Börn og menning - 01.04.2009, Blaðsíða 7
Upp og niður kanínuholuna
7
MARK HADDON
Furðulegt
háttalag hunds
um nótt
Harry Potter segir hún ekki alvöru ævintýri,
heldur einhverskonar einfalda skrípamynd
af heiminum. Heimur bókanna er ekki
alvöru fantasíuheimur að hennar mati, sem
lýtur eigin innri lögmálum, hann er aðeins
einfölduð eftirmynd. Að mati A.S. Byatt tala
bækurnar til fullorðinna lesenda sem hafa
aldrei upplifað alvöru ráðgátur. Bækurnar
eru skrifaðar fyrir fólk sem lifir á tímum
þar sem frægð hefur tekið yfir hlutverk
hetjuskapar.
A.S. Byatt er einnig á því að fullorðnir
lesendur leiti í Harry Potter-bækurnar
vegna þess að þeir þrái einfaldleika og
huggulegheit, lesendur vilji ekki leggja of
mikið á sig. Hér skal tekið fram að hún setur
alls ekki allar barnabækur undir þennan
hatt, hún bendir á að margar krefjist mun
meira af lesandanum en sögurnar af Harry
Potter. Margir þeir sem tjá sig um ást
sína á barnabókum segja einmitt að þrá
eftir einhverskonar sakleysi og eftirsjá eftir
einfaldari tímum vegi þungt þegar kemur að
áhuga þeirra á barnabókum. Það er einnig
vert að minnast á það að margir segjast
sækja í lestrarreynslu barnsins. Þegar maður
les barnabækur hefur maður jafnframt
leyfi til þess að bregðast við bókinni eins og
barn, á fölskvalausan og opinn hátt. Margir
taka eflaust undir þá skoðun mína að hér sé
gert heldur lítið úr lestri barna enda er lestur
barnabóka einmitt oft býsna flókinn þar sem
samspil mynda og texta getur til dæmis skipt
miklu máli. Sumir fullorðnir lesendur segjast
enduruppgötva ákveðið lestrarmynstur þegar
þeir lesa barnabækur, en þessu lestrarmynstri
er iðulega lýst sem hálf áráttukenndu. Þessar
vinsælu barnabækur síðari ára séu þess eðlis
að ekki sé hægt að láta þær frá sér fyrr en að
lestri loknum og svo bíður maður spenntur
eftir næstu bók í seríunni. Margir virðast
tengja þennan lestraráhuga við barnæskuna
og ég er ekki frá því að það sé eitthvað til
í því.
Sannleikurinn í barnabókum
Sumir segjast sækja f barnabækur þar sem
þær séu dýpri og merkingarfyllri en annar
skáldskapur í einfaldleika sínum. Þær búi yfir
tærum sannleika sem höfði til hins saklausa
barns. Slíkur boðskapur er af mörgum talinn
eftirsóknarverður fyrir fólk sem lifir á flóknum
tímum. Dæmi um barnabók sem gjarnan er
Á N T o i M E D E S A I N T - E X U P É R Y
0
Ih, SjtiSji fjima.
talin búa yfir algildum boðskap sem þessum er
Litli prinsinn, sem nýtur meiri vinsælda meðal
fullorðinna en meðal barna ef eitthvað er.
Portúgalski nóbelsverðlaunarithöfundurinn
JoséSaramagosagðieittsinnaðheimurinnyrði
betri ef fullorðnir læsu barnabækur. Að hans
mati eru barnabækur undantekningarlítíð
birtingarmyndir dæmisagna með tilheyrandi
siðferðislegum boðskap, sem boðar mikilvæga
hluti á borð við samstöðu, virðingu fyrir
öðrum og góðmennsku. Það ber þó að taka
fram að tilefni þessarar tjáningar höfundarins
var frumsýning á söngleik sem byggður var á
barnabókeftirhannsjálfan. Einnig má minnast
á þá skoðun sumra barnabókafræðinga
að fullorðnir eigi hreinlega ekkert með
það að ráðast inn í menningarheim
barna á þann hátt sem gert hefur verið í
barnabókageiranum á undanförnum árum.
Hinir fullorðnu séu á góðri leið með að
yfirtaka heim barnabókmenntanna en í því
felist valdbeiting eins hóps gegn öðrum.
í þessu sambandi er þó oft bent á að
margar barnabækur séu einmitt skrifaðar
með tvöfaldan markhóp í huga, það er að
segja að þær höfði til barna á ákveðnu
plani en til fullorðinna á öðru. Stundum séu
skrifaðar inn upplýsingar eða brandarar sem
má reikna með að aðeins annar hópurinn
skilji. Þetta má til dæmis sjá greinilega
í bókum Lemony Snickett og einníg í
Blíðfinnsbókum Þorvalds Þorsteinssonar en
þar má finna ýmislegt sem reikna má með
að aðeins fullorðnir lesendur skilji til hlítar,
til dæmis vísanir í hina þurrpumpulegu
akademóna. Sé þessi póll tekinn i hæðina
má segja bækurnar séu markvisst ætlaðar
báðum hópum og hvorugur hópurinn útiloki
hinn þegar kemur að því að njóta þeirra. í
nýjum fræðiritum er hinsvegar stundum litið
svo á að lesendahóparnir tveir hafi eínmitt