Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Qupperneq 14

Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Qupperneq 14
14 FJARÐARFRÉTTIR Tóku þátt í íslandsmóti í fimleikum 1933 — fengu verðlaunaskjölin 50 árum síðar Rætt við Eygerði Björns- dóttur og Margréti Péturs- dóttur um fimleikaflokk stúlkna fyrir 50 árum í haust kom föngulegur hópur kvenna saman í íþróttahúsinu við Strandgötu. Tilefnið var að taka á móti verðlaunaskjölum fyrir þátt- töku í íslandsmóti í fimleikum. Það einstæða við þennan atburð var að þetta íslandsmót átti sér stað fyrir hálfri öld, árið 1933. Verðlauna- skjölin höfðu lagst til hliðar á sínum tíma og þegar þau bárust í hendur stjórnar Fimleikafélags Hafnarfjarðar boðaði hún til hófs, þar sem verðlaunaskjölin voru afhent þeim sem til þeirra höfðu unnið. Verðlaunahafarnir höfðu gengið undir nafninu ,,úrvalsflokkurinn“ og það var Hallsteinn Hinriksson sem stjórnaði honum. FJARÐARFRÉTTIR ræddu við tvær úr hópnum, þær Eygerði Björnsdóttur og Margréti Péturs- dóttur og fengu þær til þess að rifja upp eitt og annað frá þessum árum.: ,,Við vorum 16 í hópnum og Iík- lega hefur hann verið stofnaður 1929. Hallsteinn Hinriksson hóf kennslu í Hafnarfirði 1928 en þá hófst skólaskyldan við 10 ára aldur. Hann valdi úr nemenda- hópnum í þennan ,,úrvalsflokk“ sem hann nefndi og vorum við flestar 11 og 12 ára gamlar. Við æfðum tvisvar í viku í leikfimishúsi barnaskólans sem þá stóð við Suðurgötu. Allt var þetta gert í sjálfboðavinnu af hálfu Hallsteins eins og raunar öll hans störf að íþróttamálum utan kennslunnar. Við sóttum æfingar mjög vel og það var sjaldan sem einhverja vant- aði í hópinn. Snemma fórum við að sýna við ýmis tækifæri. Á þessum tíma var aðalskemmtun ársins á Jónsmessunni. Voru þessar skemmtanir haldnar á ýmsum stöð- um í bænum, eitt árið á Víðistaða- túninu, annað árið upp á Hamri og oft í Hellisgerði. Allir bæjarbúar sem vettlingi gátu valdið komu á þessar Jónsmessuhátíðir og var þarna margt til skemmtunar og komum við fram öll árin sem flokk- urinn starfaði. Við sýndum víðar, m.a. fórum við að Laugarvatni, þar sem Bjarni Bjarnason var skólastjóri, en hann kenndi áður i Hafnarfirði og mun ferðin líklega hafa verið að hans til- hlutan. Þá sýndum við í Iðnó ásamt fleiri fimleikaflokkum. rm feSy'v- tW.vM i 4^^ pii FFim/ci/<amö/i í7n/amfs - /<>33 - <V Hrfir MoM *»ta/ firlta II/ •.rim/ar <v inia/a Þetta var á þeim árum þegar Davíð Stefánsson sendi frá sér sínar fyrstu ljóðabækur og kvæðið ,,Dalakofinn“ var á allra vörum. Það var fastur liður hjá okkur að sýna æfingar undir hljómfalli lags- ins. Upptrekktur grammófónn annaðist tónlistina og lá mikið við að hann væri vel trekktur upp. ,,Úrvalsflokkurinn“ æfði fram á árið 1933 og eitt það síðasta sem við gerðum saman var þátttaka í íslandsmótinu í fimleikum það ár. Þetta var töluvert ferðalag í ,,boddýbíl“ sem sá frægi maður Magnús Guðjónsson ók. Allir hóparnir komu saman við Austurbæjarskólann og síðan var arkað í leikfimisbúningum í hálf- FIMLEIKAFÉUG HAFNARFJARDAR Tekið á móti verðlaunaskjölunum. Á myndinni eru: (frá vinstri) Hallbera Pálsdóttir, Aðalheiður Bjarg- mundsdóttir, Guðrún ívarsdóttir, Eygerður Björnsdóttir, Margrét Pétursdóttir, Sigrrós Oddgeirsdóttir, Sigríður Bjarnadóttir, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Heiða Jensdóttir og Svanhildur Sigurjónsdóttir. Á myndina vantar: Hrefnu Magnúsdóttur, Sigríði Guðmundsdóttur og Guðrúnu Jónsdóttur. gerðum hraglanda og kalsaveðri vestur á Melavöll, þar sem mótið fór fram. Mótið var sett af Ásgeiri Ásgeirssyni, þáverandi forsætis- ráðherra, síðar forseta íslands. Þetta var sem sagt ákaflega virðu- legt allt saman. Flestar úr flokknum fóru í Flens- borg veturinn eftir en nokkrar fluttu þó burtu og því var erfitt að halda flokknum saman. Þar er sjálfsagt komin skýringin á þvi að verðlaunaskjölin bárust okkur ekki í hendur. Það var kannski eins gott, því sjálfsagt hefði hópurinn þá ekki hist í haust og átt þessa ágætu stund saman. Þetta var mjög skemmtilegur tími og margs að minnast. Hallsteinn lagði á sig mikla vinnu með hópinn, bæði með æfingar og ferðalög. Samhliða þessu þjálfaði hann einnig piltaflokk í fimleikum og kenndi sund þeim er það vildu. Það var með ólíkindum hvað hann komst yfir að gera og aldrei var minnst á borgun.“ Við þökkum þeim Eygerði og Margréti fyrir spjallið. Það er greinilegt bæði af þeim stöllum og eins kom það fram í hófinu í íþróttahúsinu að þetta var skemmtilegur tími. Og hvort sem þær búa svona vel að æfingum Hallsteins eða ekki þá gætu þær sjálfsagt enn farið létt með æfingar sem þær gerðu áður fyrr undir stjórn hans á Víðistaðatúninu. Hér sitja ,,stelpurnar“ yfir kaffibollunum í hófi FH í haust. Þessi mynd er tekin á Víðistaðatúni um 1930. Fimleikasýning á Jónsmessuhátíð á Hamrinum. ,,Úrvalshópur“ Hallsteins.

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.