Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Qupperneq 8
8
FJARÐARFRÉTTIR
Þekkirðu baksvipinn?
Hver á baksvipinn? í þessari verðlaunagetraun þurfið þið að þekkjanokkrasamborgaraábaksvipnum.
TilaðgeraþettaauðveldarabirtumviðsvolitlarupplýsingarumfóIkið.Þrennverðlaunverða veitt fyrir réttar lausnir.
Skrifið lausnina á blað og sendið okkur í pósthólf 57.
B fæddist 1950 og er borinn og
barnfæddur Hafnfirðingur. Hefur
frá 1972 starfað við að framfylgja
lögum og reglu, en vann áður um
skeið hjá B.Ú.H. B býr í Suður-
bænum.
F
F fæddist hér í bæ 1927 og hefur
alltaf átt heima í Hafnarfirði.
Hefur atvinnu af gjaldkerastörfum
hjá opinberri stofnun. F hefur víða
komið við í félagsmálum og hefur
m.a. verið kvenfélögunum í bæn-
um sterk stoð. F hefur einnig starf-
að að bæjarmálum, setið í nefnd-
um og var um skeið varabæjarfull-
trúi.
G
G fæddist í Vestmannaeyjum 1960.
Kom til Hafnarfjarðar í gosinu
1973 og hefur átt hér heima síðan.
Vinnur hjá verslunar- og innflutn-
ingsfyrirtæki hér í bæ. G stundar
íþróttir í flestum sínum tómstund-
um og hefur náð langt á því sviði.
H
H fæddist 1948 í Neskaupsstað, en
ólst upp á Seyðisfirði. Fluttist til
Hafnarfjarðar 1977 og tók við
starfi á andlega sviðinu. Meðal
áhugamála eru íþróttir og skák —
þó ekki sem beinn þátttakandi, —
og um tíma söng H í kór hér í bæ.
J fæddist í Hafnarfirði 1931 og
hefur alla tíð átt hér heima. Frá
1954 hefur J haft aðalatvinnu af
bifreiðaakstri, en var um tíma við-
loðandi sjóinn. A yngri árum lék J
knattspyrnu og íþróttir eru meðal
aðaláhugamálanna.
A fæddist árið 1938 og er inn-
fæddur Hafnfirðingur. Frá 1969
hefur A unnið á sviði heilbrigðis-
og félagsmála, en starfaði áður sem
rafeindavirki. Meðal áhugamála
eru tónlist og myndlist.
C fæddíst 1926. Bjó á Hvaleyri til
18 ára aldurs, en á nú heima í
Suðurbænum. Hefur haft atvinnu
af bifreiðaakstri frá 1950.
E
E fæddist 1932 og hefur alla tíð átt
heima í Hafnarfirði, býr nú í
Norðurbænum. E hefur í tvo ára-
tugi starfað hjá opinberri stofnun
sem hefur að markmiði að verja
okkur fyrir óboðnum gesti sem
stundum ógnar lífi okkar og eign-
um. Meðal áhugamála E má nefna
sundíþróttina.
D fæddist 1915 austur í Hreppum.
Starfaði á yngri árum sem organisti
vestur á fjörðum, en hefur búið í
Hafnarfirði lengst af og fengist við
að uppfræða æskulýðinn og troða
upp á leiksviði.
I
I fæddist 1941 í Hafnarfirði og
hefur alltaf búið hér. I starfaði
lengi á einni af stofnunum Hafnar-
fjarðarbæjar, en vinnur nú í sér-
verslun hér í bæ. I hefur sungið í
ýmsum kórum enda er eitt aðal-
áhugamálið tónlist og söngur.