Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1982, Page 108
Krufningar
Krufningar eru gerðar fyrir ríkisspítalana, Borgarspitalann og önnur
sjúkrahús i nágrenni Reykjavíkur. Sérfræðingar stofnunarinnar annast
krufningar á Landakotsspitala. Hlutverk krufninga er margvislegt, en
aðallega greining dánarmeipa, könnun á áhrifum læknismeðferðar, bæði
skurðlækninga og lyflækninga, auk almennrar athugunar á heilsufari
fólks, kennslu og visindalegra rannsókna. Undanfarin ár hefur 30-40
af hundraði þeirra, sem deyja i landinu,komið til krufningar og hafa
flestir verið krufnir á vegum Rannsóknastofu háskólans. Þessi hund-
raöstala krufninga mun vera hærri en þekkist hjá einni þjóð viðast
hvar i heiminum.
Fjöldi krufninga árið 1980: 512.
Fjöldi krufninga árið 1981: 604.
Litningarannsóknir
Litningarannsóknir voru framan af nær eingöngu gerðar á blóðsýnum
frá börnum og fullorðnum með erfðagalla, andlega eóa likamlega.
Nýlega hafa hafist legvatnsrannsóknir til þess að kanna ástand
fósturs með tilliti til arfgengra sjúkdóma og vanskapnaðar. Leg-
vatnsrannsóknir eru nú meirihluti verkefnanna á þessu sviði.
Frumuliffræði
Rannsóknir i frumuliffræði hófust áriö 1981. Sióan i mai 1981 hafa
verið mæld i öllum brjóstakrabbameinum kvenna ákveðin eggjahvitu-
efni (i umfrymi krabbameinsfruma) svokölluð viðtaka-eggjahvituefni
fyrir hormónin oestrogen og progesterone. Eftir magni þessara hormón-
viðtaka fer það oft hvaða tegund meðferðar er beitt gegn æxlunum.
Kennsla:
Læknar Rannsóknastofu háskólans annast kennslu i liffærameinafræði
og frumuliffræði við læknadeild háskólans. Einnig annast þeir kennslu
i liffærameinafræði i tannlæknadeild, námsbrautum i hjúkrun og sjúkra-
þjálfun innan læknadeildar, við Hjúkrunarskóla tslands og vió Meina-
tæknaskóla íslands. Ennfremur eru að staðaldri aðstoðarlæknar við
stofnunina, sem ýmist eru að taka þar hluta af kandidatsári eða eru
i framhaldsnámi i liffærameinafræði.
Visindalegar rannsóknir:
Visindaleg rannsóknaverkefni i liffærameinafræðideild voru þessi:
Flokkun æxla
Rannsókn á magakrabbameini
Rannsókn á hjartavöðva
Tilraunastarfsemi i frumuliffræði
106