Börn og menning - 01.04.2009, Blaðsíða 12
12
Börn og menning
grásleppurfrá Grindavík,
billjón baneitraðir beinhákarlar frá Bíldudal,
fuglaskítskaupmaður, marglyttu-Mússólíni,
fimmtíu fárviðri og fellibylir, skáröndóttir
skötuselir, heimsku hámerar, steindauðir
steinbítar, göldróttar gaddaskötur, milljón
marhnútar, maðksmognar marglyttur,
súrsaða sardínudós, kræklóttu krabbarnir
ykkar, vangefni vöðuselurinn þinn".
Arfleifð Hergés
í stað þess að verða blaðamaður og fara
sjálfur í fréttaöflunarferðir, varð það
hlutskipti höfundar Tinna að „sitja kyrr í
sama stað og samt að vera að ferðast". Undir
höfundarnafninu Hergé gerðist teiknarinn
Georges Remi sófaferðalangur og séndi litla
teiknaða manninn Tinna í sinn stað um heim
allan, til Egyptalands, Kína, Suður-Ameríku,
Arabíu, niður á hafsbotn, og meira að segja
alla leiðtil tunglsins, löngu áðuren mennirnir
komust þangað sjálfir. Hann var enn að skrifa
þegar hann lá banaleguna, 24 bókina, um
Tinna og stafrófslistaverkin, Tintin et L'Alph-
art, en þar ætlaði höfundurinn að taka fyrir
sitt stóra áhugamál, nútímalistina. Bókin
var enn á skissuformi þegar Hergé lést úr
hvítblæði 3. mars 1983. Hún var gefin út
nokkrum árum síðar, ókláruð, og þar með
settur punktur aftan við ævintýri Tinna.
Bækurnar um Tinna seljast í milljónatali
á ári hverju og hafa verið þýddar á yfir
100 tungumál og mállýskur. Arfleifð Tinna,
fyrirtækið Moulinsart, er stórveldi sem veltir
má fá allskyns Tinna-varning s.s.
stuttermaboli, bíla og styttur, sem og rándýr
tölusett listaverk sem eru aðeins á færi
efnaðra kaupenda. Senn líður að fyrstu
kvikmyndinni um Tinna, í leikstjórn Stevens
Spielberg, en Spielberg var sá eini sem Hergé
treysti fyrir sköpunarverki sínu. Fyrirtæki
Spielbergs, Dreamworks, á kvikmyndaréttinn
að öllum Tinnabókunum og er stefnt að því
að frumsýna fyrstu myndina vorið 2011,
helst á fæðingardegi Hergés 22. maí.
Höfundur er dagskrárgerðarmaður á
Ríkisútvarpinu og Tinna-safnari
Helstu heimildir:
Michaei Farr: Tintin, the complete
companion [Last Gasp, 2002]
Michael Farr: The adventures of
Hergé, creator of Tintin [útg. John
Murray, 2007]
Michael Farr: Tintin og co. [útg.
Egmont, 2007]
Hergé: Allar Tinna bækurnar á
ýmsum tungumálum, m.a. í íslenskri
þýðingu Lofts Guðmundssonar [útg.