Börn og menning - 01.04.2009, Blaðsíða 15
Ófreskjan tamin
15
hans banvænir
milli lakanna. Bella þykist alveg
til í að taka sjensinn og freistar hans stöðugt,
en hann gefur hvergi eftir - herramaður fram
í fingurgóma. Að lokum, það er að segja í
seinni bókum, verður það að samkomulagi
þeirra á milli að hann láti undan þrábeiðnum
hennar um að breyta henni í vampíru strax
að lokinni útskrift úr gaggó, en hann setur
það skilyrði að þau gangi í hjónaband áður
en hann sviptir hana púlsinum. Þá fyrst má
fara að athuga eitthvað meira en kossa og
faðmlög. Merkilegt nokk hefur þessi þáttur
sögunnar aflað henni margra fylgismanna.
Maður þarf ekki að hafa lesið margar
sjálfshjálparbækur til þess að vita að það er
uppskrift að miklum vandræðum að leggja
lag sitt við ógæfumann, sannfærður um
að hægt sé að breyta honum til batnaðar.
Fæstum grundvallarveilum í persónuleikum
fólks verður breytt af öðrum en því sjálfu eða
þá heilbrigðisstarfsmönnum sem hafa til þess
menntun og reynslu. Engu að síður er þráin
til þess að breyta elskhuganum til batnaðar
mjög rík í mörgum okkar, og margir telja
sig hafa fundið hinn eina rétta eða þá
einu réttu að frátöldu einu smávægilegu
atriði. Smáatriðin sem standa
í vegi Bellu og Edwards eru
meðal annarra þau að hann
gæti ekkert fremur hugsað sér
en að éta hana, að hann er tæpum
níutíu árum eldri en hún og stjórnsamur með
afbrigðum og að til þess að eiga með honum
framtíð þarf hún að fórna lífinu sjálfu - en
það er hjómið eitt samanborið við það hversu
fjallmyndarlegur og dásamlegur hann er.
Hver fundur þeirra skötuhjúa sem endar með
því að Bella sleppur lifandi er í hennar huga
sönnun á því að Edward meti ódauðlega sál
hennar meira en bragðgóðan skrokkinn.
Andans klám
Þessu tengt, þá er það mjög sammannleg
tilfinning - burtséð frá því hvað fólk er gamalt
- að vilja stundum gera eitthvað algjörlega
gegn betri vitund. Og á meðan framkvæmd
hugmyndarinnar stendur - hvort sem málið
snýst um að keyra ófæra Hellisheiðina, að
borða kjúkling sem rann út í síðustu viku eða
að hleypa fyrrverandi upp í til sín, þá þráir
maður það svo undur-, ósköp heitt að bara
í þetta skiptið, þá reynist eðilisávísunin röng.
Og kannski er það það sem er svo heillandi
við Twilight-bækurnar. Það er augljóslega
ekki mjög vel ígrundað hjá Bellu að leggja
lag sitt við mann sem vill æstur éta hana
og getur ekki boðið henni neina eðlilega
framtíð, en hún þrjóskast við og allt fer -
þvert á alla skynsemi - vel að lokum.
Merkilega margir tala um lesturinn á
þessum bókum eins og þeir myndu tala
um neyslu kláms. Flissandi, roðnandi, með
smá skömmustutilfinningu. Það er eins og
lesendum finnist að þetta sé ekki efni sem
þeir ættu að hafa gaman af. Og rétt eins
og venjulegt klám, er klámsaga af þessum
toga líkleg til að vekja deilur. Er þetta bara
spurning um saklausa afþreyingu, eða kemst
inn hjá lesandanum viðhorf til ákveðinna
þátta tilverunnar sem er bæði brenglað og
skaðlegt?
Höfundur er bókmenntafræðingur