Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Page 20

Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Page 20
20 FJARÐARFRÉTTIR Mikilvægi skipulags fyrír Haf narfjörð Bjarki Jóhannesson hóf störf hjá Hafnarfjarðarbæ s.l. vor og sér um öll skipulagsmál bæjarins. Hann lauk námi í byggingarverkfræði frá Háskóla íslands árið 1974, í arki- tektúr frá háskólanum í Lundi, Sví- þjóð, árið 1977, og ,,masternámi“ í skipulagsfræði frá Illinois-há- skóla í Bandaríkjunum s.l. vor. Lokaverkefni hans þar fjallaði um endurnýjun borga í Bretlandi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Fjarðarfréttir fóru þess á leit við Bjarka, að hann ritaði grein um þýðingu skipulags fyrir Hafnar- fjörð. í greininni útskýrir hann mikilvægi þess, að vel sé að skipu- lagsmálum staðið. Lega Faxaflóasvæðisins í sam- göngukerfi landsins hefur eflaust ráðið mestu um að uppbygging varð þar meiri en annars staðar á landinu. Þar eru íslausar hafnir sem liggja vel við fiskimiðum og samgöngum við útlönd, og svæðið er nálægt landbúnaðarhéruðunum á Suðurlandi. Suðurströndin er hins vegar að mestu hafnlaus, en hafís teppir oft siglingar til Norður- og Austurlands. Hafnarfjörður hefur nokkra landfræðilega sér- stöðu á höfuðborgarsvæðinu. Mið- bæir Hafnarfjarðar og Reykja- víkur eru elstu byggðakjarnar á svæðinu, og Hafnarfjörður hefur alltaf byggst upp sem sérstakur, skýrt afmarkaður bær. Framan af var uppbyggingin nokkuð óháð Reykjavík. Höfnin hefur löngum verið ein aðal lífæð Hafnarfjarðar, og kring um hana hefur gamli bær- inn byggst. Þessi gamli byggðar- kjarni er mjög sérstakur, og nokk- uð vel varðveittur. Aðrir bæir á höfuðborgarsvæðinu eru hins vegar mun yngri og hafa eingöngu byggst upp vegna nálægðar við Reykjavík. Höfuðborgarsvæðið er að verða ein atvinnuleg heild, til dæmis stunda margir Hafnfirðingar vinnu í Reykjavík. Hafnarfjörður hefur samt enn allmikla sérstöðu sem byggist á gamla byggðarkjarnan- um, sérstæðu landslagi, og því að bærinn er enn að mestu aðskilinn frá höfuðborgarsvæðinu. Ég tel mikilvægt að Hafnarfjörður haldi þessari sérstöðu, verði ekki aðeins hluti af stórborg, heldur sérstakur bær af hæfilegri stærð sem nýtur góðs af nábýli við stórborgina. Skipulag bæjarins hefur tvímæla- laust úrslitaáhrif á hvernig hér tekst til. Ég mun skýra þetta nánar og leggja mat á hvernig til hefur tekist hingað til. Áður en lengra er haldið langar mig þó að skýra nánar hvað felst í hugtakinu skipulag. íslendingar og aðrir Skandinavar rugla hér yfir- leitt saman tveimur hlutum, sem eru skýrt aðskildir í Bandaríkjun- um og Bretlandi. Annars vegar er svo nefnt aðalskipulag, sem heitir ,,planning“ á ensku. Að því vinna hópar eins og skipulagsfræðingar, verkfræðingar, landfræðingar, arkitektar, og oft hagfræðingar og félagsfræðingar. Hins vegar er það, sem heitir á ensku „urban design“, og hefur verið þýtt deili- skipulag' á íslensku (sbr. t.d. ,,detaljplanering“ á sænsku). Betra væri að kalla það byggða- hönnun. Að því vinna einkum arkitektar, landslagsarkitektar, verkfræðingar og tæknifræðingar. Aðalskipulag er áætlun um heildaruppbyggingu bæjarins næstu 20 árin eða svo. Þar eru ákveðin næstu byggingarsvæði, verslana- og þjónustukjarnar, opinberar byggingar, gatnakerfi, útivistarsvæði, og síðast en ekki síst efnahagsleg og atvinnuleg upp- bygging bæjarins og staðsetning atvinnusvæða. Aðalskipulagið byggir á ýmsum spám, svo sem íbúaspá, atvinnuspá og umferðar- spá, og er hlutverk þess því meðal annars að búa bæjarfélagið undir að mæta þeim breytingum sem fyrirsjáanlegar eru. Hins vegar getur aðalskipulagið einnig verið stefnumörkun um að stýra þeirri þróun, og breyta henni í þá átt sem æskileg er talin. Til að tryggja áðurnefnda sérstöðu Hafnar- fjarðar, verður aðalskipulagið meðal annars að stuðla að atvinnu- uppbyggingu, uppbyggingu mið- bæjarins og hafnarinnar, og greið- um samgöngum við aðra hluta höfuðborgarsvæðisins. Atvinnu- uppbygging hefur verið nokkuð hröð síðasta áratuginn, til dæmis hafa á þeim tíma byggst upp iðnað- arsvæðin í Kaplakrika og milli Reykjavíkurvegar og Reykjanes- brautar. Þessi uppbygging hefur þó ekki gert meira en að halda í við íbúafjölgun bæjarins, og í nýgerðu aðalskipulagi er gert ráð fyrir stórum iðnaðarsvæðum sunnan Hvaleyrarholts. Hönnun þeirra er þegar hafin, og stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist á næsta ári. Ekki verður Hafnfirðingum að sama skapi hælt fyrir uppbyggingu miðbæjarins, þar hefur nánast engin uppbygging verið síðustu áratugina. Er þar yfirleitt um kennt eldri hönnun, sem byggðist á verð- launatillögu í samkeppni fyrir all- mörgum árum. Hún er að sama marki brennd og margar aðrar mið- bæjartillögur frá þeim tíma, að hún gerði ráð fyrir svo mikilli mann- virkjagerð, að hún gat aldrei orðið að veruleika. Á meðan hafa hins vegar ýmsar sérverslanir, sem hefðu átt heima í miðbænum, dreifst í iðnaðarhverfi bæjarins. í hinu nýgerða aðalskipulagi er lögð áhersla á uppbyggingu miðbæjar- ins, og einnig hefur hann verið endurhannaður, þannig að meira svigrúm er nú fyrir minniháttar og meðalstórar framkvæmdir. Byggðarhönnun er nánari mótun byggðar og umhverfis. Þar er lega gatna, staðsetning og stærð húsa, gangstígar og þess háttar, ákveðið nánar. Hér verða Hafnfirðingar að gæta sín vel, svo hið sérstæða SSV*.' landslag skili sér vel, en hverfin verði ekki eintak í safn sviplausra hverfa, sem víða má finna á höfuð- borgarsvæðinu. Laga þarf byggð- sagt um iðnaðarhverfin. Útlit iðnaðarhverfa er okkur íslending- um yfirleitt lítt til sóma, og er Hafnarfjörður þar engin undan- ina að hrauninu, en gæta þess að spilla því ekki. Þessa hefur verið vel gætt í eldri hverfum bæjarins, og einnig víða í þeim nýrri. Ibúðar- hverfi í Hafnarfirði eru yfirleitt hin snyrtilegustu, en sama verður ekki tekning. Nú er verið að vinna til- lögur um bætt umhverfi i iðnaðar- hverfinu milli Reykjavíkurvegar og Reykjanesbrautar. Vonandi leiða þær til einhverra úrbóta, en það byggist að sjálfsögðu mikið á góðri ■*r 1 samvinnu bæjaryfirvalda og hús- eigendanna. Lækurinn er mikilvægur fyrir svipmót bæjarins, og má enn gera mikið fyrir umhverfi hans. Fyrst og síðast er það þó miðbærinn og það umhverfi sem við sköpum honum, sem er mikilvægt fyrir Hafnar- fjörð. í lokaritgerð minni við Illinoisháskóla í Bandaríkjunum bar ég saman uppbyggingu mið- bæja víða á vesturlöndum. Mjög greinilega kom í Ijós að vöxtur og líf miðbæja fer eftir umhverfis- gæðum þeirra. Þetta er til dæmis mjög vanræktur þáttur í Banda- ríkjunum, enda standa fáir mið- bæir þar undir nafni, en verslun dreifist í úthverfin. í Evrópu hefur hins vegar víða verið lögð áhersla á að fegra miðbæina, og hefur það oft borið góðan árangur. Hafn- firðingar geta mikið lært af þessu. Stefna ber að verndun gamla byggðakjarnans, sem þó leyfi þá uppbyggingu sem þörf er á við Strandgötuna, sem er aðal verslun- argatan. Að sjálfsögðu ber svo að leysa vel aðkomu bíla að mið- bænum og bílastæði, en aðalatrið- ið er, að aðlaðandi miðbær dregur að sér fólk, sem dregur að sér versl- anir, sem aftur draga að sér fólk, og svo koll af kolli.

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.