnarflról
Ljósinyndarar:
Ellert Borgar
Jóhann Guðni Reyriisson
Gleðileg jól
Gott og farsælt nýtt ár
Pökkum liðið
< ___________________________>
SIGURÐUR HELGI GUÐMUNDSSON
DRALIM RÚNÍ R
Komin er út Ijóðabókin Draumrúnir eftir Sigurð Helga Guðmundsson sóknarprest í Víði-
staðasókn Hafnarfirði. Bókaútgáfan Rauðskinna gefur bókina út.
Sigurður Helgi er Skagfirðingur að ætt og uppruna. Hann er fæddur að Hofi í Vesturdal
27. apríl 1941. Sigurður vígðist til Reykhóla, en var síðan prestur á Eskifirði, þar til hann tók
við Víðistaðaprestakalli í Hafnarfirði 1977.
Eftir Sigurð hefur ekki komið út ljóðabók áður. Ljóð þessarar bókar eru öll frá þessu ári,
að einu undanskildu.
Hafnfirski listamaðurinn Gunnar Ásgeir Hjaltason hefur gert teikningar við ljóð Sigurðar.
Ber samvinna þeirra merki fágunar og næmni listamanna.
Gunnar Ásgeir Hjaltason gullsmiður hefur búið í Hafnarfirði frá árinu 1952, en er fæddur
að Ytri-Bakka í Arnarneshreppi í Eyjafirði.
Gunnar iærði gullsmíði hjá Guðmundi Guðnasyni og Leifi Kaldal, og eftir hann eru til fjöldi
listmuna úr gulli og silfri. Gunnar var í teikniskóla hjá Birni Björnsyni og Marteini Guðmunds-
syni. Gunnar hefur ferðast víða og hefur mörg myndin skapast á ferðalögum, eins og sýningar
hans bera með sér.
Með góðfúslegu leyfi beggja þessara heiðursmanna birtast hér tvö Ijóð Sigurðar og teikn-
ingar Gunnars við þau. GUNNAR ásgeir hjaltason
NÓTT
Þú kemur á móti mér
í mildu húminu
að draga mér draumastafi
Dul eru í orðum þínum
draumur í ljóði þínu
svefninn í söng þínum.
Mjúkir eru fingir þínir,
þögul eru augu þín,
myrkur er í brosi þínu.
Hlý eru atlot þín,
angan úr hári þínu,
unaður í faðmi þínum.
Víst ann ég deginum,
deginum og Ijósinu.
En með þér deili ég draumum mínum
þar til dagar.
SÖKNUÐUR
Hnígur sól
sofnar blóm
sorgin gistir minn rann.
Drýpur regn
titra tár
tregar hjarta minn hann
sem var angan míns vors
sem, var ylur míns lífs.
Hnígur sól
sofnar blóm
sorgin gistir minn rann.