Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Síða 23
FJARÐARFRÉTTIR
23
Skemmtilegir trúðar
Systrafélag Víðistaðasóknar var að venju með kaffisölu 1. sunnudag í
aðventu. Þar seldu félagskonur fjöldann allan af trúðum sem vöktu mikla
athygli.
Þórunn Benjamínsdóttir fékk hugmyndina af framleiðslu trúðanna og
með hjálp Elsu Jónsdóttur var verkinu hrundið af stað. í upphafi saumuðu
þær tvær nokkra triíða og seldu. Þegar þær sáu hve vinsælt þetta varð létu
þær boð út ganga til félagssystra um sameiginlegar vinnustundir og tóku
nokkrar konur virkan þátt í starfinu. Þó báru þær tvær hitann og þungann
af verkinu. Afrakstur starfsinser kr. 31.000.00 sem gengur í sjóð þann sem
fjármagnar freskumynd hinnar nýju Víðistaðakirkju, en systrafélag Víði-
staðasóknar gefur það listaverk í kirkjuna.
Hugmyndina að þessum saumastundum var líka sú að fá konur félagsins
til að koma saman og vinna sameiginlega, með því móti kynnast konurnar
betur og meiri samhugur myndast með þeim í miklum verkefnum sem fyrir
liggja í svo nýju félagi.
Jólasveinarall
JC HAFNARFJÖRÐUR hefur frá árinu 1981 gengist fyrir svokölluðu
,,jólasveinaralli“ og svo mun einnig verða í ár. Jólasveinar aka um bæinn
á vörubílspöllum, syngja og tralla ásamt hljóðfæraleikurum og auglýsa
verslanir bæjarins í leiðinni, einnig munu þeir stoppa á ákveðnum stöðum,
koma niður af bílunum, taka lagið með bæjarbúum og aðstoða við jóla-
innkaupin.
Tvö síðastliðin ár hefur þessi uppákoma í tilefni jólanna gert mikla
lukku meðal bæjarbúa og annarra sem séð hafa, jafnt yngra sem eldra
fólks.
í ár verður ,,jólasveinarallið“ laugardagana 10. og 17. desember.
Nánar verður auglýst síðar um viðkomustaði jólasveinanna.
Með kveðju
JC HAFNARFJÖRÐUR
Og þá byrjaði sumarið!
Úrhellisrigning hvolfdist yfir Hafnfirðinga síðasta dag afmælishátíðar-
innar í sumar.
Jólagjöfin fæst hjá Böðvari
Auk jólabókanna eigum við:
Gestabækur
Myndaalbúm
Frímerkjabækur
Korktöflur
Spil í miklu úrvali
Ódýran jólapappír
Bókabúð Böðvar
Strandgötu 3
Sími 50515
r
ÞAÐ SKAL VERA HÆGT...
Erlendir sérfræðingar, sem hingaö hafa komið, hafa sagt að ekkert efni og engin
aöferð væri til sem gerði kleift að framleiða glugga og útihurðir, sem stæðust
íslenzkt rigningarslagveður á borð við það sem oft vill verða i austanátt t.d. á
höfuðborgarsvæöinu.
Nú vita allir að þetta er ekki rétt. Það sem erlendu sérfræðingarnir tóku ekki með
I reikninginn, er að slagveöur og umhleypingur er daglegt brauð hérlendis en
heyrir jafnvel tiI undantekninga erlendis, t.d. á meginlandinu.
Erlendir framleiðendur útihuröa þurfa því ekki að uppfylla jafnstrangar kröfur og
íslenzkir framleiðendur. íslenzkt veðurfar skapar sinn eigin gæðastaöal.
Trésmiðja Björns Ólafssonar hefur margra ára reynslu f framleiðslu á útihurðum
og gluggum sem þola íslenzkt veður.
ÚTIHURÐIR — SVALAHURÐIR — BÍLSKÚRSHURÐIR —
GLIJGGAR - OREGON PINE — TEKK — FURA -
IROKO — MAHOGANY
Allar hurðir og gluggar frá BÓ eru meö SLOTT-lista og
TETU þéttingu.
BÉl
TRÉSMIÐJA
DALSHRAUNI 13. HAFNARFIRÐI SÍMI 54444