Börn og menning - 01.04.2009, Blaðsíða 29

Börn og menning - 01.04.2009, Blaðsíða 29
Pabbi les 29 röðin komin að yngri syninum. Hann hefur mjög fjölbreyttan áhuga á bókum og því er erfitt að taka einhverjar sérstaklega út úr. Þessa dagana er hann mjög heillaður af leikritum og ævintýrum. Það var mikið hlegið þegar við lásum öll ævintýrin um hann Emil og ekki erfitt fyrir þann stutta að setja sig í spor prakkarans í Kattholti. Atvikið þegar Emil hífði ídu upp í fánastöng reynist honum ógleymalegt og reyndar mér líka alveg frá því ég heyrði fyrst af þessari ógurlegu tilraun Emils. Annað verk sem stendur upp úr er Fólk og ræningjar í Kardemommubæ. Líkt og hjá mörgum börnum eru ræningjarnir í mestu uppáhaldi hjá honum enda óútreiknanlegir kumpánar þar á ferð. Einnig vil ég nefna Spiderwick-bækurnar sem fá strákinn til að iða af spenningi enda barátta milli góðs og ills í hæstu hæðum. Spennandi fræðibækur Þá er komið að elsta stráknum sem er mikill bókaormur og eyðir oft mörgum klukkustundum á dag í lestur. Síðasta sumar var hann sennilega með sögulegt met í lestri í lestrarátaki Bókasafns Hafnarfjarðar. Hann fór snemma að hafa gaman af hvers kyns fræðibókum og vil ég nefna Mannslíkaminn; Alfræði barnanna um mannslikamann, Atlas barnanna; Fyrsta bók barnanna um löndin I heiminum og Dýraalfræði fjölskyldunnar sem eru virkilega vel skrifaðar fyrir fróðleiksfúsa krakka sem og fullorðna. Uppsetning bókanna hentar lika mjög vel og er því hver blaðsíða spennandi heimur. Þar sem ég er enskukennari finnst stráknum mjög spennandi að taka enskar fræðibækur og láta mig þýða fyrir sig og verða þá oftar en ekki flugvéla- og bílabækur fyrir valinu þó stöku sinnum læðist ein og ein myndasaga. Síðastliðið ár hefur hann drukkið í sig hverja Syrpuna á fætur annarri með Andrési önd og félögum en upp á síðkastið hefur strákurninn horfið inn í dagbækur Berts og klárað hverja bókina á eftir annarri og pabbi má ekki vita allt sem stendur í þeim. Ætli það hafi ekki eitthvað með aldurinn að gera! Nærvera og tenging með hjálp bókanna Bækur eru og verða alltaf ómissandi partur af heimilishaldi á mínu heimili. Það er fátt betra en að eyða síðustu mínútum dagsins með börnunum á jafnskemmtilegan máta og við lestur. Auk nærverunnar og skemmtanagildisins þá eru bækurnar fræðandi og takast oft á við siðferðislegar og uppeldislegar aðstæður. Ekki hef ég tölu á þvf hversu oft við foreldrarnir vitnuðum í söguna um Láka þegaryngri strákurinn gerði eitthvað af sér svo ekki sé talað um orðaforða og umhverfisvitund hjá yngsta barninu. Því hvet ég að lokum alla pabba (og mömmur!) til að nýta sér mátt bókanna og tengjast börnum sínum enn frekar með góðum lestri. Þessi stutta samverustund gleður ekki síður okkur eldri „börnin" því við megum ekki gleyma barninu sem býr innra með okkur öllum. Flöfundur er framhaldsskólakennari

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.