Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Page 123

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Page 123
121 Húsakynni og búnaður. Eftirlitið beindist sérstaklega að búnaði og húsakynnum lyfjabúða, einkum með tilliti til geymsluaðstæðna. Kom í ljós að allvíða er frágangi lyfja, er geymast skulu á svölum stað, ábótavant. Ein lyfjabúð flutti í nýtt húsnæði á árinu, og byggingu annarrar miðaði vel áfram. Gerðar voru veigamiklar athuga- semdir við húsakynni og búnað einnar lyfjabúðar. Færsla fyrirskipaðra bóka, Fyrirskipaðar bækur, sbr. reglugerð um búnað og rekstur lyfjabúða 151/1968, voru yfirleitt vel færðar. tmsar ábendingar um betri færslur fyrningabóka voru þó gerðar. Eftirritunarbók var almennt vel færð og barst eftirlitinu með góð- um skilum. Rannsóknir á lyfjum. Tekin voru til rannsóknar sýni tveggja töflu- tegunda (í 2 styrkleikum hvor tegund) frá nokkrum framleiðendum. Fara niðurstöður þeirra rannsókna hér á eftir. Tablettae clopoxidi 5 mg, alls 7 rannsóknir á sýnum úr 7 framleiðslu lotum. Þar af stóðust 2 rannsókn. Þrjár framleiðslulotur eru utan vikmarka innihaldsmagns, ein framleiðslulota stóðst ekki hreinleika- próf innihaldsefnis, og ein framleiðslulota stóðst ekki þungapróf. Litur, stærð og lögun taflnanna var mjög mismunandi, enda um óstaðl- aða framleiðslu að ræða. Tablettae clopoxidi 10 mg, alls 9 rannsóknir úr 7 framleiðslulotum. Þar af stóðust 3 rannsókn. Þrjár framleiðslulotur eru utan vik- marka innihaldsmagns og ein framleiðslulota stóðst ekki þungapróf. Litur, stærð og lögun taflnanna var mjög mismunandi, enda um óstaðl- aða framleiðslu að ræða. Tekin voru tvö sýni af framleiðslulotum 10 og 11. Annað sýna þess- ara var í hvoru tilviki tekið hjá framleiðanda, en hitt annars stað- ar. Resoriblettae glyceryli nitratis 0,25 mg, alls 20 rannsóknir á sýn- um úr 8 framleiðslulotum. Þar af stóðust 7 rannsókn. Ein fram- leiðslulota (á 0,5 mg) reyndist utan vikmarka. Gerðar voru nokkrar athugasemdir við umbúðir og áletrun í 11 tilvik- um. Lyfjaeftirlit þessa árs beindist að nokkru að öðrum þáttum lyfja- mála, og var þar um nýbreytni að ræða í framkvæmd eftirlitsins. Þannig voru skoðaðar sérstaklega 3 lyfjasölur héraðslækna, og voru þær valdar með tilliti til umsvifa. Gerði eftirlitsmaður tillögu um, að stofnaðar yrðu sjálfstæðar lyfjabúðir á tveimur þessara staða Ennfremur voru kannaðar framleiðsluaðstæður í tveimur lyfjagerðum og fylgst með nýbyggingu einnar lyfjaheildverslunar. Þá ber þess að lokum að geta, að heimsóttar voru nokkrar lyfjaútsölur, sbr. 44. gr. lyfsölulaga nr. 30 29. apríl 1963, en eftirlit með þeim hefur ekki heldur verið á dagskrá lyfjabúðaeftirlits fram að þessu. Afgreiðslutíma lyfjabúða í Reykjavík var breytt á árinu, þannig að í stað næturafgreiðslu að Stórholti 1, var tekin upp svipuð tilhög- un og verið hafði fram til ársins 1967. Þannig fólst í þessari breytingu, að flestar lyfjabúðir á höfuðborgarsvæðinu skiptu með sér nætur- og helgidagavörslu, hver þeirra eina viku í senn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.