Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1972, Qupperneq 131
129
Húsgagnaiðnaður ........
Spunaiðnaður ...........
Fataiðnaður ............
Skrifstofur og verslanir
Aðrir vinnustaðir ......
Ýmislegt ...............
1 árslok Eftirlitsferðir
Fjöldi Meðaltal á stað
104 113 1,0
14 15 1,0
81 296 3,7
26 45 1,7
76 258 3,4
733
Samtals 1490 7412
Sýni
Fjöldi Aðfinnslu
sýna verð
Neysluvatn 102 19
Baðvatn 138 30
Mjólk til gerilsneyðingar 64 17
Gerilsneydd mjólk 181 29
Gerilsneyddur rjómi 111 15
Undanrenna 41 3
Sýrð mjólk 104 18
Skyr 2 1
Mjólkur- og rjómaís 128 51
Aðrar mjólkurvörur -
Kjöt og kjötvörur 243 100
Salöt og majonesa 120 44
Mjölvörur - -
Þvegin mataráhöld 169 45
Ýmislegt 154 60
Sámtals 1557 432
Eins og undanfarin ár voru tekin reglulega sýni af helstu neyslu-
vörum, sérstaklega þó þeim, sem eru viðkvæmastar, svo sem af salöt-
um, unnum kjötvörum og mjólk. Sýnistaka er aukin, þegar ástæða
þykir til og þá sérstaklega, ef grunur leikur á, að vara sé gölluð
eða að hún hafi valdið matareitrun. Af þessum ástæðum gefa framan-
greindar niðurstöður því ekki rétta mynd um gæði neysluvara almennt
A árinu var stærð rannsóknarstofu Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðar-
ins aukin og aðstaða þar til gerla- og sýklarannsókna bætt. Um sl.
áramót voru flokkaðir af heilbrigðiseftirlitinu £ þrjá flokka 451
staður, er fæst við framleiðslu, sölu og dreifingu neysluvara hér
í borg. Niðurstaða flokkunarinnar var sú, að í 1. flokki reyndust
vera 32%, í 2. flokki 55 -58% og í 3. flokki 10-13%. Eftir kröfu
heilbrigðiseftirlitsins var á árinu eytt 1959 kílóum af kjötvöru.
Eins og undanfarin ár var athuguð á vinnustöðum loftræsting, hiti,
kuldi, aðbúnaður og umgengni. Þar sem ástæða þótti til, var reynt
að komast að því með mælingum, hvort andrúmsloft væri mengað af