Lindin

Volume

Lindin - 01.04.2003, Page 3

Lindin - 01.04.2003, Page 3
1930 Kæci Skógarmaður Saga starfsins í Vatnaskógi er dýr- mæt. Hún geymir þekkingu og reynslu kynslóðanna og staðfestingu á handleiöslu Guðs. Markmið starfsins hefur aldrei breyst: að leiða menn til frelsara síns Jesú Krists. Það er von okkar Skógarmanna að lestur Lindarinnar veki upp Ijúfar minningar um dvöl í Vatnaskógi. 4- •V ím 'ÓR RJ Lindin, 74. árg. 1. tbl. 2003. Útgefandi: Skógarmenn KFUM, húsi KFUM og KFUK, Holtavegí 28, pósthólf 4060, 124 Reykjavík, sími 588-8899, bréfsími 588-8840. Ritnefnd: Ársæll Aðalbergsson og Magnús Fjalar Guðmunds- son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Tómas Guðmundsson. Hönnun og uppsetning: Reynir Fjalar Reynisson. Prófarka- lestur: Rúna Þráinsdóttir og Bjarni Gunnarsson. Ljósmyndir: Jón Tómas Guðmundsson, Lárus Páll Birgisson, Magnús Fjalar Guðmundsson, Þórarinn Björnsson, Morgunblaðið ofl. Prentun: Prentmet hf. Upplag: Lindin er gefin út f 17.000 eintökum. Dreifing og tölvuvinnsla: Lindinni er dreift í pósti til allra Skógarmanna frá upphafi samkvæmt tölvuútskrift Skógarmannalista og til forráðamanna 10 ára drengja í Reykjavík og nágrenni. Athugasemdir eða viðbætur við Skógarmannaskrána má tilkynna í síma 588-8899. Nú dvelja í Vatnaskógi um 1300 drengir og stúlkur yfir sumartím- ann, og liðlega tvö þúsund ferming- arbörn á veturna. Þá koma á milli fimm-og sexhundruð leikskólabörn i heimsókn á vorin. Starfsemin í Vatnaskógi er sífellt að aukast. I sumar verða liðin 80 ár frá því að fyrsti flokkurinn dvaldi í Vatnaskógi. Þá gengu drengirnir og leiðtogar þeirra, 19 talsins, fyrir Hvalfjörð, tjöld voru fengin að láni og reistur lítill veiðiskúr fyrir eldamennsku. Fyrstu árin voru frumstæð, oft- ast farið með mótorbát frá Reykjavík, selflutningur varnings yfir Saur- bæjarháls og gist var í tjöldum. Á þeim árum sem síðan eru liðin hefur margt breyst. Skógarmenn hafa æ síðan leitast við að bæta aðstöðu og aðbúnað dvalargesta. Saga Skógarmanna mótast að miklu leyti af mikilli uppbyggingu. Á þessum áttatíu árum hafa verið byggðar þrjár kynslóðir svefnskála, sem hafa með árunum orðið sífellt glæsilegri. Sjálfsagt þykir að hafa íþróttahús og fullkominn íþrótta- völl sem hvoru tveggja er til staðar í Vatnaskógi.

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.