Börn og menning - 01.04.2009, Blaðsíða 16
Ekki hefur verið mikið skrifað af
helfararbókmenntum fyrir börn - kannski
af skiljanlegum ástæðum - við fyrstu sýn
eru útrýmingarbúðir nazista ekki beinlínis
tilvalin kvöldlesning fyriryngri kynslóðirnar.
Margir muna hins vegar eftir Dagbók Önnu
Frank sem sérlega áhrifamikilli lesningu frá
æsku eða unglingsárum. Örlög Önnu voru
að deyja í fangabúðum en dagbók hennar
vargefin útað henni látinni og hafa kannski
fáar bækur um helförina haft jafn mikil áhrif
og þessi látlausa dagbók. Rithöfundurinn
John Boyne réðst því ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur þegar hann afréð að
skrifa Strákinn í röndóttu náttfötunum.
Bókin er reyndar ekki beinlínis hugsuð
sem barnabók enda hafnar höfundurinn
slíkum skilgreiningum sem hann telur
aðallega gerðar fyrir bókabúðirú Undirtitill
bókarinnar er „a fable by John Boyne" og
sem fabúla eða dæmisaga mætti segja að
hún hæfði öllum aldurshópum.
Fólk á náttfötum
( bókinni segir frá hinum níu ára gamla
Bruno sem býr í Berlín í heimstyrjöldinni
síðari. Faðir hans er hækkaður í tign innan
hersins og fjölskyldan verður að flytja frá
Berlín til Ásviptu þar sem ekkert er hægt að
gera og enginn er til að leika sér við. Bruno
saknar stóra hússins sem þau bjuggu í, bestu
vina sinna og borgarinnar með kaffihúsum
og mörkuðum iðandi af lífi. Við nýja húsið
þeirra í Ásviptu er ekkert nema gríðarlöng
gaddavírsgirðing og áður en langt um líður
hefur Bruno kynnst Shmuel sem eins og allir
aðrir hinum megin við girðinguna klæðist
alltaf röndóttum náttfötum. Þeir verða vinir
og í heilt ár hittast þeir næstum daglega
á sama stað og spjalla saman. Að lokum,
daginn áður en Bruno á að flytja aftur heim
til sinnar ástkæru Berlínar, ákveður hann að
stíga skrefið yfir í veröld vinar síns til þess
að hjélpa honum að finna týndan föður
hans. Shmuel stelur röndóttum náttfötum
handa Bruno sem smeygir sér undir gat í
girðingunni en meðan hann er þar er hópi
fanga smalað inn í gasklefana og vinirnir tveir
leiðast í dauðann.
Ólíkar kápur
Kápa íslensku útgáfunnar sýnir fanga í
röndóttum búning með fanganúmerið
saumað yfir hjartastað sem kallar strax fram
ímyndir úr helförinni. Texti aftan á kápu
tekur svo af allan vafa um efni bókarinnar.
Við frumútgáfu bókarinnar var þessu öðruvísi
farið. Kápan var þverröndótt - fölblá og
grá og aftan á kápu var texti frá útgefanda
þar sem sagði að erfitt væri að lýsa efni
sögunnar án þess að eyðileggja lesturinn -
því hafi verið ákveðið að segja ekkert um
efni hennar annað en að lesandinn muni
leggja upp í ferðalag með hinum níu ára
gamla Bruno. Hugmyndin var væntanlega
sú að lesendur kæmust smám saman að því,
um leið og aðalsöguhetjan Bruno, hvaða
hörmungar ættu sér stað hinum megin við
girðinguna. Þessi hugmynd um sameiginlegt
sakleysi Brunos og lesandans er skemmtileg
og hálfgerð synd að henni sé ekki haldið til
streitu við útgáfu hér á landi en slíkt væri
kannski ómögulegt nú þegar bókin hefur
fengið jafn mikla umfjöllun og raun ber vitni
og stórmynd byggð á efni hennar er komin
á markaðinn.
Sakleysi barnsins
Bókin byggir í raun á þessu sakleysi - þetta
er þriðju persónu frásögn en við sjáum
heiminn með augum hins níu ára Brunos
- með þeim takmörkunum sem því fylgir.
Oft leggur Bruno einn skilning í hlutina á
1 John Boyne [2006]. The Boy in the Striped Pajamas.
New York: David Fickling Books, 2006. Readers Guide,
bls. 6