Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Side 5
FJARÐARFRÉTTIR
5
Sérstök iólakort
Rætt við Stefán Júliusson, rithöfund
Fjarðarfréttir komust að því
fyrir nokkru að Stefán Júlíusson
rithöfundur hefði um alllangt ára-
bil sent vinum sínum og kunningj-
um um jólin kort sem ekki líkjast
venjulegum jólakortum. Þetta eru í
rauninni ritlingar eða smábækling-
ar með áprentaðri jólakveðju. Rit-
stjórn blaðsins lék forvitni á að sjá
þessi kort og spyrja Stefán um
ástæðuna fyrir þessum sérstæða sið
hans.
Hvernig stóð á því að þú tókst
upp á þessu, Stefán?
Það var bara tilviljun og til
gamans gert í upphafi — eins og
raunar síðan. Ég birti ferðasögu frá
Danmörku í Eimreiðinni á árunum
1967-68 en þá var ágætur vinur
minn, Ingólfur heitinn Kristjáns-
son rithöfundur, ritstjóri tímarits-
ins. Það samdist svo með okkur að
ég fengi nokkur sérprent af grein-
unum. Ég fékk svo prentaða kápu
utan um ferðasöguna í Prentsmiðju
Hafnarfjarðar og á hana var prent-
uð venjuleg jólakveðja. Síðansendi
ég bæklinginn sem jólakort frá
okkur hjónunum. Þetta þótti
skemmtilegt fikt, en ég hafði ekkert
hugsað mér að halda því áfram.
En þú hélst samt áfram.
Já, ef maður byrjar á einhverju
fikti vill oft fara svo að maður
heldur því áfram. Þetta verður
svona eins konar kækur.
Og hvað ertu búinn að vera lengi
með þennan kœk?
Égheldað 15. ,,kortið“ séáleið-
inni núna. Þetta er orðin föst venja
nú orðið. Mér finnst gaman að
þessu og ég hef orðið þess var að
vinir og kunningjar hafa það líka
og búast við pésanum. Jafnvel
Albert Þorsteinsson verkstjóri í
Prentsmiðju Hafnarfjarðar býst
við mér með eitthvert efni árlega og
dundar við það með mér að búa
kortið úr garði. Ég er farinn að
kalla pésana eða kortið, hvað sem
menn vilja nú kalla þetta, „fiktið
okkar Alberts“.
Þetta er allt frumsamið efni?
Já, já, annars væri það einskis
virði. Sumt hefur að vísu birst
einhvers staðar einhvern tíma áður
en þá breyti ég því og endursem. Á
sumum kortum er líka óbirt efni.
Og hér kennir margra grasa,
sýnist mér.
Já, þetta eru ferðasögur, minn-
ingaþættir, vísur og kviðlingar,
gamansögur, ættfræðiþáttur, smá-
saga, ævisagnaþættir o.fl.
Hvað gefurðu þetta út I stóru
upplagi?
1000 eintökum, prentuð sem
handrit. Ég sendi þessi eintök ekki
öll út, ég luma á slatta sem ég get
gefið mönnum ef vel liggur á mér.
Menn sníkja þetta líka út úr mér,
svo fátt er orðið eftir af sumu.
Safnarar sækjast eftir þessu.
Nú eru kortin ólík að stœrð. Þér
hefur ekki dottið í hug að hafa öll
eins svo hœgt væri að hefta þau
saman?
Nei, einmitt ekki. Það er dráttur
í kæknum. Sumir hafa verið að
finna að því við mig að ég hefði
pésana ekki af sömu stærð og lögun
svo hægt væri að binda þá í bók.
Það vil ég ekki. Þáttur í „fiktinu
okkar Alberts” er að hanna kortið
hverju sinni (það er stórt orð
Hákot!) Ekkert má líkjast öðru of
mikið, það er hluti af gamninu.
Og œtlarðu að halda þessu
áfram?
Það veit ég ekkert. Þetta er orðið
talsvert að vöxtum, líklega heil
bók. Ætli ég sjái ekki til, enginn
ákveður neitt fyrirfram um þess
háttar fikt.
TIL EIGENDA BATA í NAUSTI
VIÐ SYÐRI HAFNARGARÐINN
VegnavæntanlegraframkvæmdaíSuðurhöfninni
eru eigendur báta og annarra hluta, á landi Hafnar-
sjóðs Hafnarfjarðar, við Syðri Hafnargarðinn, beðnir
aó fjarlægja þá fyrir 20. desember n.k. Að öðrum
kosti verða þeir fjarlægðir á ábyrgð og kostnað eig-
enda, eða þeim eytt.
Uþþlýsingar um nýjan geymslustað eða annað
sem þetta mál varðar eru gefnar á Hafnarskrif-
stofunni, Strandgötu 4, sími 50492.
YFIRHAFNSÖGUMAÐUR
*
LEIKBÆR
Leikföng í fjölbreyttu úrvali.
Fisher Price - Lego - Playmobil - Barbie - Sindy -
Tölvuspil og margt, margt fleira.
Leitið ekki langt yfir skammt.
LEIKBÆR
Reykjavíkurvegi 50
Sími 54430
HÁRGREIÐSLU- OG SNYRTISTOFAN
Reykjavíkurvegi 68 - sími 51938
Viltu hressa
upp á útlitið?
Þá getum við
hjálpað.
Vinsamlegast
pantið tíma
í síma 51938
TRYGGVI OLAFSSON
úrsmiður
KREDITKORT
Strandgötu 25
Hafnarfirði
sími 53530
SEIKO l
Úr — klukkur — skartgripir
skírnargjafir — loftvogir
SEIKO — þjónustan
f------------------------------
m SÖLUTURNINN M
HRINGBRAUT 14.
Bæjarins besta úrval af sælgæti fyrir
jólin. Konfektkassar, glæsilegt úrval.
Munið: Bæjarins besta sælgæti.
SÖLUTURNINN S
HRINGBRAUT 14. *
V J
r" A
m m
Gleðileg jól!
Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða
Verslunin EDDA
Gunnarssundi 5
Sími 50864
m m
-i