Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Síða 42

Fjarðarfréttir - 01.12.1983, Síða 42
42 FJARÐARFRÉTTIR „Hann er alltaf svo hress hann Böðvar" Rætt við Böðvar Sigurðsson, sem verslað hefur með bækur í 40 ár í 40 ár hefur hann selt Hafnfirðingum bækur. Kvikur í hreyf- ingum, sibrosandi með spaugsyrði á vör og tekur hressilega í nefið. Hann er líklega sá sem lengstan hefur verslunarferil að baki í Hafnarfirði og man tímana tvenna í verslunarsögu bæjarins. Það er af nægu að taka þegar rætt er við Böðvar Sigurðsson, bók- sala þann þekkta mann í bæjarlífi Hafnarfjarðar. En látið nú fara vel um ykkur og rifjum upp með honum eitt og annað sem á daga hans hefur drifið. uppvaxtarár Ég er Gaflari í húð og hár, fæddur hér í Hafnarfirði 15. maí á því herrans ári 1915. Faðir minn var Sigurður Sigurðsson, þá bif- reiðarstjóri, og Elísabet Böðvars- dóttir. Faðir minn gerði út tvo bíla og annaðist fólksflutninga milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Þetta voru forláta drossíur, bláar að lit. Síðar keypti hann hálfkassa- bíl sem tók átta farþega auk flutn- ings og var m.a. í ferðum til Suður- nesja. Ein mín fyrsta minning er einmitt tengd hálfkassabílnum. Ég sat aftan á og ætiaði faðir minn að aka mér heim. Hann var sjálfur á leið til Keflavíkur. Hann gleymdi síðan að setja mig af og varð mér svo mikið um að ég henti mér af bílnum. Var það víst lán að ég stein- drap mig ekki því ég lenti ansi illa en ég fékk þó bara nokkrar skrám- ur. Ég óist upp á heimili afa míns Böðvars Böðvarssonar. Hann bjó um tíma í svonefndu Bergmanns- húsi, sem stóð þar sem Hafnar- fjarðarbíó er nú. Hann lærði bakaraiðn og mun vera annar bakarinn í röðinni úr þeirri stétt hér í Hafnarfirði, á eftir Proppé bakarameistara. Hann keypti bakaríið af Próppé. Það stóð á svipuðum slóðum og gamla Álfa- fell var, rétt sunnan og neðan við Hafnarfjarðarkirkju. Böðvar afi minn hélt sig alltaf nokkuð vel, átti alltaf hesta og sópaði nokkuð að honum. Um hann segir Pálmi Jóns- son, frá Nautabúi í grein sem hann skrifaði þar sem hann nefndi tvo eða þrjá landsfræga hestamenn og „síðan væri Böðvar Böðvarsson, sem væri hreinn snillingur með hesta“. Afi byggir síðan Mýrdalshúsið (Suðurgötu 15). Þetta þótti eitt fallegasta húsið í bænum og þar er ég fæddur. Þar hefur því margur mektarmaðurinn komið í heiminn, a.m.k. bæði ég og Kjartan Jóhannsson, alþingismaður! En síðan selur afi bæði bakaríið og íbúðarhús sitt og kaupir Óseyr- ina, sem þá var í eigu ísaks. Það má geta þess að ísak kaupir síðan Fifu- hvamm í Kópavogi sem Kópavogs- kaupstaður keypti svo fyrir nokkrum árum fyrir allmikið fé. Óseyrin var þá gullfallegur staður. Byggðin þarna fyrir sunnan var ekki mikil. Búið var á nokkrum bæjum á Hvaleyrinni, og síðan voru það bæirnir Brandsbær, Melshús, Ásbúð, Skuld, hús Gísla kaupmanns Gunnarssonar við Suðurgötu, Nýibær og svo auð- vitað Flensborg. Margt var sér til gamansgert Frá þessum tíma á ég margar góðar minningar. Þó leikfanga- úrvalið væri nú ekki eins fjölbreytt og það er nú voru engin vandræði með leiki. Ég var svo heppinn að mér áskotnaðist forláta leðurfót- bolti og á þeim tíma var þetta meiri háttar gersemi. Óx ég mjög í áliti við þessa eign og mikð var sparkað alla daga. Ég minnist margra góðra vina sem þátt tóku í leiknum, má þar m.a. nefna Jónas son Ögmund- ar skólastjóra í Flensborg, og þá bræður Gunnar heitinn og Sigurð Gíslasyni. Einnig fórum við í kýlu- boltaleiki og þá fengu stelpurnar að vera með. Stundum stálum við doríum við höfnina, hengdum pokadrusiur fyrir segl og síðan var siglt um alla höfn. Aldrei kom neitt óhapp fyrir en líklega mátti stundum litlu muna. Þetta ævintýri var að lokum stöðvað. Einu sinni man ég eftir því að við vorum að leika okkur á asskoti miklum pramma. Það var allhátt upp í hann frá sjávarmáli og við vorum þarna í eltingarleik. Það þarf ekki að orðlengja það að þarna húrraði ég niður, um tveggja metra fall og beint í sjóinn. Einhvernveginn buslaði ég í Iand og ekki varð mér meint af volkinu. Ég man að þegar ég kom að landi var einn mektar karl, þekktur fyrir rólegheit, að vinna við net í flæðar- málinu. Ekki haggaðist hann þótt hann sæi mig steypast í sjóinn, fannst líklega fara best á því að ég bjargaði mér sjálfur úr þessum ógöngum. Veiðiskapur var mikið stund- aður og þá oftast af íshúsbryggj- unni. Einnig var farið út á Hval- eyrartjörn, þar sem Bátalón er nú. Þar var þó nokkur rauðsprettu- veiði. Þar notuðum við ekki færi heldur stingi og gekk oft dável með þessum hætti. Það var sem sagt nóg hægt að hafa fyrir stafni á þessum dögum. Ég sakna mjög þess landslags sem Óseyrin var. Nú er þessi staður ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri tíma. Skólaárin Skólagöngu mína hóf ég með lestrartímum hjá Jóhanni Þor- steinssyni og einnig Arnfríði Long. Skólaskyldan hófst við 10 ára aldur en ég mun hafa verið 8 ára þegar lestrarkennslan hófst. Ætlast var til að nemendur kæmu læsir í skól- ann, en barnaskólinn var þá til húsa að Suðurgötu 10. Skólastjóri var Bjarni Bjarnason frá Laugarvatni. Ég var í hópi síðustu nemenda í skólahúsnæðinu við Suðurgötu, því ég lauk síðan barnaskólanám- inu á þeim stað sem skólinn er nú, við Lækinn. í Flensborg fer ég síðan 13 ára gamall. Oft var glatt á hjalla á þessum árum. Dansæfing- ar voru nokkuð tíðar og uppdreg- inn grammófónn sá um músikina. Gólfið sem dansað var á var þræl- slitið en við bárum á það nóg af kertavaxi svo allt gekk þetta vel smurt. Við fengum meira að segja Rigmor Hansen, danskennara, til þess að segja okkur til. Ég man það að það þóttu tíðindi í þá daga að í Flensborg höfðum við þrjá skólastjóra á jafn mörgum skólaárum. Það voru þeir Ögmundur Sigurðsson, séra Svein- björn Högnason og Lárus Bjarna- son. Þegar á Flensborgarárum þótti sjálfsagt að unglingar ynnu fyrir sér eins og það var kallað. Fyrstu minningar mínar um strangan vinnudag eru þær að við nokkrir skólabræður úr Flensborg fórum í uppskipun úr togaranum Ver, sem var kominn drekkhlaðinn að landi. Byrjað var kl. 7 um morguninn og eins og alltaf þegar um uppskipun er að ræða var keppst við og lítið hvílst. Klukkan eitt um nóttina létti mér heldur betur þegar góður kunningi minn úr hópnum sem var einnig að niðurlotum kominn eins og ég kom með þá tillögu að nú væri nóg komið. Ég samþykkti það snarlega og við stauluðumst heim og var ekki hátt á okkur risið. En þessi vinna vandist eins og annað. Við afgreiðsluborðið ásamt afgreiðslustúlkunum í Bókabúð Böðvars. ,,Nei er þetta ekki frá honum Sigga Þorleifs. Ég sem hef lítið gert annað en að tína af honum peninga gegnum árin“. Hér er Böðvar með viðskiptavinum af yngstu kynslóðinni. Annars vann ég aðallega á sumrin við að keyra fiskinn í vaskið sem kallað var. Þetta var hjá Böðvarsbræðrum og minnir mig að þarna ynnu 16 konur, flestar miklir forkar til vinnu svo það þurfti að hafa sig allan við til þess að hafa þær ánægðar, og það var eins gott því þær voru ekki að vanda kveðj- urnar ef vantaði fisk. Ég held að oft hafi ég keyrt 8-900 fiska yfir daginn til hverrar konu. Einu óhappi man ég vel eftir. Við Guðsveinn Þorbjörnsson, síðar lögregluþjónn, vorum mjög góðir vinir og vorum oft saman bæði í leik og starfi, Við vorum einu sinni sendir úr vinnu til þess að huga að hestum sem Þórarinn Böðvarsson átti. Hestarnir höfðu sloppið úr girðingu sem var í námunda við St. Jósefsspítala. Ég fór hjólandi en Guðsveinn gangandi. Þegar við höfðum komið hestunum aftur inn í girðinguna þá bauðst ég til þess að reiða Guðsvein á hjólinu niður í bæ. Hann þáði auðvitað boðið og átti sér einskis ills von. Brekkan niður af spítalanum, Illabrekka, var mun brattari þá en hún er núna og ég steig hjólið eins hratt og ég gat og var kominn á mikinn hraða í miðri brekku. Guðsveini mun ekki hafa litist á blikuna yfir glanna- skapnum og setur hælana í teinana. Ekki man ég neitt eftir þessu því ég ranka við mér uppi á spítala talandi dönsku við eina af systrunum! Ég hafði henst af hjólinu lengst út fyrir veg og rotast í fallinu. Sem betur fer átti læknir leið framhjá og hann kom mér á spítalann og eftir skoðun var mér síðan ekið heim. Ég svaf í rúman sólarhring eftir þetta og mun hafa fengið nokkuð mikinn heilahristing. Guðsveinn átti þó lengur í þessu en ég því það var ekki sjón að sjá á honum hælana eftir viðureignina við teinana. 0g svo var farið að höndla Eftir Flensborg lá leiðin í Versl- unarskólann. Fór ég beint inn í 2. bekk en Verslunarskólinn var þá 3 vetur. Ég útskrifaðist þaðan árið 1936. Ég vann síðan ýmis störf tengd verslun og bóksölu í Reykjavík. Síðast áður en leiðin lá aftur til Hafnarfjarðar vann ég við Ölgerð Egiis Skallagrímssonar og var að mig minnir með 275 krónur á mánuði. Skömmu eftir að Rafha tók til starfa sótti ég þar um starf birgða- varðar og fékk það. Mikil gróska var í því fyrir'tæki og unnu þarna um 50 manns. Þar var ég í rúmt ár en var þá far- inn að hugsa til þess að setja á stofn sjálfstæða verslun. Ég hafði unnið í bókabúð í Reykajvík sem hét Mímir og var þá til húsa í Austurstræti. Ég fann mig nokkuð vel í þessu starfi og það hefur sjálfsagt blundað í mér undir niðri. Móðir mín leigði húsnæði að Hversfisgötu 34 og var þar með verslun ásamt Sigríði Eyjólfsdótt- ur. Eru þær líklega best þekktar undir nafninu Sigga og Beta og reyndar gekk verslunin undir því nafni meðal almennings. Um 1930 flyst þessi verslun í hús- næði sem nú er Strandgata 3. Ég byrja síðan í húsnæðinu við Hverfisgötu 34 og versla með vefn- aðarvöru og lítilsháttar af bókum. Þarna er ég í tvö ár. Þá er það að eigandinn að Strandgötu 3, Guðvarður Vil- mundarson, skipstjóri, býður mér að kaupa allt húsið. Setti hann á það 180.000 krónur. Ég sagðist ekki ráða við það og auglýsti hann það því til sölu. Er ekki að orð- Iengja það að enginn kaupandi gaf sig fram og lækkaði Guðvarður til- boðið þá í 150.000 krónur og ég sló til. Ég seldi húsnæði sem ég átti að Hverfisgötu 6 og flutti með fjöl- skylduna sem þá var orðin 7 manns á Standgötuna. Móðir mín og Sig- ríður bjuggu á efri hæðinni. Þær fluttu nú sína verslun aftur upp á Hverfisgötu og ráku hana þar í fjölda ára. Ég byrjaði hins vegar með bókaverslun á jarðhæðinni á Strandgötunni þar sem verslunin er reyndar enn. Ég fekk bóksöluleyfi þetta sama ár, 1943 og hef því verið rétt 40 ár í þessu. Þetta var nokkuð erfitt í fyrstu enda voru tvær verslanir fyrir í bænum og um tíma bættist sú fjórða við. Fyrir voru Valdemar Long og Þorvaldur Bjarnason, báðir við Strandgötu, og Kaup- félagið var með bóksölu á Vestur- götunni í tvö ár.

x

Fjarðarfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.