Bæjarins besta


Bæjarins besta - 26.11.1997, Side 14

Bæjarins besta - 26.11.1997, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 Helgar- dagskráin Helgar- veðrið Helgar- sportið Karfa Friðrik gegn Hollendingum í kvöld Friðrik Stefánsson, leikmaður KFÍ, hefur ver- ið valinn í landslið Ís- lands í körfuknattleik. Á mánudag var hann síðan valinn í tíu manna hóp sem byrjar leikinn gegn Hollendingum í Ev- rópukeppni landsliða, sem leikinn verður í dag í Laugardalshöll. Næsti leikur liðsins er gegn Litháum ytra og fer hann fram á sunnudag. Eyrarhlíð Tvær bifreiðar lentu á ljósastaur Rétt fyrir kl. 22 á mánu- dagskvöld fékk lögreglan á Ísafirði tilkynningu um að tvær fólksbifreiðar með sjö manns innanborðs hefði lent á sitt hvorum ljósastaurnum á veginum um Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals. Að sögn lögreglunnar voru báðar bifreiðarnar á leiðinni út í Hnífsdal og mun önnur þeirra hafa farið fram úr hinni og beygt of snemma inn á réttan vegarhelming, með þeim afleiðingum að öku- menn beggja bifreiðanna misstu stjórn á þeim. Mikil hálka var á veginum og mun önnur bifreiðin hafa farið heilan hring á götunni áður en hún staðnæmdist á ljósa- staurnum. Fjórir þeirra sem í bifreið- unum voru, leituðu aðhlynn- ingar á Fjórðungssjúkrahús- inu á Ísafirði með minniháttar meiðsl. Bifreiðarnar eru mikið skemmdar. Eins og sjá má er bifreiðin á stærri myndinni mikið skemmd eftir áreksturinn, ef ekki ónýt. Bifreiðin á innfelldu myndinni er einnig mikið skemmd. Ísafjarðarbær Heimild veitt til 20 milljóna króna lántöku Bæjarstjórn Ísafjarðar- bæjar hefur veitt bæjarstjór- anum heimild til að taka 20 milljóna króna lán til greið- slu innlausna íbúða í félags- lega kerfinu. Ekki mun vera mikið um óafgreiddar umsóknir um innlausnir eins og stendur, en flótti fólks úr félagslega kerfinu hefur engu að síður verið mikill í Ísafjarðarbæ undanfarin misseri, líkt og í öðrum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Í Ísafjarð- arbæ eru nú 92 félagslegar íbúðir óseldar, en flestar þeirra eru leigðar út. Á yfirstandandi ári hafa 28 íbúðir verið innleystar, en 13 þeirra eru seldar aftur. Að sögn Birgis Valdimars- sonar húsnæðisfulltrúa Ísa- fjarðarbæjar, er lántöku- heimildin veitt til að hægt verði að standa við skuld- bindingar vegna nýinnleyst- ra íbúða og þeirra sem kunna að verða innleystar í nánustu framtíð. Tíðir húsbrunar í Hnífsdal Slökkviliðs- menn æfa sig Húsið við Strandgötu 7 í Hnífsdal, varð eldi að bráð á laugardaginn. Fjölmennt lið slökkviliðsmanna barðist við eldinn fram eftir degi og náði að ráða niðurlögum hans að lokum. Reykkafarar voru sendir inn í húsið sem reyndist til allrar lukku mannlaust. Skemmdir af völdum elds, reyks og vatns eru miklar, en það kemur þó ekki að sök, vegna þess að húsið er eitt þeirra sem keypt hafa verið upp vegna hættu á snjóflóð- um. Eldsupptök eru kunn, en það var slökkviliðið sjálft sem Frá æfingunni í Hnífsdal á laugardag. Myndina tók Þorkell Ingvarsson.kveikti í húsinu og var þarna um æfingu að ræða. Einhver neisti hefur orðið eftir í húsinu, því slökkviliðið var kallað að því að nýju um fimmleytið og réði þá endan- lega niðurlögum eldsins Að sögn Þorbjörns Sveins- sonar, slökkviliðsstjóra í Ísafjarðarbæ, hefur slökkvi- liðið fengið fjögur hús á hættusvæði í Hnífsdal til æfinga, tvö hús við hlið þess sem kveikt var í á laugardag- inn og hús sem stendur ofan við félagsheimilið. 25 slökk- viliðsmenn Ísafjarðarbæjar, meirihlutinn frá Þingeyri, Flateyri og Suðureyri, tóku þátt í æfingunni á laugardag, en helgina áður var haldin sambærileg æfing fyrir 12 slökkviliðsmenn frá Ísafirði og 5 frá Bolungarvík. Þá var reyndar kveikt í sama húsinu, sem er nú farið að láta tölu- vert á sjá. Reykköfun og rétt viðbrögð við yfirtendrun voru aðal áhersluatriði æfinganna, en að sögn Þorbjörns er yfirtendrun þegar hitastig stigmagnast svo af eldi að hann læsist í allt sem brennanlegt er. „Æfingar af þessu tagi fara fram í sérstökum hitagámum, en við höfum ekki yfir slíkum búnaði að ráða hér. Þess vegna sköpuðu húsin í Hnífsdal okkur kjörið tækifæri til að æfa þessa þætti við aðstæður eins og þær geta orðið raun- hæfastar, en það er auðvitað besta æfingin,“ sagði Þor- björn. Hann segir að í raun sé verið að farga húsunum með þessum hætti, en það sem eld- urinn nær ekki að brenna, verður fjarlægt. FIMMTUDAGUR 16.15 Handboltakvöld Endursýndur þáttur frá miðviku- dagskvöldi. 16.45 Leiðarljós (776) 17.30 Fréttir 17.35 Auglýsingatími 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar 18.30 Undrabarnið Alex (5:13) 19.00 Úr ríki náttúrunnar Úr dagbók stóru kattardýranna (3:6) Bresk fræðslumyndasyrpa þar sem fylgst er með ljónum, hlébörðum og blettatígrum í Kenýa 19.30 Íþróttir 1/2 8 19.50 Veður 20.00 Fréttir 20.30 Dagljós 21.05 Landsleikur í handbolta Bein útsending frá seinni hálfleik í viðureign Íslendinga og Júgóslava sem fram fer í Laugardalshöll. 21.50 ...þetta helst 22.25 Ráðgátur (10:17) Atriði í þættinum kunna að vekja óhug barna. 23.15 Seinni fréttir 23.30 Króm 23.55 Dagskrárlok FÖSTUDAGUR 16.45 Leiðarljós (777) 17.30 Fréttir 17.35 Auglýsingatími. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Þytur í laufi (19:65) 18.30 Fjör á fjölbraut (2:26) 19.30 Íþróttir 1/2 8 19.50 Veður 20.00 Fréttir 20.35 Dagsljós 21.10 Stockinger (1:14) Nýr austurrískur sakamálaflokkur um Stockinger sem var áður samstarfsmaður Mosers í þáttunum um lögregluhundinn Rex. 22.50 Halifax - Án samþykkis Áströlsk sakamálamynd frá 1996 um glímu réttargeðlæknisins Jane Halifax við kynferðisafbrotamann sem er nýlaus úr fangelsi og er grunaður um að hafa nauðgað nokkr- um konum. 00.25 Ráðgátur (10:17) Atriði í þættinum kunna að vekja óhug barna. 01.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok LAUGARDAGUR 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.35 Viðskiptahornið 10.50 Þingsjá 11.15 Hlé 14.20 Þýska knattspyrnan Bein útsending frá leik í fyrstu deild. 16.20 Íþróttaþátturinn 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Dýrin tala (11:39) 18.25 Fimm frækin (11:13) 18.50 Hvutti (12:17) 19.20 Króm 19.50 Veður 20.00 Fréttir 20.35 Lottó 20.50 Stöðvarvík 21.25 Með Nautilusi á Norðurpól Bandarísk ævintýramynd frá 1996 gerð eftir sögu Jules Verne um ævintýraferð ungs haffræðings með kafbátnum Nautilusi undir stjórn hins stórsnjalla en sérvitra Nemós 23.05 Hinir vammlausu Bandarísk óskarsverðlaunamynd frá 1987 um baráttu Eliots Ness og samstarfsmanna hans í Alríkislög- reglunni við Al Capone og félaga hans í undirheimum Chicago á bann- árunum. Kvikmyndaeftirlit ríkisins telur myndina ekki hæfa FIMMTUDAGUR 09:00 Línurnar í lag 09:15 Sjónvarpsmarkaðurinn 13:00 Þorpslöggan (3:15) (e) 13:55 Stræti stórborgar (10:22) (e) 14:40 Fyndnar fjölskyldumyndir 15:05 Oprah Winfrey (e) 16:00 Ævintýri hvíta úlfs 16:25 Steinþursar 16:50 Með afa 17:40 Sjónvarpsmarkaðurinn 18:00 Fréttir 18:05 Nágrannar 18:30 Nágrannar 19:00 19>20 20:00 Ljósbrot 20:35 Systurnar (8:28) 21:30 Morðsaga (8:18) 22:30 Kvöldfréttir 22:50 Stræti stórborgar (11:22) 23:40 Af lífi og sál (e) 01:20 Eiturnaðran (e) Linda Crandall er geðveikur rað- morðingi sem hefur myrt fimm eiginmenn sína á brúðkaups- nóttinni. Bönnuð börnum. 02.50 Dagskrárlok FÖSTUDAGUR 09:00 Línurnar í lag 09:15 Sjónvarpsmarkaðurinn 13:00 Geggjaður föstudagur (e) Annabel Andrews er á gelgjuskeið- inu. 14:30 Baugabrot (1:6) (e) 15:30 NBA tilþrif 16:00 Skot og mark 16:25 Steinþursar 16:50 Töfravagninn 17:15 Glæstar vonir 17:35 Sjónvarpsmarkaðurinn 18:00 Fréttir 18:05 Íslenski listinn 19:00 19>20 20:00 Lois og Clark (12:22) 21:00 Ævintýrasteinninn Bönnuð börnum. 22:50 Flótti sakleysingjans Sláandi spennutryllir um drenginn Vito sem verður vitni að því þegar fjölskylda hans er myrt. 00:40 Geggjaður föstudagur (e) Annabel Andrews er á gelgjuskeið- inu. 02:15 Bakkabræður í Paradís (e) 04.05 Dagskrárlok LAUGARDAGUR 09:00 Með afa 09:50 Andinn í flöskunni 10:15 Bíbí og félagar 11:10 Geimævintýri 11:35 Gerð myndarinnar Hercules 12:00 Beint í mark með VISA 12:30 NBA molar 12:55 Sjónvarpsmarkaðurinn 13:20 Á síðustu stundu (e) Skemmtileg mynd fyrir alla fjöl- skylduna. 14:50 Enski boltinn 16:50 Oprah Winfrey 17:40 Glæstar vonir 18:10 Á slóðum litla drekans (e) Fréttamaðurinn Karl Garðarsson fjallar um pólitískt ástand og horfur í Hong Kong og Tævan. 19:00 19>20 20:00 Vinir (15:25) 20:35 Cosby (7:25) 21:10 Á undan og eftir Áhrifarík og vönduð bíómynd um venjulega fjölskyldu á Nýja Englandi sem lendir í hrikalegum og mjög óvenjulegum aðstæðum. . Bönnuð börnum. 23:05 Neðanjarðar Víðfræg verðlaunamynd sem hlaut Gullpálmann í Cannes 1995 sem besta myndin. Stranglega bönnuð börn- um. 00:45 Riddarar (e) Framtíðartryllir um grimmar blóð- sugur sem ríða um héruð og halda öllumí heljargreipum. Stranglega bönnuð börnum. 02:20 Dauðaþögn (e) Mark Jannek er vinsæll útvarpsmaður en þjakaður af martröðum um aðkærasta hans sé myrt. Það er ekki til að bæta líðan hans að kona í hópi hlustenda hans ónáðar hann með stöðugum upphringingum. Bönnuð börnum. 03.50 Dagskrárlok SUNNUDAGUR 09:00 Sesam opnist þú 09:25 Eðlukrílin 09:40 Disneyrímur 10:05 Stormsveipur 10:30 Aftur til framtíðar 10:55 Úrvalsdeildin 11:20 Ævintýrabækur Enid Blyton 11:45 Madison (9:39) (e) 12:10 Íslenski listinn (e) 13:00 Íþróttir á sunnudegi 16:30 Sjónvarpsmarkaðurinn 16:50 Húsið á sléttunni (1:22) 17:40 Glæstar vonir 18:00 Listamannaskálinn (e) 19:00 19>20 20:00 Seinfeld (10:24) 20:35 Skáldatími Skáldkonan Kristín Ómarsdóttir er til umfjöllunar. 21:10 Fúlir grannar 23:50 Frankenstein (e) Kvikmynd Kenneth Branagh eftir skáldsögu Mary Shelley um vísinda- manninn Frankenstein og skrímsli hans. Þetta e rtilkomumikil og vönduð kvikmynd. Stranglega bönnuð börn- um. 01.50 Dagskrárlok

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.