Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Qupperneq 36

Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Qupperneq 36
36 FJARÐARFRÉTTIR KNÚTUR OC STEINGRÍMUR útijaxlar í nær 30 ár Þegar við rennum í hlað á Reykjavíkurvegi 50 við skrifstofu Knúts og Steingríms hf. grúfir sig myrkur yfir jörð, því stutt er í það að stystur dagur sé á lofti. Sem við stöndum þar úti fyrir rennir í hiað Datsun jeppi þeirra félaga. Það er Knútur sem situr við stýrið að þessu sinni en eins og allur rekstur þeirra félaga gegn um tíðina er algjört jafnræði með þeim í akstri fyrir- tækisbílsins sem öðru. Þar er skipt um ökumann vikulega, eða á hverjum föstudegi. Enda hefur þessi blanda af húnvetnskum og vestfirskum uppruna reynst býsna vel, svo notuð séu þeirra eigin orð. Þegar inn á skrifstofuna er komið spyrjum við þá félaga hvernig samstarf þeirra hafi byrjað? Það hófst fyrir um 27 árum, en þá vann Knútur hjá verksmiðju Reykdals þar sem hann lærði 'núsa- smíðina. Hjá Reykdal unnu þeir saman einn vetur en um vorið hefja þeir svo samstarfið, sjálfstætt, eins og það er kallað. Steingrímur lærði hins vegar í Reykjavík hjá Kristni Sæmundssyni og var hans fyrsti og eini nemi, því Kristinn fórst svip- Iega ásamt bróður sínum er þeir voru á ferð yfir Hvítá á ís. Og hvert var svo fyrsta verk- efnið? Við byrjuðum í Reykjavík í húsi sem Dr. Gunnlaugur Þórðarson og fleiri áttu. Líklega er þetta eitt eftir- minnilegasta sumarið í samstarf- inu. Bæði vegna þess að þarna ríkti afbragðs félagsandi og ekki spillti veðráttan því það má segja að ekki hafi þurft að fara í skyrtu allt sumarið. Upp úr því fórum við svo að taka að okkur uppslátt á húsum hér í Firðinum. Unnum fyrir Pétur og Pál, hist og her um bæinn, eins og gengur. Svo kemur Norðurbœrinn til sögunnar? Já, það má segja að þá hefjist uppgripatími í hafnfirskum bygg- ingariðnaði. Árin 1966-1968 höfðu verið hálfgerð kreppuár og varð því bæði tilkoma Norðurbæjarins og Álversins í Straumsvík mikil lyfti- stöng fyrir allt atvinnulíf í Hafnar- fjrði. I Norðurbœnum voruð þið í blokka-bransanum, byggðuð og selduð íbúðir. Við byggðum og seldum þó nokkur stigahús þar. Það vekur oft furðu okkar að ekki skildi vera haldið áfram að byggja blokkir eins og risu í Norðurbænum. Það eru ,,eðlilegar“ blokkir, en ekki ein- hver verðlaunahús sem eiga að vera í laginu eins og fjöllin í kringum bæinn. Slík hús hljóta alltaf að verða miklu dýrari í byggingu og þá auðvitað í öllu, og því óþarflega dýrt húsnæði fyrir þá sem eru að festa sér húsnæði í fyrsta sinn. Runnu íbúðirnar í Norður- bænum þá ekki út eins og heitar lummur? Jú, það má segja það, að það hefði verið skemmtilegt á þeim tíma að fá fleiri verkefni í sama dúr og þá samfelldari og til lengri tíma, eins og verktakar á Akureyri og í Garðabæ fengu. Því þegar Norður- bærinn var fullbyggður féllu niður úthlutanir á blokkarlóðum til verktaka og þar með fengu þeir ekki að byggja sig eðlilega upp. En þið eruð ekki aðeins í Norður- bænum á þessum árum. Þið eruð á sama tíma við byggingu Álverk- smiðjunnar í Straumsvík. Já, það var vissulega bæði skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Við byrjuðum þar hjá Þjóð- verjum sem voru að slétta svæðið. Byggðum fyrir þá skrifstofur og matarskála og fleira. Síðan kom sænskt fyrirtæki, S.Í.A.B. til sögunnar og vorum við undirverk- takar hjá þeim við að reisa kerskála I. Þegar kom svo að stækkun hans, sáu Svisslendingarnir að þeir gátu fullt eins vel treyst íslenskum verk- tökum og þá fengum við framleng- ingu skálans. Og það virðist sem eigendurnir hafi verið ánœgðir með verk ykkar þar, því þegar seinni skálinn er byggður eruð þið enn á ferðinni. Jú, við vorum með tréverkið og steypuframkvæmdir og þar varð fyrirtækið líklega stærst. Þá munu hafa unnið hjá okkur milli 70 og 80 manns. Þið hafið nú nýlega lokið við byggingu skattstofu fyrir okkur hér í Firðinum. Hvernig var að standa í byggingu undir starfsemi sem er svo óvinsæl sem skatturinn vissu- lega er? Húsið er að minnsta kosti fallegt og við höfum svo sem velt því fyrir okkur hvort ný og aðlaðandi bygg- ing komi ekki til að létta lund þeirra sem þar vinna sem útfærist síðan í léttari álögur. Gleðileg jól! Farsælt nýár! Þökkum viðskiptin. KNÚTCIR OG STEINGRÍMUR HF. Reykjavíkurvegi 50, sími 53844 Steingrímur og Knútur. Nú hafið þið starfað saman í 27 ár fyrst sem tveir einstaklingar en síðan sem hlutafélag. Hefur aldrei hlaupið snuðra á þráðinn í sam- starfinu? Nei, aldrei. Hvort heldur félagið heitir hlutafélag eða eitthvað annað það skiptir ekki máli, heldur sam- vinna þeirra sem í hlut eiga. Það er samvinnan sem gildir, en ekki formið. Á þessum tíma hefur margt breyst, hvað um vinnubrögð og aðstöðu í ykkar stétt? Það hafa vissulega orðið margar breytingar. Ýmsar smá breytingar hafa létt undir með okkur þessum ,,útijöxlum“. Verkfæri hafa breyst og minnkað slit á mannskapnum. Eins varð mikil breyting þegar hætt var að blanda steypuna á staðnum og keyra hana í mótin með hjól- börum. í dag er steypuvinna leikur einn þegar notaðir eru kranar með liprum kranamönnum, að maður tali nú ekki um ef notaður er dælu- bíll. Nú virðast flest verk vera boðin út. Hvert er álit ykkar á útboðum? Útboð eru ágæt í hófi, en þegar boðið er 30 - 40% undir áætlun er erfitt að sjá hvernig menn ætla að komast fram úr hlutunum. Hvað um framtíðina, hvað ætla Knútur og Steingrímur að gera á komandi árum? Við höfum nú dregið saman seglin, enda endast menn ekki lengur við útivinnu og mótaupp- slátt en 25-30 ár. Við erum ef til vill á aldri breytinga, og er þá ekki eins gott að breyta til í vinnunni líka, ekki seinna vænna. Tíminn leiðir það bara í Ijós, segja þeir félagar og brosa leyndardómsfullir á svip. Samtalinu er lokið. Við göngum út í kvöldið, og kveðjum þá félaga, en þeir ganga að bílnum og auðvit- að er það Knútur sem keyrir. Þetta er hans vika. AMS Knútur og Steingrímur byggðu m.a. þetta svipmikla hús, Ölduslóð 38. Ljós og Raftæki auglýsir: Mljög gott úrval af gjafavörum 1,T' til dæmis: Casio-úr Ljósakrónur Vegglampar Standlampar Gjafalampar Leslampar Perur Kastarar Litaðar perur Litaðar kúluperur Casio-tölvur Aðventuljós (12 gerðir af seríum) Útiseríur Gtvörp Útvarpsklukkur Segulb. m/útvarpi mónó og steríó ^Qaltcekja- verólunin^ ^jóó & <~&a}tœki Strandgötu 39 sími 52566

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.