Börn og menning - 01.04.2009, Blaðsíða 30

Börn og menning - 01.04.2009, Blaðsíða 30
 Áhöfnin á Garðari GK 25 sumarið 1930. Dökkhærði drengurinn fyrir miðju er Vigfús Sigurjónsson, sonur Sigurjóns Einarssonar skipstjóra. Vigfús var 9 ára gamall þegar myndin vartekin. Ljóshærði drengurinn sem situr fyrir miðri mynd er Sigurður Jónsson en hann var sonur Jóns Sigurðssonar vélstjóra. Guðbjartur Ásgeirsson tók myndina. Þjóðminjasafn íslands, GÁ-432. tm Ljósmyndasýning í Þjóðminjasafninu í lok febrúar var sýningin Þrælkun, þroski, þrá? opnuð í Þjóðminjasafninu. Á sýningunni er fjallað um ólík viðhorf tíl barnavinnu og barnauppeldis á fslandi á fyrri hluta 20. aldar. Meginuppistaðan í sýningunni eru Ijósmyndir af börnum við vinnu á sjó og landi en þar má einnig skoða hluti sem tengjast sjósókn á fyrri tíð og hlusta á hljóðverk sem byggir á frásögnum um vinnu barna á sjó á fyrri tíð. Ljósmyndirnar sýna okkur unga drengi við um borð í togurum, ýmist við vinnu eða uppstillta með áhafnarmeðlimum. Þær vekja áhorfendur til umhugsunar um barnavinnu, aðbúnað og vinnuskilyrði barna og samskipti sjómanna og barna. Hvenær breytast ævintýri og heilbrigð vinnumenning í þrælkun? Hvenær verða aðstæðurnar óyfirstíganlegar fyrir Ktil börn, líkamlega og tilfinningalega, hvar liggja mörkin? Guðbjartur Ásgeirsson, kokkur og áhugaljósmyndari, tók flestar myndírnar sem eru á sýningunni en þar má einnig sjá Ijósmyndir eftir loftskeytamanninn og áhugaljósmyndarann Björn Ólafsson og eftir blaðaljósmyndarana Guðna Þórðarson og Ara Kárason. Ljósmyndir Guðbjarts eru í forgrunni en á þeím má meðal annars sjá ung börn, allt niður í fimm til sex ára gömul, um borð í togurum á 3. og 4. áratug síðustu aldar. Ólíkar ástæður voru fyrir því að skipstjórar, vélstjórar og matráðsmenn tækju svo ung börn með á sjó. Vitað er að í sumum tilvikum spiluðu erfiðar heimilisaðstæður og veikindi heima fyrir inn í, í öðrum tilvikum var fyrst og fremst verið að uppfylla ævintrýraþrá og hvetja drengína til aukins þroska. Vera litlu drengjanna á sjónum hafði afgerandi áhrif á sjálfsmynd þeirra og lífsviðhorf. Þeir fengu innsýn í líf og samfélag karlmanna, kynntust viðhorfum þeirra til karlmennskunnar og náttúrunnar og fengu nýja sýn á vináttuna, fjandskapinn og tungumálið sem var hluti af samfélagi sjómanna á togurum. Fyrir marga karlmenn var þetta einnig tækifæri til að taka ábyrgð á börnum sínum og uppeldi þeirra. Ljóst má vera að dvöl barnanna um borð hafði töluverð áhrif á samfélagið um borð. Sjómenn, hvort sem þeir voru feður barnanna eða ekki, fengu þarna tækifæri til að sýna börnunum umhyggju og tilfinningar sem sjaldan voru hafðar í hávegum í sjómannasamfélaginu. Litlu drengirnir voru þó ekki aðeins í félagsskap fullorðinna karlmanna á sjónum því að algengt var að í áhöfninni væru einnig unglingspiltar, þeir yngstu aðeins tólf eða þrettán ára gamlir. Líf unglinganna um borð hefur án efa oft og tíðum verið erfitt enda starf sjómannsins líkamlega krefjandi. Algengt var að unglingspiltar fengju hálfan hlut á við það sem fullorðnir sjómenn fengu fyrir vinnu sína og ætla má að gerðar hafi verið til þeirrar töluverðar kröfur um vinnuframlag. Fyrstu lög um vinnu barna á íslandi voru sett árið 1932. Þau voru mjög óljós og þar var aðeins kveðið á um að börn mættu ekki vínna erfiðisvinnu og vinnutími mætti ekki vera of langur, án þess að það væri skilgreint frekar. Fimmtán árum síðar voru sett lög um að börn fimmtán ára og yngri mættu ekki vinna í verksmiðjum og árið 1965 var bundið í lög að börn mættu ekki vinna

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.