Börn og menning - 01.04.2009, Blaðsíða 25

Börn og menning - 01.04.2009, Blaðsíða 25
Þór hamarinn í hendur fyrir slysni en tekur sendinguna sem tákn frá Óðni, alföðurnum sjálfum, viðurkenningu á faðerninu, sem inngöngu í hóp goða. Úr greipum Heljar Þór á vinkonu, unga stúlku sem ber það forna nafn Edda. Hún er f bakgrunni sögunnar, hefur vit fyrir Þór þegar í harðbakkann slær, er eins konar kjölfesta eða þráður sem heldur hinum sterka unga manni við efnið en það er að bjarga öllu mannkyninu frá greipum Heljar. Eins og alltaf stendur baráttan milli góðs og ills og nú er það Hel, hin hræðilega dóttir Loka, drottning undirheima, ísdrottningin sjálf, sem krefst heimsyfirráða og ætlar sér að læsa allt í fjötur íss og kulda. Loki leikur tveimur skjöldum eins og ævinlega, skiptir um ham - er undirferlið holdi klætt. Freyja, hin kynþokkafulla gyðja, leikur líka hlutverk í sögunni sem boðberi milli Óðins og Þórs og Miðgarðsormur er beittur valdi til að bjarga fólki úr þeim kalda stað, hel. Sjónarhorn sögumanns sveiflast milli sögusviða og eykur þar með hraða frásagnarinnar og gefur lesanda færi á að fylgjast með á öllum vígstöðvum. Frásögnin ber keim af kvikmyndahandriti enda er væntanleg kvikmynd eftir bókinni og mun það eflaust auka hróður hinna fornu hetja. Höfundur blandar saman ýmsum sögum úr norrænu goðafræðinni um goðin og jötnana, svo sem sögunni þegar Þór glímdi við Elli kerlingu og tapaði, að sjálfsögðu. Hann skrifar lipurlegan texta, leyfir sér alls kyns útúrdúra frá hinum fornu fræðum svo úr verður fjörleg, spennandi og skemmtileg saga. Höfundur er framhaldsskólakennari

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.