Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1982, Page 150

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1982, Page 150
hættulegra efna til nota í landbúnaði og garðyrkju og til útrýmingar meindýra. Mælti nefndin með 11 umsóknum, en endanleg afstaða var ekki tekin til 3 umsókna. Fellt var af skrá 1 útrýmingarefni i C hættu- flokki. Gengið var frá tilkynningu 6/1981 L um yfirlit yfir plöntu- lyf, örgresisefni, stýriefni og útrýmingarefni, er flytja má til landsins, selja eða nota, sbr. 3. og 4. gr. reglugerðar nr. 132/1971, og skrá yfir framleiðendur og umboðsmenn, er ráðuneytið gaf út 15.6. Farið var yfir sölubækur fyrirtækja, er selja færsluskyld efni og efnasamsetningar, sbr. ákvæði reglugerðar nr. 455/1975. Ýmis mál Nefndin fjallaði um tússpenna. Upplýst var, að i flestum tegundum tússpenna er umtalsvert magn ísóbútýlketóns. Taldi nefndin hugsan- legt, að svo mikið gufaði upp af efni þessu úr tússpennum, að i illa loftræstum skólastofum kynni það að slæva viðstadda i þeim mæli, að þeir fyndu til syfju. Fjallað var um orobronze, sem er húðlitar- efni. Nefndin taldi, að neysla þessa efnis bæri ekki með sér sérstaka hættu. Hins bæri þó að gæta, að litur af völdum þessa efnis veitti enga vörn gegn geislum sólarljóssins likt og hinn eðlilegi sólbrúni litur gerir. Enn fremur taldi nefndin ekki útilokað, að efni þetta gæti valdið ofnæmisviðbrögðum. Birt var i nafni eiturefnanefndar eftirfarandi ritgerð: Mercury, Arsenic, Cadmium, Selenium and Zinc in Human Hair and Salmon Fries in Iceland (Acta pharmacol. et toxicol. 48, 185-189) og eru höfundar auk formanns Gulbrand Lunde (nú látinn) og Eiliv Steinnes. Nefndin tók til meðferðar förgun á völsum úr ljós- ritunarvélum, sem hafa aó geyma selen-málm og tellúr-málm i nokkru magni. Alyktað var, að farga mætti völsum þessum á öskuhaugum að því tilsk;Lldu, að þeir væru vendilega dysjaðir. Frá landbúnaðarnefnd efri deildar Alþingis var nefnainni sent til umsagnar frumvarp til laga um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum. Var umsögn nefndarinnar send formanni landbúnaðarnefndar efri deildar. Nefndin fjallaði um vandamál i sambandi við endurdreif- ingu á rottuútrýmingarefnum frá hreinsunardeildum Reykjavikurborgar og Hafnarfjarðar og nauðsyn þess að setja i reglugerð ákvæði um slika starfsemi. Fjallað var um hugmyndir landlæknis þess efnis að koma á fót hér á landi svokölluðum Ames-prófum. Nefndin taldi, að kostnaður við Ames-próf væri langt um of til þess, að mæla mætti með þvi að taka slik próf upp hér á landi. Nefndin fjallaði itarlega um hættu á krabbameinsmyndun af völdum benómýls. Efni þetta er notamikið plöntulyf (sveppalyf) og hefur litil bráð eiturhrif. Með tilliti til umtalsverðrar hættu á illkynja frumubreytingum af völdum þessa efnis var samþykkt að takmarka notkun þess við skrautjurtir eingöngu. Jafnframt skyldi efnið skráð i A hættuflokki. Nefndin hafði til með- feróar nýjar upplýsingar um eiturhrif alúminiums. Hafinn var frum- undirbúningur að mælingum á oxandi efnum, er verða til við ljósefna- fræðilegar breytingar í andrúmslofti (fótóoxidantar), i andrúmslofti i grennd vió Reykjavik. Er þetta framhald af fyrri mengunarrannsóknum eiturefnanefndar. Tekið var til meðferðar erindi um staðsetningu natriumklóratverksmiðju og var samin um það itarleg greinargerð. Nefndin fjallaði um hugsanleg vandkvæði, er stafa kynnu af neyslu mengaðrar mataroliu frá Spáni. Var heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu sent bréf um þetta efni. Nefndin sendi ráðuneytinu að beióni þess greinargerð um notkun fimm azólitarefna og eiturhrif þeirra. 148
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.